Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 38
26 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. tuska, 6. ógrynni, 8. röð, 9. matjurt, 11. tveir eins, 12. klemma, 14. ávítur, 16. ólæti, 17. uppistaða, 18. æðri vera, 20. vörumerki, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. bogi, 4. planta, 5. kraftur, 7. fáskiptinn, 10. áþekk, 13. erfiði, 15. skrambi, 16. temja, 19. tveir eins. LAUSN „Ég er þvílíkt stolt. Hún lenti í meiðslum og var frá í þrjú ár þannig að henni seinkaði, en mér finnst bara frábært að hún hafi aldrei gefist upp og haldið áfram að berjast fyrir þessu takmarki, að komast í landsliðið. Hún er keppn- ismanneskja, gefur sig aldrei og ég held að hún eigi bara eftir að verða liðinu til sóma.“ Helga Kristjánsdóttir, móðir Kristínar Ýrar Bjarnadóttur sem hefur verið valin í A- landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn og verður eini nýliðinn fyrir lokakeppni EM í Finnlandi. LÁRÉTT: 2. rýja, 6. of, 8. róf, 9. kál, 11. ll, 12. klípa, 14. ákúra, 16. at, 17. lón, 18. guð, 20. ss, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. ýr, 4. jólarós, 5. afl, 7. fálátur, 10. lík, 13. púl, 15. ansi, 16. aga, 19. ðð. „Ég veit í raun ekki hvernig þetta bar að,“ segir Harpa Einarsdóttir sem er tilnefnd til norrænu CODE-verðlaunanna fyrir búningahönnun sína í tölvuleiknum EVE online. Harpa hóf störf hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem hún hefur hannað búninga fyrir hinn vinsæla tölvuleik EVE online, en hún starfar nú fyrir útibú fyrirtækisins í Atlanta. „Við létum prenta út eina stóra mynd af bún- ingi sem var sendur inn sem mitt innlegg í þessa keppni. Ég fékk svo allt í einu skilaboð frá vinn- unni um að ég væri tilnefnd til verðlaunanna, en þetta fór í gegnum íslensku skrifstofuna,“ útskýrir Harpa. CODE09 fer fram í Bella Center í Kaupmanna- höfn dagana 27. til 30. ágúst, en CODE stendur fyrir COpenhagen DEsign og er vattvangur fyrir nýstárlega norræna hönnun, hvort sem um ræðir húsgögn, lýsingu, textíl eða tæknibúnað. Verð- launahátíðin verður hluti af alþjóðlegri hönnunar- viku Danmerkur sem haldin er í fyrsta sinn í ár. Aðspurð segist Harpa því miður ekki geta verið viðstödd þegar verðlaunin verða afhent. „Mig lang- ar mikið að fara, en það er svo mikið að gera hjá mér í Atlanta. Í staðinn ætlar Friðrik Weishappel, vinur minn, að fara sem minn fulltrúi,“ segir Harpa og brosir. - ag Tilnefnd til CODE-verðlaunanna EFNILEG Harpa Einarsdóttir er tilnefnd til CODE-verðlaunanna fyrir búningahönnun sína í tölvuleiknum EVE online. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er hoppandi spennt! Þetta verð- ur örugglega ótrúlega gaman, enda hefur árið verið ansi viðburðaríkt og því af nægu að taka,“ segir leik- konan Anna Svava Knútsdóttir sem mun skrifa handritið að Áramóta- skaupinu í ár auk annarra. Þeir sem koma að handritsskrifunum ásamt Önnu Svövu eru Ari Eldjárn, Sævar Sigurgeirsson, Halldór Einarsson, Ottó Geir Borg og leikstjórinn sjálf- ur, Gunnar Björn Guðmundsson. Samkvæmt Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, gæti þó bæst í hóp höfunda ef þess þykir þurfa. Aðspurð segist Anna Svava ekki hafa verið sérstaklega dugleg við að fylgjast með fréttum það sem af er ári en telur að það komi ekki að sök. „Ég er hins vegar búin að liggja yfir gömlum Spaugstofuþáttum og eldri Skaupum í leit að innblæstri. Ætli ég muni ekki sjá um það sem við getum kallað dagsdaglega grínið og hinir höfundarnir um pólitísku brandar- ana, þeir eru allir miklir fréttafíkl- ar og skilja til dæmis IceSave-málið mun betur en ég.“ Anna Svava var í vor ráðin sem annar umsjónarmanna Stundar- innar okkar. Hún skrifar handritið ásamt Björgvini Franz og fer einn- ig með hlutverk í þáttunum. Spurð hvort mikill munur sé á því að skrifa handrit að Áramótskaupinu vinsæla og barnaefni segir hún svo ekki vera. „Við erum ekki búin að halda nema einn fund fyrir Skaup- ið en ég held að þetta verði ekki ósvipað og að skrifa fyrir Stundina okkar, þetta er bæði jafn krefjandi. Maður verður að höfða til allra ald- urshópa þegar maður semur Skaup- ið, þar með talið barn- a nna . Er þetta ekki líka eina kvöld- ið sem börnin fá að vaka fram eftir öllu og horfa á sjón- varp?“ - sm Sex manna hópur skrifar Skaupið í ár NÝTT FÓLK Anna Svava og Ari Eldjárn eru í sex manna hópi sem skrifar handrit skaupsins. Tískuviðburðurinn Iceland Fas- hion Week verður endurvakinn eftir þriggja ára hlé og verður haldinn hátíðlegur í haust í tengsl- um við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Kolbrún Aðalsteinsdóttir er stofnandi tískuvikunnar og segir hún að sér hafi þótt þörf á við- burði sem þessum hér á landi. „Það eru tískuvikur haldnar um allan heim og mér fannst þörf á því að Íslendingar fengju sína eigin tískuviku til að vekja athygli á landi og þjóð. Eftir að ég útskrifaðist frá Brautargengi, sem er námskeið fyrir konur með nýjar viðskiptahugmyndir, var ég komin með góða viðskiptaáætlun um hvernig ég gæti komið þessu öllu í framkvæmd.“ Fyrsta tískuvikan var haldin árið 2000 og hét þá Midnight Sun Fashion Festival en árið 2003 var ákveðið að breyta nafninu í Ice- land Fashion Week. „Við höfum reynt að tengja viðburðinn við íslenska náttúru og höfum meðal annars haldið sýningar uppi á Vatnajökli, í Vestmannaeyjum og við Landmannalaugar. Í ár ætlum við að halda þetta í tengsl- um við Ljósanótt, en það kemur til vegna þess að Keilir er okkar helsti styrktaraðili og þeir eru í miklu samstarfi við Reykjanes- bæ,“ segir Kolbrún. „Í ár munu níu klæðskeramennt- uð ungmenni taka þátt í tískuvik- unni. Það verður sér sýning til- einkuð þeim svo þau geti kynnt fólki hönnun sína, eftir sýning- una verður haldinn sérstakur flóa- markaður þar sem þau geta selt flíkurnar. Við höfum einnig boðið þeim erlendu hönnuðum sem hing- að koma til að selja sína hönnun og fara héðan með tómar töskur, en þau hafa ekki enn gefið endanlegt svar við því.“ Einhverjar óánægjuraddir hafa verið á lofti vegna ráðningar list- ræns stjórnanda hátíðarinnar, en fólki þykir skrítið að sá skuli hafa verið fenginn að utan. „Málið er að Iceland Fashion Week er að mestu leyti rekið með velvilja fólks þannig að þegar fólk býður vinnu sína fram að kostnaðarlausu þá segir maður ekki nei. Mikið af þessu fólki er að bjóða sig fram því það telur að það séu góð með- mæli að hafa komið að þessu,“ segir Kolbrún að lokum. sara@frettabladid.is KOLBRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR: ÞÖRF Á VIÐBURÐI SEM ÞESSUM Tískuvikan endurvakin AÐSTANDENDUR TÍSKUVIKUNNAR Kolbrún Aðalsteinsdóttir, lengst til hægri á mynd- inni, ásamt samstarfsfólki vinnur hörðum höndum við undirbúning tískuvikunnar FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÆFING SKAPAR MEISTARANN Fyrirsæturnar standa í ströngu þessa dagana við æfing- ar fyrir sýninguna. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Helgu Sigurðardóttur. 2 Friðriki Ómari Hjörleifssyni. 3 Menntaskólinn. Sjónvarpsstjarn- an Ragnhild- ur Steinunn Jónsdóttir er ekki þekkt fyrir það að sitja auðum hönd- um. Meðfram starfi sínu í Kastljósinu og öðrum þátt- um á RÚV hefur hún síðustu árin verið að fóta sig sem leik- kona. Eftirminnilegasta hlutverkið til þessa er vitanlega aðalhlutverk- ið í Astrópíu. Bíómyndunum á ferilsskrá Ragnhildar mun þó fjölga mikið á næstunni. Í næsta mánuði birtist hún í hrollvekjunni Reykja- vík Whale Watching Massacre og skömmu síðar er það barnamyndin hans Sveppa. Báðar eiga eflaust eftir að draga ófáa Íslendinga í kvikmyndahús. Þessa dagana er Ragnhildur svo að leika í Laxdælu Lárusar, nýrri mynd Ólafs Jóhann- essonar. Fréttablaðið hefur sagt frá liðssöfnun Einars Bárðarsonar fyrir útvarpsstöðina Kanann. Síðast kom fram að Jón Axel Ólafsson væri að íhuga endur- komu í útvarp en ár og dagur er síðan hann og Gunnlaugur Helgason mynduðu saman tvíeykið Tveir með öllu. Gulli Helga mun raunar einnig ætla að munstra sig á Kanann. Allt verður þetta svo voða heimilislegt því Kristín Ruth Jónsdóttir, dóttir áðurnefnds Jóns Axels, hefur gengið frá ráðn- ingu sinni á Kan- ann. Hún hefur, þrátt fyrir ungan aldur, heilm- ikla reynslu úr útvarpi – meðal annars úr Zúú- ber-þættinum á FM957. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.