Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 8
8 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
1. Eftir hvern er bókin Matur
og drykkur sem var endurútgef-
in í síðustu viku?
2. Með hverjum vinnur Jógvan
Hansen væntanlega plötu, þar
sem hann syngur íslenskar dæg-
urlagaperlur á færeysku?
3. Hvað á fyrirhugaður barna-
skóli í gömlu Heilsuverndarstöð-
inni við Barónsstíg að heita?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26
BÚRMA, AP Áform stjórnvalda í
Búrma um að reisa tvær stórar
stíflur ógna fólki af Karenþjóð-
inni, sem í meira en sex áratugi
hefur barist fyrir stofnun sjálf-
stæðs ríkis við landamæri Taí-
lands.
Jafnt mannréttindasamtök sem
umhverfissamtök hvetja stjórn-
völd í Taílandi, og reyndar einnig
í Kína, til að hætta við þátttöku í
þessum virkjanaframkvæmdum.
Kínversk og taílensk fyrirtæki
munu taka þátt í framkvæmdun-
um, en orkan verður að mestu seld
til Taílands.
Endanleg ákvörðun hefur þó
ekki verið tekin, en búist er við að
skrifstofa forsætisráðherra Taí-
lands sendi frá sér skýrslu síðar í
mánuðinum.
Salvínfljót er 2.400 kílómetra
langt og á upptök í Kína, þar sem
það heitir Nú, en rennur síðan í
gegnum Búrma, að hluta með-
fram landamærunum að Taílandi.
Stíflurnar tvær, Hatgyi og Tasang,
eru á landssvæði þar sem Karen-
ar búa. Tasang-virkjunin yrði ein
sú stærsta í Suðaustur-Asíu, með
framleiðslugetu upp á rúmlega
sjö þúsund megavött, en Hatgyi-
virkjunin á að geta framleitt 1.360
megavött.
Árið 2007 var formlega haf-
ist handa við Tasang-stífluna, en
framkvæmdum var síðan frestað
og hafa enn ekki hafist.
„Bygging stíflnanna nú myndi
valda gríðarlegu umhverfistjóni,
auk þess sem Karenþjóðin færi
á vergang,“ sagði David Tarcka-
baw, varaforseti Þjóðarbandalags
Karena, stjórnmálaafls sem jafn-
framt rekur eigin uppreisnarher.
„Þúsundir gætu flúið yfir til Taí-
lands.“
Karenar eru rúmlega sjö millj-
ón manna þjóð, sem hefur áratug-
um saman sætt ofsóknum af hálfu
herforingjastjórnarinnar í Búrma.
Stjórnin hefur eflt mjög herafla á
svæðinu, einkum á stöðunum þar
sem virkja á. Ásakanir hafa borist
um að hermennirnir brjóti mann-
réttindi á íbúunum, meðal ann-
ars hafi hundruðum kvenna verið
nauðgað í nágrenni hinnar fyrir-
huguðu Tasang-stíflu.
Um hálf milljón manna hefur
þegar hrakist frá heimilum sínum
á þessum slóðum, bæði vegna
virkjanaáforma og vegna almennra
átaka á svæðinu. Reglulega fara
hópar fólks yfir landamærin til
Taílands. gudsteinn@frettabladid.is
Risastórar virkjanir
hrekja fólk úr landi
Umdeild virkjunaráform í Búrma ógna bæði Karenþjóðinni og umhverfi árinn-
ar Salvín. Taílendingar hvattir til að slíta samstarfi við Búrma um virkjun og
raforkukaup. Taílendingar mega búast við flóttamannastraumi frá Búrma.
Á FLÓTTA FRÁ BÚRMA Í júní síðastliðnum fór þessi hópur Karena frá Búrma til Taílands. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Embætti sérstaks sak-
sóknara vegna bankahrunsins
mun taka vel í boð bresku efna-
hagsbrotadeildarinnar, Serious
Fraud Office (SFO), um aðstoð við
rannsókn á íslenskum fyrirtækj-
um í Bretlandi, segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari.
Boð um aðstoð hefur ekki borist,
en SFO hefur sent Evu Joly, ráð-
gjafa sérstaks saksóknara, bréf
þar sem óskað er eftir fundi. Ólaf-
ur staðfestir að Joly hafi verið í
sambandi við fulltrúa SFO í nokk-
urn tíma til að undirbúa mögulegt
samstarf.
„Við tökum þessu boði vel, það
opnar á mjög marga möguleika,“
segir Ólafur. Það sé vel hugsan-
legt að SFO geti aðstoðað, og því
jákvætt að þessi möguleiki sé
kominn upp.
Joly þekkir ágætlega til innan
SFO, en einnig hafa verið þreif-
ingar í gangi varðandi mögu-
legt samstarf í gegnum íslenskan
tengslafulltrúa hjá Europol, segir
Ólafur.
Sagt er frá samskiptum SFO
við Joly í frétt breska blaðsins
Daily Telegraph. Þar kemur fram
að fulltrúar SFO hafi sérstakan
áhuga á málum tengdum Kaup-
þingi, til dæmis því hvort um
markaðsmisnotkun hafi verið að
ræða þegar hlutabréf í Kaupþingi
voru seld breskum fjárfestum með
lánum frá Kaupþingi.
Ekki náðist í Evu Joly í gær.
Hún mun vera í sumarfríi, en er
væntanleg hingað til lands í lok
ágúst. - bj
Sérstakur saksóknari tekur vel í boð breskrar efnahagsbrotadeildar um aðstoð:
Opnar á marga möguleika
EVA
JOLY
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
Sterkur jarðskjálfti í Japan
Sterkur jarðskjálfti, 6,9 á Richter,
skók höfuðborg Japans og nær-
liggjandi svæði í gær. Engan sakaði
í skjálftanum og ekki var vitað um
neitt tjón á mannvirkjum.
Lögreglumenn drepnir
Lík fjögurra pakistanskra lögreglu-
manna fundust í suðvesturhluta
landsins í gær. Tólf lögreglumenn
hafa verið drepnir á svæðinu í
þessum mánuði. Mönnunum hafði
verið rænt og aðskilnaðarsamtök
í Baluchistan-héraði segjast bera
ábyrgðina.
Clinton í Angóla
Hillary Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hvatti í gær ráða-
menn í Angóla til að halda áfram
umbótum í landinu. Clinton er á för
um Afríku um þessar mundir og er
nú í Angóla.
ERLENT
FERÐAÞJÓNUSTA Umhverfisstofnun
hefur fengið heimild landeigenda-
félagsins Hafnarbáss til að setja
upp færanlegt þjónustuhús að
Höfn í Hornvík á Hornströndum
og gildir heimildin til 30. septemb-
er 2011. Að þeim tíma liðnum verð-
ur farið yfir stöðuna og ákveðið
hvort húsið muni standa áfram.
Í húsinu verður aðstaða fyrir
landvörð og tvö salerni. Vaskar
verða fyrir utan til uppvöskun-
ar og handþvotta. Sett verður upp
upplýsingaskilti á svæðinu, ann-
ars vegar almennar upplýsingar
til ferðamanna og hins vegar skilti
með náttúrufarsupplýsingum.
Samningur um húsið var lagður
fram í umhverfisnefnd Ísafjarðar-
bæjar í síðustu viku og benti hún á
að sækja þarf um byggingarleyfi
fyrir framkvæmdinni.
Framkvæmdir í friðlandi:
Hús reist að
Höfn í Hornvík
BEIJING, AP Kínverskir fjölmiðlar
greindu frá því í gær að afgönsk
farþegaflugvél á leið til Xinjiang-
héraðs í Kína hafi snúið aftur
til Afganistans vegna sprengju-
hótunar á flugvelli höfuðborgar-
innar, Urumqi. Vélin var á leið
frá Kabúl og var yfir Kyrgystan
þegar hún þurfti að snúa til baka,
en yfirvöld í Kyrgystan vilja ekki
meina að um neina sprengju-
hótun hafi verið að ræða, heldur
hafi kínversk yfirvöld ekki vilj-
að hleypa þeim inn í landið. Ekki
liggur fyrir hver ástæðan var, en
197 manns létust í uppreisn sem
átti sér stað vegna kynþáttamis-
réttis í Urumqi í síðasta mánuði.
Lugu til um sprengjuhótun:
Afgönum
vísað frá Kína
HESTAR Kynbótaknapinn Þórður Þorgeirsson hefur
verið rekinn úr landsliði íslenskra hestamanna
vegna agabrots. Þórður náðist á myndband ölvaður
og dansandi, meðal annars dansinn Macarena.
Þórður átti að sitja stóðhestinn Kjarna í yfirlits-
sýningu um helgina. Liðsstjórinn Einar Öder Magn-
ússon sagði í viðtali við Hestafréttir að brot Þórðar
hefði verið óafsakanlegt og hestamennskunni til
vansa.
Þórður hefur sagt að með brottrekstrinum hafi
verið brotið gróflega á honum. Hann hyggist ræða
við lögfræðinga og gefa síðan frá sér yfirlýsingu
síðar í vikunni. - sh
Landsliðsmaður festur á filmu ölvaður og dansandi Macarena:
Knapi rekinn úr landsliðinu
ÞÓRÐUR ÞORGEIRSSON
Segir að brotið hafi verið
á sér með brottrekstrin-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEISTU SVARIÐ?