Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 10. ágúst 2009 23 Vodafonevöllur, áhorf.: 1257 Valur Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–9 (7–5) Varin skot Kjartan 2 – Hannes 4 Horn 5–9 Aukaspyrnur fengnar 11–11 Rangstöður 5–3 FRAM 4–5–1 Hannes Þór Halldórs. 6 Daði Guðmundsson 6 Auðun Helgason 6 Kristján Hauksson 6 Samuel Tillen 7 Paul McShane 6 (79., Heiðar Geir Júl. -) Jón Guðni Fjóluson 7 Almarr Ormarsson 7 (84., Guðm. Magnús.-) *Halldór H. Jónss. 8 Joseph Tillen 7 Hjálmar Þórarinsson 4 (89., Hlynur Atli Mag. -) *Maður leiksins VALUR 4–4–2 Kjartan Sturluson 5 Ian Jeffs 5 Reynir Leósson 6 Atli Sv. Þórarinsson 5 Bjarni Ólafur Eiríkss. 6 Matthías Guðmunds. 4 Sigurbjörn Hreiðars. 5 (59. Einar Marteins. 5) Baldur Aðalsteinsson 4 Arnar Gunnlaugsson 4 (70., Pétur Markan 5) Marel Baldvinsson 4 Helgi Sigurðsson 5 (65., Viktor Unnar 5) 1-0 Helgi Sigurðsson (56.), 1-1 Joseph Tillen (60.), 1-2 Almarr Ormarsson (69.) 1-2 Þóroddur Hjaltalín (8) FÓTBOLTI Bikarmeistarar Chelsea unnu í gær fyrsta titil tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 4-1 sigur á Englandsmeistur- um Manchester United í vítakeppni í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Leiknum sjálfum lauk með 2-2 jafntefli. Það má segja að þessi sigur Chelsea í vítakeppninni sé lítil og síðbúin hefnd fyrir tap liðsins fyrir Manchester United í víta- keppni úrslitaleiks Meistaradeild- arinnar í Mosku vorið 2008. Chel- sea-menn sýndu mikið öryggi í vítakeppninni og nýttu allar sínar fjórar spyrnur. Petr Cech varði síðan víti frá Ryan Giggs og Patr- ice Evra. „Þetta er sætur sigur. Það er mjög góð tilfinning að byrja tíma- bilið á sigri,“ sagði Chelsea-mað- urinn Frank Lampard sem skoraði bæði í leiknum og vítakeppninni. Manchester United þótti á sér brotið þegar Michael Ballack keyrði niður Patrice Evra og Chel- sea skoraði seinna mark sitt á meðan Frakkinn lá emjandi í gras- inu. Frank Lampard skoraði mark- ið en áður hafði Ricardo Carvalho jafnað metin. „Dómarinn sá greinilega brotið þegar Ballack fór með olnbogann í Evra. Ég er mjög vonsvikinn því dómarinn stoppaði leikinn tvisvar áður þegar hann hélt að um alvar- leg meiðsli væri að ræða. Þetta atvik kostaði okkur leikinn,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Frank Lampard var ekki á sama máli og Ferguson. „Menn ættu bara að skoða reglurnar. Það er dómarinn sem stoppar leikinn. Við héldum áfram og ég er viss um að United- mennirnir hefðu gert það sama,“ sagði Lampard. Nani kom Manchester United yfir strax á 10. mínútu og það leit út fyrir að markið umdeilda myndi tryggja Chelsea sigurinn þegar Wayne Rooney slapp í gegn og jafn- aði metin í uppbótartíma. - óój Chelsea vann fyrsta titilinn undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti þegar liðið vann Samfélagsskjöldinn í gær: Lítil hefnd hjá Chelsea fyrir Moskvu 2008 BYRJA Á TITLI John Terry og Frank Lamp- ard lyftu saman Samfélagsskildinum í leikslok í gær. NORDICPHOTOS/AFP FRJÁLSAR Það mátti sjá bros á and- litum margra ÍR-inga í Laugar- dalnum á laugardaginn þegar ÍR tryggði sér bikarmeistaratitilinn í frjálsum í fyrsta sinn frá árinu 1989. ÍR-liðið stöðvaði um leið fimmt- án ára sigurgöngu FH-inga sem höfðu unnið bikarmeistaratitilinn samfellt frá og með árinu 1994. FH-ingar urðu í 2. sæti nú en unnu þó karlakeppnina. ÍR vann kvennakepnina. Einar Daði Lárusson, fyrirliði ÍR, stóð sig frábærlega í bikar- keppninni og vann meðal annars þrjár einstaklingsgreinar. Hann var ánægður í mótslok. „Það gekk bara allt upp hjá okkur og ég get ekki verið ánægðari því þetta var drauma- helgi,“ sagði Einar Daði. „Við vorum orðin rosalega hungruð í þetta. Við tókum þetta á gleðinni og viljanum held ég,“ sagði Einar Daði. „Þetta var jafnt fyrirfram en við áttum bara betri helgi og tókum þetta. FH-ingarnir voru búnir að vinna þetta alltof oft í röð og það var kominn tími á þetta,” sagði Einar Daði. - óój ÍR stöðvaði sigurgöngu FH: Við vorum orðin rosalega hungruð BIKAR Í BREIÐHOLT Einar Daði Lárusson og Jóhanna Ingadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR GOLF Karlalið Golfklúbbs Kópa- vogs og Garðabæjar og kvenna- lið Golfklúbbs Keilis tryggðu sér sigur í Sveitakeppni Golfsam- bands Íslands í gær. GKG vann GR 3-2 í úrslitum karlakeppninn- ar sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri en Keilir vann GR 2-1 í úrslitum kvennakeppninnar sem fram fór á Garðavelli. Golfklúbbur Kópavogs og Garða- bæjar vann sveitakeppnina í annað sinn á þremur árum og í þriðja sinn alls. Kvennalið Golf- klúbbs Keilis vann sveitakeppn- ina annað árið í röð og í fimmta sinn á síðustu átta árum. - óój Sveitakeppnin í golfi: GKG og GK urðu meistarar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.