Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 12
12 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Hvað eru slæmar fréttir?
Formaður rannsóknarnefndar Alþingis
um bankahrunið fékk talsverða
athygli í fréttum helgarinnar vegna
þeirra orða sinna að líklega hefði
engin nefnd nokkru sinni þurft að
færa þjóð sinni eins slæmar fréttir
og hún mun líklega gera í nóvember.
Einhverjir klóruðu sér þó í
kollinum yfir þessum orðum
og þótti innihald þeirra
heldur óljóst. Hvort teljast
til dæmis verri fréttir; að
nefndin reki hrunið til
stórfelldrar óráðsíu,
glæfra, glæpa og
siðleysis íslenskra
auðjöfra og stjórn-
málamanna, eða
frasakennt moð
um að engum sé sérstaklega um að
kenna, hér hafi bara samspil ýmissa
þátta komið okkur í illviðráðanlegar
aðstæður? Dæmi hver fyrir sig.
Toppa þau Svavar?
Miðað við ólguna sem Icesave-málið
hefur vakið í samfélaginu er víst að
mörgum finnst Páll Hreinsson og
félagar eflaust eiga ærið verkefni
fyrir höndum, ætli þeir að toppa
þær fréttir samninganefndar
Svavars Gestssonar að Íslendingar
hafi handsalað samkomu-
lag við Breta og
Hollendinga um
að greiða þeim á
sjöunda hundrað
milljarða króna á
næstu árum.
Hátíð umburðarlyndisins
Gay Pride-hátíðin í ár var með
allra glæsilegasta móti og það er
sannarlega gleðiefni að metfjöldi
hafi ákveðið að fagna fjölbreytileika
mannslífsins í miðbænum á laugar-
daginn. Það skaut hins vegar óneitan-
lega dálítið skökku við að heyra
annan kynninn á sviðinu við
Arnarhól lýsa eftir týndri stúlku
að ósk móður hennar, en brýna
jafnframt fyrir barninu að á leið-
inni að sviðinu mætti það alls
ekki tala við útlendinga.
Meðal áhorfenda heyrð-
ist hvíslað að það væri
kannski þörf á annarri
umburðarlyndishátíð.
stigur@frettabladid.is
Það er ekki aðeins á Íslandi sem umræður um Evrópusamband-
ið taka iðulega á sig sérkennilega
óskýrar myndir. Ein ástæðan fyrir
þessu er vafalítið sú að ekki er
óalgengt að menn hafi mjög mót-
sagnakennda afstöðu til fyrirbær-
isins. Þannig er furðu algengt að
einn og sami maður sé sannfærð-
ur um að ESB sé að verða risaveldi
sem ógnar því litla sjálfstæði sem
ríki álfunnar njóta og um leið er
hann viss um að sambandið virki
ekki og sé að hruni komið. Önnur
ástæða þess að umræða um mál-
efni álfunnar taka iðulega á sig
undarlegar myndir er sú að þrátt
fyrir áratuga samrunaferli er
umræðan um ESB gerólík frá einu
landi til annars. Umræðuefnin eru
hreinlega ekki þau sömu. Mál sem
eru til miðju í einu landi eru tæp-
ast nefnd í öðru. Í sumum tilvikum
er umræðan gerólík innan svæða í
Evrópu, ekki aðeins á milli þeirra.
Og svo bætist við að umræðu-
hefðin innan stjórnkerfis ESB og
á milli aðildarlanda þess er með
þeim hætti að gera alla hluti sem
flóknasta. Einhver kallaði það
„Brusselaðferðina“ við úrlausn
deilumála að forðast kjarna máls-
ins í lengstu lög, svona rétt eins og
á Íslandi. Við gætum slegið í gegn
í Brussel.
Sjálfur hef ég verið stuðnings-
maður aðildar Íslands að Evrópu-
sambandinu í 33 ár. Ég skrifaði
mína fyrstu blaðagrein um þetta
ekki löngu eftir stúdentspróf og
þrátt fyrir mörg tilefni og nokk-
urt dálæti á því að skipta um skoð-
un hefur mér aldrei tekist að losna
við þessa sannfæringu. ESB er stór-
gallað eins og önnur mannanna verk
en það er hins vegar heimssögulegt
fyrirbæri sem hefur haft djúpstæð
áhrif á samvinnu manna utan þess
og innan. Áhrifin eru meiri og víð-
tækari en flestir virðast telja en
þversögnin er sú að ESB er líka
fjær því að vera risaveldi en and-
stæðingar þess virðast álíta. Þarna
kemur til munurinn á valdi, áhrif-
um, viðmiðum og gildum.
Frá degi til dags eru fréttirnar oft
lítið uppörvandi fyrir einlæga Evr-
ópusinna. Nýjasta tilefni velvildar-
manna ESB til að örvænta um sam-
bandið er umræðan sem nú á sér
stað víða um álfuna um sameigin-
lega utanríkisstefnu sambandsins
og tvö ný embætti sem Lissabon-
sáttmálinn gerir ráð fyrir. Þetta
eru embætti eins konar utanríkis-
ráðherra ESB og eins konar forseta
leiðtogaráðs sambandsins. Fram til
þessa hefur umræðan öðru fremur
snúist um hvort Tony Blair verði
fyrsti eins konar forseti ESB. Blair
er einhver umdeildasti stjórnmála-
maður Evrópu og fráleitur fram-
bjóðandi til starfsins nema fyrir
tengsl sín í Washington. Þetta er
þó ekki það undarlegasta við þessa
umræðu. Það sem er öllu alvarlegra
við hana er að fátt liggur fyrir um
völd og áhrif þessara nýju embætta
og nánast ekkert um hvernig koma
eigi í veg fyrir að þau séu sífellt að
þvælast hvort fyrir öðru. Sáttmál-
inn er eins og uppskrift að endalaus-
um núningi og átökum á milli emb-
ætta sem eiga að vinna að því að
samræma stefnu nær þrjátíu ríkja
í ólíkustu greinum alþjóðamála.
Núverandi kerfi þar sem ríkin
skiptast á um forustu hefur marga
stóra galla en það hefur líka kosti,
sérstaklega fyrir minni ríki sem
oftast leggja mikið á sig til að ná
árangri og gera það yfirleitt með
því að þétta samstarfsnet sín innan
og utan Evrópu.
Þessi umræða hefur heldur
ekki leitt til merkilegra skoðana-
skipta um stöðu Evrópu í heimin-
um. Sá hluti hennar virðist raunar
einna fjarlægastur veruleikanum.
Hlutfallslegur herstyrkur Evrópu
minnkar ört þessi árin. Í Asíu er
hafið vígbúnaðarkapphlaup sem
mun, svo dæmi sé tekið, fljótlega
gera indverska flotann öflugri en
þann breska að ekki sé talað um
mun meiri og ört vaxandi her-
styrk Kína og viðbrögð Japana við
honum. Um leið er Evrópa hins
vegar risaveldi þegar kemur að
áhrifum á hundrað ólíka hluti sem
snerta kjör og aðstæður jarðarbúa
og þeir láta sig miklu varða. Um
það er minna talað en hernaðarmátt
sem er veikari en menn vilja yfir-
leitt viðurkenna, gamalt og úrelt
atkvæðavægi í alþjóðastofnunum,
ýmis konar táknmyndir valds sem
eitt sinn var og nýja uppdrætti
að heimsskipan sem verða úreltir
hraðar en evrópskir stjórnmála-
menn ná að ræða þá. Eins konar
forseti er ekki aðeins óþarfur held-
ur býr slíkt embætti til ímynd þess
sem margir óttast í Evrópu, sam-
þjöppun valds. Evrópusambandið
er valdalítið en áhrifamikið risa-
veldi og þannig á það að vera hvort
sem menn líta þar inn fyrir dyr eða
á stöðu þess í heiminum.
Stundum erfið ást
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
Í DAG | Ísland og ESB
Uppgjöf Fréttablaðsins
UMRÆÐAN
Ögmundur Jónasson skrifar
um Icesave-samningana
Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugar-
dag. Uppgjafartónn í leiðara, og
litlu betri var Þorsteinn Páls-
son, fyrrverandi ritstjóri Frétta-
blaðsins, sem virðist helst sjá það
aðfinnsluvert í íslenskum stjórn-
málum að ríkisstjórnin skuli
„sitja uppi“ með „andóf og tafleiki“ af hálfu nokk-
urra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-mál-
inu. Þar er m.a. átt við undirritaðan.
Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn „Það
er búið sem búið er“. Þar er viðkvæðið svipað og
hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því sleg-
ið fram að „hver dagur“ sé dýr sem líði án þess að
gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum.
Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna
þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér
innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En
hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve
mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þor-
steinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að
þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2
milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með
að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í
nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til
vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuð-
áherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirn-
ar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að
fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni
umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands.
En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka
augunum; segja að við séum búin að fyrirgera
öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á
AGS.
Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í
ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir
að undirgangast hana án þess að gera minnstu til-
raun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda
til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í fram-
tíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að
hafa styrk til að endurmeta stöðuna – svo lengi sem
það er hægt.
Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða
vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við
Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipun-
in kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir
júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar
um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborg-
arsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr
þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave
yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur
dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hug-
rekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda
okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er.
Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna
við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu
sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag.
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
Þ
eir fáu menn sem héldu um flesta þræði íslensks við-
skiptalífs þar til það hrundi með látum haustið 2008
virðast enn standa í þeirri trú að þeir hafi ekki gert
neitt rangt. Þvert á móti virðast þeir trúa að þeir hafi
gert allt rétt. Einhverju öðru sé um að kenna hvernig
fór. Vinsælast er að kenna Seðlabankanum og alþjóðlegri efna-
hagslægð um ófarirnar.
Til að komast að slíkri niðurstöðu í einlægni hljóta menn að
þurfa að búa yfir alveg sérstakri tegund af sjálfsblekkingu. En
líklegra er að viðkomandi viti betur en eigi erfitt með að viður-
kenna mistök sín fyrir sjálfum sér og öðrum.
Ekki stendur steinn yfir steini í banka- og fjármálakerfinu. Þar
sem tilteknir menn fóru um er nú sviðin jörð. Samt segja þeir
sjálfir að þeim hafi gengið gott eitt til og verið bara alveg ótrúlega
flottir og klárir.
Á Viðskiptaþingi árið 2000 gagnrýndi Sigurður Gísli Pálmason,
sem þá var forstjóri Hagkaupa, nýja siði í viðskiptalífinu. „Í mínu
ungdæmi þótti góð búmennska að hafa borð fyrir báru. Ég sef ekki
rólegur á nóttunni, ef skuldir hlaðast upp án þess að tekjur og
eignir aukist hraðar á móti,“ sagði Sigurður. Hann bjó að ráðdeild
föður síns, Pálma Jónssonar.
Nýja módelið var öðru vísi. Samkvæmt því var best að skulda
sem mest. Allt var keypt fyrir lánsfé. Meira að segja menn sem
áttu peninga tóku heldur lán til fjárfestinga en að nota aurinn
sinn.
Og allt þurfti að stækka. Án sérstakrar innstæðu fyrir vexti
voru fyrirtæki belgd út. Þau voru stækkuð stækkunarinnar vegna.
Velgengni var mæld í magni en ekki gæðum.
Ekkert var látið í friði. Allt var verðmerkt. Hús var ekki lengur
hús heldur hagnaðartækifæri. Það mátti kaupa, rífa, byggja nýtt
og selja aftur.
Vart þarf að taka fram að í gerviheiminum sem þessir menn
sköpuðu utan um viðskiptalífið voru þeir sem ekki gengu í sama
takti látnir fara. Ekki var þörf fyrir aðferðirnar sem þeir Pálmi og
Sigurður Gísli beittu í sínum rekstri og þóttu boðlegar lengi vel.
En nú er hugmyndafræði þessara manna gjaldþrota – alveg eins
og fyrirtækin sem þeir stýrðu. Eftir situr íslenskur almenningur
með ótrúlegar skuldir og í nagandi óvissu um framtíðina. Sökum
viðskiptahátta fárra munu lífsgæði heillar þjóðar skerðast. Skóla-
starf verður ekki jafn gott og áður, heilbrigðiskerfið verður verra
og svo má áfram telja. Þar sem ekki verður stöðnun verður aftur-
för. Engin framþróun verður á næstu árum.
Það er síðra að þeir sem héldu um stjórntauma í bönkunum
og fjárfestingarfélögunum gangist ekki við að eiga sök á þessu
ástandi en svo verður bara að vera. Þeim er jú frjálst að hafa
sínar skoðanir og þyki þeim gott að benda á Davíð og Bandaríkin
þá þeir um það.
Jörð er sviðin eftir útþenslustefnu viðskiptanna:
Þeir telja sig enn
hafa verið klára
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
Allt var keypt fyrir lánsfé. Meira að segja menn sem
áttu peninga tóku heldur lán til fjárfestinga en að
nota aurinn sinn.