Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 30
18 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
folk@frettabladid.is
> GAMAN MEÐ PITT
Leik- og söngkonan Juliette Lewis
segist hafa skemmt sér vel þegar
þau Brad Pitt áttu í ástarsam-
bandi í byrjun tíunda áratugar-
ins. „Þetta var yndislegur tími
í okkar lífi vegna þess að eng-
inn vissi hver við vorum,“ sagði
Lewis, sem gefur út sína þriðju
plötu í lok ágúst.
Söngkonan Rihanna ætlar að
stíga aftur á svið í septemb-
er í fyrsta sinn síðan fyrrver-
andi kærasti hennar, Chris
Brown, réðist á hana. Sex mán-
uðir eru liðnir frá árásinni og frá
þeim tíma hefur farið lítið fyrir
Rihönnu. Hún ætlar að syngja
lagið Run This Town í þætti Jays
Leno 14. september ásamt þeim
Kanye West og Jay-Z. Leikar-
inn Tom Cruise mun hugsanlega
verða á meðal gesta í þættinum.
Chris Brown játaði í júní að hafa
ráðist á Rihönnu og var hann
dæmdur í fimm ára skilorðs-
bundið fangelsi og til að starfa
í 180 daga við samfélagsþjónustu.
Rihanna
snýr aftur
Davíð Berndsen hefur gert
allt vitlaust með mynd-
bandinu við lagið hans,
Supertime. Myndin sýn-
ir ungmenni draga blóði
atað fólk úr bílflaki og
dansa með það, henda í það
blóðpokum og annað miður
geðslegt sést, við ofurhresst
lag Berndsens.
„Fólk elskar eða hatar þetta mynd-
band,“ segir Davíð. „Persónulega
hef ég fengið góð viðbrögð. Ég er
búinn að vera að drukkna í tölvu-
pósti eftir þetta, í gegnum myspace
og facebook og þetta dót. Mynd-
bandið var að koma á vefinn og
tæp 3000 manns eru búin að horfa
á það. Þetta stefnir í svaka „hitt“
enda ógeðslega flott myndband.“
Enn er ófyrirséð hvort sýning-
ar á myndbandinu verða leyfðar
í sjónvarpi, en frumsýning var á
myndbandinu í Íslandi í dag. „Það
verður spennandi.“ Þangað til er
hægt að skoða það á youtube.
„Ég er í sumarfríi úr vinnunni,
þannig að núna hefst vinna tvö. Við
ætlum að gefa þetta út vonandi í
september og svo ætlum við að fara
að spila á einhverjum tónleikum.
Við erum sex manns sem skipum
þessa hljómsveit. Þetta er ekki eins
og í gamla daga. Þá voru menn bara
í einni hljómsveit en núna eru allir
í einhverjum fimm hljómsveitum.
Það er svo erfitt að halda æfingu,“
segir Davíð og hlær. „Trommar-
inn, hann er í Retro Stefson, Gylfi,
svo er Jón Elísson, hann er á píanó
og er líka að spila með Árstíðum.
Hrafnkell Gauti er reyndar bara að
spila með mér og Ragnar Árni sem
spilar á saxófón en svo heitir hann
Friðfinnur Sigurðsson sem spilar á
bassa, en hann er í Sometime og er
að gera sitt eigið líka.“
Myndband er í undirbúningi
fyrir titillag plötunnar, Lover in
the Dark, en það var tekið í Sví-
þjóð. „Ég var að fá það sent, gróft
klippt. Ég ætla að spara það svolít-
ið, ætli það fari ekki í gang í enda
september. Það ætti að vera spenn-
andi að sjá.“
kolbrun@frettabladid.is
Myndbandið
elskað eða hatað
TÓNLISTIN ER VINNA TVÖ Berndsen einbeitir sér að plötunni í fríinu, auk þess að lesa
allan tölvupóstinn sem rignir inn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Leikkonan Anna Paquin,
sem fer með hlutverk
Sookie í þáttunum True
Blood, hefur opinberað trú-
lofun sína og mótleikarans,
Stephens Moyer, sem fer
með hlutverk vampírunnar
Bill í sömu þáttum. Anna,
sem hlaut Óskarinn aðeins
ellefu ára gömul fyrir leik
sinn í kvikmyndinni The
Piano, kynntist Stephen
við gerð þáttanna. Stephen,
sem er tólf árum eldri en
Anna, á tvö börn frá fyrra
hjónabandi en sumir vilja
meina að Anna hafi verið
ástæðan fyrir því að hjóna-
bandinu lauk.
Trúlofast vampíru
TRÚLOFUÐ Anna og Stephen leika nokkuð sérstakt par í þáttunum
True Blood. Þau hafa nú opinberað trúlofun sína.
Þrykkt og saumuð Heima
„Við erum að gera hana algjörlega sjálfir í hönd-
unum. Við erum að sauma á hana, þrykkja á hana,
klippa hana til og gera allt,“ segir Eilífur Örn Þrast-
arson, um plötu hans og Ólafs Páls Torfasonar,
Home. Saman eru þeir rappteymið O.N.E, Opee N
Eternal. „Við erum búnir að vera að vinna að þess-
ari plötu í einhver tvö ár. Þessi titill kemur af því
að það skildu leiðir, við fórum til útlanda, fórum að
gera okkar eigin hluti. Ég fór í hljóðnám í Amster-
dam og hann fór í viðskiptafræði, sem hann er að
klára núna. Svo, fyrir tveimur árum, komum við
báðir heim til landsins og í Vesturbæinn. Við byrj-
uðum að gera tónlist aftur því við fundum vinskap-
inn upp á nýtt. Við tókum hana upp heima, innblást-
urinn er þaðan.“
Seinasta plata O.N.E, One Day, kom út árið 2004
og vakti mikla lukku. Eilífur segir þá enn vera að
gera gamalt hiphop. „Nýja hiphop-ið er öðruvísi. það
er svolítið elektro, meira synþar og þetta, þetta er
meira gömul sömpl og mikið af „live“ hljóðfærum.
Við erum með píanóleikara, sellóleikara og kór í
einu laginu.“ Hann segir móttökurnar eftir hléið
góðar. „Fólk er ótrúlega ánægt með þetta og marg-
ir hafa áhuga á að kaupa þessi handgerðu eintök.
Það eru engin tvö eintök eins, þau eru öll með mis-
munandi saumum og spreyi. Ég er búinn að vera
heima hjá mér í asiton-vímu með grímu að sauma og
þrykkja, það er búið að vera svolítið athyglisvert, en
mjög gaman.“ Hann segir hundrað eintök tilbúin nú
þegar en platan er seld á gogoyoko.com og kemur í
verslanir í vikunni. - kbs
FÖNDRAÐ O.N.E-menn að föndra nýju plötuna, Home.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR