Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 14
14 28. janúar 2005 FÖSTUDAGURMÁNUDAGUR 10. ágúst 2009 14 timamot@frettabladid.is „Það gekk ágætlega, alla vega betur en í fyrra,“ segir Ingólfur Eðvarðsson sem fyrr í sumar sótti Ólympíuleik- ana í stærðfræði og hlaut þar sérstaka viðurkenningu fyrir fullkomna og fal- lega lausn á dæmi en viðurkenningin er veitt þeim sem fá fullt hús stiga fyrir eitthvert dæmi. Ólympíuleikarnir voru þriðja stærð- fræðikeppnin á rúmu ári sem Ingólfur tekur þátt í og aðrir Ólympíuleikarn- ir. Þá sótti hann Eystrasaltsleikana í stærðfræði í fyrrahaust. Ingólfur seg- ist æfa mikið fyrir hvert mót og hefur hann í sumar setið við dæmin tíu tíma á dag. „Ég mætti upp í Háskóla á morgn- ana og reiknaði svo á fullu allan dag- inn.“ Ingólfur segir að munur sé á Íslandi og öðrum þjóðum í sambandi við stærð- fræðikennslu unglinga og almenna þjálfun fyrir stærðfræðikeppnir. „Ég held að þjálfunin á Íslandi sé öðruvísi miðað við aðrar þjóðir á þann hátt að í keppnunum reynir á dæmi sem er alveg sleppt í námsefninu í framhalds- skólum. Við þurfum því að kynna okkur efnið sjálf.“ Auk þess að nýta sumarið til stærð- fræðiæfinga segist Ingólfur hafa setið með stærðfræðidæmin í íslensku- og jarðfræðitímum í vetur. „Mér finnst ekki alveg jafn gaman í íslensku og jarðfræði eins og í stærðfræði,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður segist Ingólfur ekki hafa haft tíma fyrir mikið annað í sumar heldur en stærðfræðina. „Mér finnst þetta eiginlega miklu skemmtilegra heldur en að vinna á kassa í búð. Þegar maður kemst upp á lagið með stærð- fræðina verður hún furðu skemmtileg,“ upplýsir Ingólfur. En er hann þá ekki alltaf að reikna? „Ég held að þú ættir að spyrja einhverja aðra en mig að þessu. Ég segi náttúrlega nei en kannski segja einhverjir aðrir já. Ég reikna svolítið mikið en samt minna en fólk heldur,“ fullyrðir Ingólfur en kærasta hans var líka í ólympíuliðinu þótt Ingólfur segi þau sjaldan reikna saman. Ingólfur útskrifaðist úr Mennta- skólanum í Reykjavík í vor en fimm af sex keppendum Ólympíuleikanna komu þaðan. Hann hefur nú skráð sig í stærðfræði í Háskólanum í Reykja- vík. „MR er með laugardagsæfingar í stærðfræði. Það er örugglega helsta ástæðan fyrir því að MR nær svona mörgum inn,“ segir Ingólfur og bætir við að hann hafi mætt á allar æfing- arnar nema þá síðustu en þær eru á laugardagsmorgnum klukkan 10. „Við þekkjumst áður en við förum út og það er gaman að skella sér saman til út- landa.“ Hefur stærðfræðiáhuginn alltaf verið til staðar? „Nei, ég byrjaði ekki að hafa áhuga á stærðfræði fyrr en um miðjan tíunda bekk þegar ég vann stærðfræði- keppni Vesturlands,“ segir Ingólfur en kennari hans benti honum á keppnina. „Það kveikti í mér.“ martaf@frettabladid.is INGÓLFUR EÐVARÐSSON: VIÐURKENNING Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í STÆRÐFRÆÐI Með stærðfræði í jarðfræði REIKNAÐI Í ÍSLENSKU Ingólfur fékk áhuga á stærðfræði eftir sigur í stærðfræðikeppni Vestur- lands í tíunda bekk. MYND/ÚR EINKASAFNI HERBERT CLARK HOOVER FÆDD- IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1874. „Þegar okkur tekst að láta enda ná saman færir ein- hver endann.“ Herbert Clark Hoover var 31. forseti Bandaríkjanna. Hann var við völd frá árinu 1929 til 1933. Hoover var forseti þegar hrunið á Wall Street varð og í hápunkti kreppunn- ar á fjórða áratugnum. MERKISATBURÐIR 1779 Veðurathuganir Rasmus- ar Lievog hefjast. Hann skráir veðurfar á Álftanesi fjórum sinnum á hverj- um sólarhring frá 1779 til 1785. 1801 Landsyfirréttur tekur til starfa og fyrsti dómstjóri réttarins er Magnús Step- hensen. 1927 Stephan G. Stephansson skáld andast 73 ára. Hann flutti ungur vestur um haf og bjó lengi við Klettafjöll- in. 1930 Súlan fer í fyrsta sjúkra- flugið hér á landi. Flugvél- in fer frá Reykjavík, lendir á Meðalfellsvatni í Kjós og sækir veikan pilt. 1975 Guðlaug Þorsteinsdóttir, 14 ára, verður fyrsti kven- skákmeistari Norðurlanda. Fyrir sex árum fór fyrsta brúðkaupið fram úti í geimnum. Rússneski geimfarinn Yuri Ma- lenchenko var í geimn- um, 240 mílum fyrir ofan Nýja-Sjáland, á meðan brúður hans, bandaríski ríkisborgarinn, Ekater- ina „Kat“ Dmitriev, var í geimstöðinni í Houston í Texas. Athöfnin fór þannig fram að bandaríski geim- farinn, Edward Lu, annar meðlimur áhafnarinn- ar, var svaramaður. Hann spilaði einnig brúðar- marsinn á rafmagnshljómborð. Á jörðu niðri stóð fjölskylduvinurinn, Harry Noe, í sporum brúð- gumans þegar Kat og Yuri voru gift. Brúðurin og brúðguminn drógu hringa á fingur sér. Í veislunni á jörðu niðri voru pappamyndir í réttum hlutföllum af Malenchenko og Lu sem klæddir voru í geimbúningana með slaufur um hálsinn. Samband Yuris og Kat hófst árið 2002 þegar þau kynntust á skemmtistað í Hous- ton á svokölluðu Yuri Gagarin-kvöldi. Þau bjuggu saman þar til Yuri flaug til geimstöðvarinnar í apríl árið 2003. Þegar Yuri kom aftur til jarðar var haldin önnur athöfn í kirkju í Rússlandi. Hjónakornin fóru svo til Ástralíu í brúðkaupsferð. ÞETTA GERÐIST: 10. ÁGÚST 2003 Fyrsta geimbrúðkaupið AFMÆLI ÓLAFUR LAUFDAL veitinga- maður er 65 ára. SIV FRIÐ- LEIFSDÓTT- IR alþing- ismaður er 47 ára. ROSANNA ARQUETTE leikkona er fimmtug. ANTONIO BANDERAS leikari er 49 ára. Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Björgvin Leonardsson Völvufelli 29, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 15.00 þriðju- daginn 11. ágúst. Natasha Jefimova Dmitrij Devjatov Natalía Lea Georgsdóttir Ásta Hrönn Björgvinsdóttir Guðjón Steindórsson Jóhann Björgvinsson Ásthildur Sverrisdóttir Erla Björg B. Þorkelsson Halla B. Þorkelsson Sigurður G. Sigurðarson Emma Agneta Björgvinsdóttir afa- og langafabörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Ólafur Júlíusson Hávegi 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Sigrún Jónsdóttir Júlíus Ólafsson Lillian Óskarsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Sólveig Ólafsdóttir Oddbjörn Friðvinsson og barnabörn. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Hólmfríður Sigmunds Trönuhjalla 1, Kópavogi, andaðist fimmtudaginn 6. ágúst á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður E. Kristjánsson Sesselja Sigurðardóttir Halldór E. Sigurþórsson Einar Sigurðsson Ólöf Halldórsdóttir Margrét Sigurðardóttir Jón Ágúst Gunnlaugsson Hreindís Elva Sigurðardóttir Brynjólfur Tryggvi Árnason Sigmundur Sigurðsson Ewa Noren Kristján Sigurðsson Margrét Þorvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, Friðrik Pétursson fv. kennari, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 30. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir Ríkharður H. Friðriksson Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir Kristín Helga Ríkharðsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra er auð- sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu og ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Maríu Daníelsdóttur Furugerði 1, Reykjavík, áður til heimilis á Eskifirði, sem lést föstudaginn 17. júlí sl. og var jarðsungin föstu- daginn 24. júlí sl. Daníel Jónasson Ásdís Ólöf Jakobsdóttir Árni Jónasson Anna Britta Vilhjálmsdóttir Warén Örn Jónasson Helga Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri, er látinn. Dóra Guðrún Þorvarðardóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnlaugur M. Jónasson Hátúni, Skagafirði, sem lést föstudaginn 31. júlí á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Ragnar Gunnlaugsson Jón Gunnlaugsson Jónína Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.