Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 6
6 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR Ganga á Nesjavalla- svæðinu ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 63 11 0 8/ 09 • Með notkun hitaveitu í stað olíu til húshitunar er losun mengandi efna í andrúmsloftið hverfandi lítil. www.or.is Þriðjudaginn 11. ágúst verður Fræðslustígurinn við Nesjavelli genginn að hluta. Gangan er u.þ.b. 7 km löng, tekur um tvær og hálfa klukkustund og er að hluta til upp brattar fjallshlíðar. Fræðst verður um náttúruna, jarðfræðina og hvernig orkan í Henglinum hefur verið beisluð. Gangan hefst kl. 19:30 við Nesjavallavirkjun. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Almar Sigurðsson. Upplýsingar um gönguleiðir á Hengilssvæðinu eru á vef OR, www.or.is/ganga. Eru dómar í fíkniefnamálum of þungir? JÁ 11,5% NEI 88,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú nýlegar aðgerðir Saving Iceland? Segðu þína skoðun á visir.is HÁTÍÐ „Það má segja að við séum búin að slá öll aðsóknarmet, en í gær höfðu yfir fimmtán þús- und manns sótt hátíðina heim,“ segir Dóróthea Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Handverkshátíðar- innar við Hrafnagilsskóla. Hátíð- in var haldin í sautjánda sinn í ár, en hún hófst á föstudag og lýkur í dag. „Það er varla auður blettur á tjaldstæðinu hérna og stemningin er svakalega góð, 20 stiga hiti og sól,“ útskýrir Dóróthea og segir öll störf í kringum hátíðina unnin í sjálfboðavinnu. Dagskráin undanfarna daga hefur verið fjölbreytt að vanda. Guðrún Ásgerður Steingrímsdótt- ir var valin handverkskona árs- ins 2009, en frá því á föstudag hafa verið daglegar tískusýning- ar, haldnir fyrirlestrar og nám- skeið, krambúð var opin og yfir eitt hundrað manns sýndu hand- verk sitt svo eitthvað sé nefnt. „Hönnunarsamkeppni um nýsköpun í ullarvörum var í tengslum við sýninguna og þá þótti okkur við hæfi að sýna rúning á ullinni. Við fengum því Birgi Ara- son rúningsmann til að sýna vél- rúning daglega og tvær konur í sveitinni hafa setið inni í réttinni til að sýna hvernig bandið verð- ur til úr ullinni,“ segir Dóróthea, ánægð með hátíðarhöldin. - ag Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla haldin í sautjánda sinn í blíðviðri: Fimmtán þúsund manns á handverkshátíð AÐSÓKNARMET Á HANDVERKSHÁTÍÐ Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla fór fram í sautjánda sinn um helgina við metaðsókn. NEYTENDUR Opnaður verður í dag nýr vefur, skiptibokamarkadur.is, þar sem nemendur á framhalds- og háskólastigi geta keypt og selt bækur milliliða- og kostnaðar- laust. Þar geta þeir sem vilja selja eða óska eftir bók skráð sig inn á síðuna og skráð viðkomandi bók í framhaldinu. Notkun á vefnum er algjörlega gjaldfrjáls en hann er fjármagnaður með auglýsinga- tekjum. Valur Þráinsson, stofnandi síð- unnar, segir að hann hafi fengið hugmyndina í upphafi háskóla- göngu sinnar. Valur er að ljúka námi í hagfræði við Háskóla Íslands. „Þegar krónan hrundi í kjölfar bankahrunsins ákvað ég að hrinda þessari hugmynd í fram- kvæmd þar sem ég sá fram á að verð á nýjum bókum kæmi til með að hækka umtalsvert auk þess sem neytendavitund almennings mundi breytast.“ Valur segir að hann hafi í framhaldinu keypt lénið skipti- bokamarkadur.is og ráðist í þetta verkefni. Valur fékk sér til aðstoðar Þór- hall Einisson hugbúnaðararkitekt og hafa þeir tveir starfað saman allt frá upphafi og verið í því að búa til síðuna á kvöldin og um helgar undanfarna mánuði með- fram vinnu og skóla. Aðspurður segir Valur líklegt að reynt verði að selja hugmynd- ina erlendis enda hafi hann ekki séð fullkomnari síðu þrátt fyrir umtalsverða leit. Valur segir að viðbrögð auglýs- enda hafi verið mjög góð auk þess sem nokkrir aðilar hafi óskað eftir frekara samstarfi. Hann stefnir á að bjóða þeim bóksölum sem hafa áhuga á því að hafa bækurnar sínar inni á vefnum að gera það. „Þá væri kominn skilvirkur markað- ur á netið þar sem nemar á Íslandi geta annaðhvort keypt bækurnar notaðar og verslað sín á milli eða keypt bókina af þeim bóksala sem byði upp á bestu kjörin.“ „Ég hef fulla trú á því að vefsíð- an verði til hagsbóta fyrir nemend- ur á Íslandi,“ segir Valur. Hann segir að í dag sé algengt að bóka- kostnaður háskólanema sé á bilinu 40 til 60 þúsund krónur á önn að því gefnu að bækurnar séu keypt- ar nýjar. Því getur það munað töluverðum fjármunum að kaupa notaðar bækur auk þess sem selj- endurnir fá eitthvað fyrir bækurn- ar sínar sem hefðu margar hverjar legið ónotaðar uppi í bókahillu. bta@frettabladid.is Vill stuðla að lægra verði á námsbókum Vefsíðan skiptibokamarkadur.is verður opnuð í dag. Síðan er hönnuð fyrir nem- endur á mennta- og háskólastigi þar sem þeir geta keypt og selt bækur sér að kostnaðarlausu. Stofnandi síðunnar stefnir að því að selja síðuna til útlanda. NÝR SKIPTIBÓKAMARKAÐUR OPNAÐUR Vefsíðan skiptibokamarkadur.is verður formlega opnuð í dag. Valur Þráinsson, stofnandi síðunnar, segir að vefsíðan sé notendum alfarið að kostnaðarlausu og er hún fjármögnuð með auglýsingatekjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍTALÍA, AP Níu manns létust síðastliðinn laugardag þegar þyrla og eins hreyfils flugvél rákust saman og féllu ofan í Hudson-fljótið í New York í Banda- ríkjunum. Slysið varð skömmu eftir hádegi, en að sögn sjónarvotta rakst hægri vængur flugvélarinn- ar í þyrluna með þeim afleiðingum að þær hröpuðu báðar í ána. Fimm lík hafa fundist og búið er að ná braki þyrlunnar upp úr ánni, og búið er að staðsetja flug- vélina á botni árinnar. Fimm ítalskir ferðamenn voru um borð í þyrlunni auk flugmanns, en tveir farþegar voru um borð í flugvélinni, var annar þeirra barn, og flugmaður. Flugmaður annarrar þyrlu sá flugvélina nálgast þyrluna og reyndi að vara flugmann þyrlunnar við. Ekkert svar barst hins vegar frá þyrlunni, en stuttu síðar rakst vængur flugvélarinnar utan í þyrluna. Bæði þyrlan og flugvélin féllu við það í ána. Í janúar var stórri farþegaþotu lent á Hudson- fljótinu eftir að vélin hafði misst afl í báðum hreyfl- um. Það þótti kraftaverki líkast að allir skyldu kom- ast lífs af úr slysinu. Slysið á laugardag var á nánast sama stað og nauðlendingin í janúar. - ag/þeb Þyrla og flugvél rákust á yfir Hudson-fljóti í New York í gær: Níu manns létust í New York HUDSON-FLJÓTIÐ Þyrlan var dregin upp úr ánni í gær og búið er að staðsetja flugvélina. Borgarstjóri New York-borgar lýsti slysinu sem svo að ómögulegt hefði verið að lifa það af. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.