Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 10
10 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Smæð Íslands var
trúlega ein af aðalástæðunum fyrir
því að ekki tókst að koma í veg fyrir
efnahagshrunið. Þetta segir Anne
Sibert, sem sæti á í peningastefnu-
nefnd Seðlabanka Íslands, í grein
sem birt var á hagfræðivefnum Vox
um helgina.
Sibert segir smæð landsins valda
því að erfitt geti verið að ráða hæfa
sérfræðinga til starfa fyrir hið opin-
bera, og opinberir starfsmenn þurfi
að sinna svo fjölbreyttum verkefn-
um að þeir nái ekki að sérhæfa sig
nægilega mikið.
Vegna þessa er mikilvægt fyrir
smá ríki að vera óhrædd við að leita
til erlendra sérfræðinga þegar sér-
fræðiþekking er ekki til staðar hér
á landi, segir Sibert.
Það hafi ríkisstjórnin raunar
gert þegar Svein Harald Øygard
hafi verið ráðinn seðlabankastjóri,
og þegar Eva Joly hafi verið fengin
til að aðstoða sérstakan saksóknara
vegna bankahrunsins.
Finnist ekki sérfræðingar sem
séu hæfir til að fara með yfirstjórn
bankakerfisins hér á landi ættu
íslensk stjórnvöld að ráða erlenda
sérfræðinga til starfa, segir Sibert.
Skattleggja megi bankana til að
fjármagna ráðningu þeirra.
Sibert gagnrýnir einnig ráðningu
Davíðs Oddssonar í embætti seðla-
bankastjóra og segir hann ekki hafa
haft þá þekkingu á efnahagsmál-
um og bankakerfinu sem hafi þurft
til að koma í veg fyrir hrun. Sama
megi segja um þáverandi forsætis-
ráðherra og fjármálaráðherra. - bj
Það er mun
erfiðara
fyrir háttsetta
embættismenn að
ferðast til ná-
grannaríkis ef þeir
búa á afskekktri eyju en ef þeir
búa í Lúxemborg.
ANNE SIBERT
HAGFRÆÐINGUR
MINNINGARSTUND Georgísk kona
kveikir á kerti í kirkju í Georgíu til að
minnast hermanna sem féllu í átökum
við Rússland fyrir ári. NORDICPHOTOS/AFP
Kveikt í borðum
Erilsamt var hjá lögreglunni í
höfuðborginni í fyrrinótt en ekkert
alvarlegt atvik kom þó upp. Kveikt
var í nokkrum borðum á torgi milli
Laugavegar og Hverfisgötu og var
slökkvilið kallað á vettvang til að
slökkva eldinn.
Andleg ró á Fiskideginum
Á hátíðinni Fiskideginum mikla á
Dalvík kom ekkert alvarlegt atvik
upp, að sögn lögreglu. Tvö smá-
vægileg fíkniefnamál komu upp og
var annar þeirra sem fíkniefnin bar
sendur í fangaklefa til Akureyrar.
Þá var nokkuð um smápústra, en
almennt var sem andleg ró ein-
kenndi þá tugi þúsunda gesta sem
sóttu hátíðina.
Friðsamt Sumar á Selfossi
Lögregla þurfti lítið að hafa afskipti af
gestum á hátíðinni Sumar á Selfossi
um helgina. Einn maður var tekinn
fyrir ölvunarakstur en að öðru leyti
gekk hátíðin mjög vel fyrir sig.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Seðlabankastjóri og ráðherrar höfðu ekki þekkingu til að koma í veg fyrir hrun:
Lítil ríki leiti til erlendra aðila
STJÓRNSÝSLA Stöður þriggja sak-
sóknara sem starfa eiga undir
sérstökum saksóknara vegna
bankahrunsins hafa verið aug-
lýstar. Dómsmálaráðherra mun
skipa í stöðurnar eigi síðar en 1.
október næstkomandi.
Erfiðlega gekk að fá hæfa
umsækjendur þegar embætti sér-
staks saksóknara var auglýst,
og þurfti að auglýsa það tvisvar
áður en Ólafur Þór Hauksson var
skipaður. Ólafur segist reikna
með að betur gangi að fylla þess-
ar stöður þriggja undirmanna
hans. Talsverð óvissa hafi verið
um embættið í upphafi, sem nú
hafi verið eytt. - bj
Saksóknarastörf auglýst:
Óvissu um
embættið eytt
FÓLK Alls voru 35 skipulögð atriði í
gleðigöngu Hinsegin daga á laug-
ardaginn. Gangan fór frá Hlemmi
klukkan 14 og lauk á Arnarhóli
þar sem fjöldi listamanna tróð
upp, en þar á meðal voru Friðrik
Ómar, Regína Ósk, Hera Björk,
Páll Óskar, Haffi Haff, Elektra og
Dúkkulísurnar.
Metfjöldi í gleðigöngu
Um áttatíu þúsund manns voru í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn í tengsl-
um við gleðigöngu Hinsegin daga en gangan var sú fjölmennasta til þessa.
Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins, fangaði stemninguna.
LITRÍK GANGA Gleðigangan var sú stærsta til þessa, með 35 skipulögðum atriðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Í BÚNING Fjöldi fólks mætti uppáklætt í gleðigönguna á laugardaginn.
FLOTTIR SAMAN Jónsi í Sigur Rós og
kærasti hans, Alex Somers, létu sig ekki
vanta í gleðigönguna.
GLAÐIR Í GLEÐIGÖNGU Ómar Ragnarsson keyrði minnsta bíl landsins í göngunni,
eins og hann hefur gert undanfarin ár.
ELDUR Meðal þess sem sjá mátti í göng-
unni var þessi eldgleypir.
ITALÍA, AP Benedikt XVI. páfi hélt
ræðu í Castel Gandolfo á Ítalíu á
sunnudag, þar sem hann sagði að
útrýmingarbúðir nasista væru
ýkt tákn illsku og helvíti á jörðu.
Hann sagði þær dæmi um hvern-
ig helvíti kæmi fram á jörðu
þegar menn gleymdu guði og
tækju sér vald til að dæma sjálfir
hvað sé rétt og rangt og gefa og
taka líf.
Benedikt heimsótti útrýming-
arbúðirnar í Auschwitz á ferð
sinni um Pólland í maí 2006. Þá
sagðist hann heimsækja búð-
irnar sem afkomandi Þjóðverja
og spurði guð hvers vegna hann
hefði þagað þegar fjöldamorðin
stóðu yfir í helförinni.
- þeb
Páfinn fordæmir helförina:
Segir útrýming-
arbúðirnar
helvíti á jörðu