Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur 5.03 13.33 22.00 4.35 13.18 21.58 Í dag er sunnudagurinn 10. ágúst 2009, 222. dagur ársins. H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.is KING KOILAmerískt heilsurúm(Queen size 153x203)FRÁ kr. 99.850 25-70% AFSLÁTTUR! HEIL SUKO DDAR 30% AFSL ÁTTU R! SVEF NSÓ FAR 25- 30% AFS LÁT TUR ! SÆNGURFATN AÐUR 30% AFSLÁT TUR! Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármála- hneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki. Hin dásamlega sumar- blíða ýtti undir draumsýn um ynd- islega daga í notalegu tjaldi við lít- inn hjalandi læk með fuglasöng og landnámskjarri. Börnin berfætt að vaða í sólarblíðunni og við hjónin með spriklandi bleikju á stöng. SEM hljómar út af fyrir sig mjög rómantískt, einkum fyrir þann sem hefur aðallega séð sveit- ina í sjónvarpi. Raunveruleik- inn er töluvert harðneskulegri. Tjaldútilega þýðir til dæmis helj- arinnar undirbúning þar sem ekkert má klikka. Eftir óstjórn- lega langdregið bras er bíllinn loks pakkaður upp í þak af öllu því sem mögulega gæti komið í góðar þarfir. Fyrir utan það sem er alveg glatað að gleyma eins og vasahníf, nesti og eldspýtum rekur öryggisþörfin roskið og ráðsett fólk til að hrifsa aukreitis með nauðsynjar á borð við inni- skó, míkadó og hárblásara. Sem gæti komið sér vel við ýtrustu aðstæður. Auk þess hefur sama fólkið vanist alls kyns þægind- um eins og þaki, rúmi og sæng og jafnframt losað sig við sveigj- anleikann gagnvart umtalsverð- um breytingum. Að potast við tjaldstög og vindsængurblástur í fjórum gráðum og norðanstrekk- ingi er aðallega skemmtilegt í minningunni. Sjálfskipuð útlegð í svefnpoka sem endurtekur sig árlega er óskiljanleg óþæginda- þörf og verðugt rannsóknarefni í sjálfu sér. EINKATJALDSTÆÐI við lítinn hjalandi læk með fuglasöng og landnámskjarri er auk þess mjög langt í burtu og hinn kosturinn er skipulagt fjölskyldusvæði með hávaðasömu fjölmenni og stöðl- uðum rólóvelli fyrir börnin. Svo strax á degi tvö hljómaði bænda- gisting í afskekktum dal eink- ar freistandi. Þar má til dæmis finna uppbúin rúm, vatnssalerni og jafnvel rafmagnslýsingu. Og út við ysta haf beið reyndar upphitað smáhýsi, blessunarlega laust við alla staðla. Staðarhaldari lagði þó óvænt og strangt bann við hunda- haldi sem var smámunasemi í töluverðri þversögn við stálpaða heimalningana sem héldu til í dag- stofunni á bænum. Tillögu minni um að dulbúa hundinn í kápu og sjal og lauma honum inn í húsið var hafnað, fólkið mitt skortir átakanlega allan brotavilja. Hinn harði veruleiki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.