Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Side 4

Samvinnan - 01.06.1948, Side 4
sjóblautan kornmat og hakka liann hálf-hráan úr pottunum með skeljtnn, spýtum og hverju, sem fyriv verðut. Þessa daga kom iilaðatli inn á Akur- eyri af ýmsum fiski, og varð þá, sem oR áður og síðar, að þessi fagra gullkista, Eyjafjörður, bjargaði fólkinu þar. 'Verzlanirnar voru þess ekki megnugar. Þjóðhátíðarárið 1874 var einn 'hafðasti vetur aldarinnar, og síðan kom Dyngjufjallagos 1875 og liarði veturinn 1880—1881, sem gönilum mönnum er minnisstæður enn þann dag í dag. EFTIR AD verzlunin var gefin frjáls 1854, fór lutn smátt og smátt að komast á innlendar hendur. Þó höfðu selstöðuverzlanirnar undirtökin og flestar það markmið að græða sem mest fé fyrir eigendurna. Landsfólkið fannst þeim vera sín eign og sjálfsagt að rýja jiað árlega eins og sauðkind- urnar. Hinu skeyttu þær ekki, þó jjær gerðu hina fátækn fátækari og byrjuðu að grafa sína eigin gröf. Um 1870 er þolinmæði fólksins á þrotum. Hafði hin stjórnarfarslega og verzlunarlega kúgun, ásamt illu ár- ferði, lamað svo trú fólksins á, að líf- vænlegt yrði í landinu, að það fór að flytja í stórhópum til Ameríku, og héldUiþýir flutningar áfram fram um aldamót. Ameríkuferðirnar höfðu geysimikil áhrif ög það miklu meiri en menn al- mennt gerá sér grein fyrir. Þær áttu sinn þátt í þeim stórstígu breytingum á hugsunarhætti og framtaki lands- manna, er hófust eftir þjóðhátíðarárið 1874. Jakob Hálfdánarson hafði verið, ásamt, Einari í Nesi, einn helztur for- ustumanna um vesturfarir og hugðist sjálfur áð flytja vestur. En forlögin höguðu |)ví svo til, að hann varð fyrsti brautryðjandi þeirra félagssamtaka, er unnu það á» að í staðinn fyrir áfram- haldandi landnám í Ameríku hófst nýtt landnám í sveitum landsins. VID HÖFUM á þessari hraðferð okkar litið yfir j)essa gömlu daga og séð, að þeir eru eins og úrillur út- synningsdagur í skammdeginu með einstfiku sólbrosi milli hryðjanna. Þessi sólbros eru hin jnautseiga frelsis- þrá þjóðarinnar og vaxandi kjarkur til að sigrast á öllurn etfiðleikum, og að hún álltaf sá ltilla undir óskaland franttíðarinnar. Upp úr þessum jarðvegi spruttu kaupfélögin. Það er ekki tími til að telja fram allar þær umbætur, sem fyr- ir þeirra áhrif hafa orðið, ýmist beint eða óbeint, á þessum 66 árum, sem lið- in eru síðan fyrsta telagið, Kaupfélag Þingeyinga, varð fyrst tií jtess að fá gufuskip til að sigla um hávetur til norðurlandsins, og héldust Jtær ferðir eltir ])að. Það byrjaði einnig strax að beita sér fyrir vöruvöndun fram- leiðsluvara landbúnaðarins, að afla markaða fyrir þær og gjalda Jtær með sannvirði. Samvinnufélögunt I jölgaði smátt og smátt. Framan af voru rnörg þeirra rekin sem pöntunarfélög, síðan koma rjómabúin, sláturfélögin, og búnaðar- félögin má telja grein af sama stofni, enda hefur einatt verið náið samband milli jx'irra og samvinnu.félaganna, líka sömu menn að verki. Þau hafa lifað barndómsárin og átt við að stríða nokkra barnasjúkdóma, sem ekki hafa lamandi áhrif til lang- frama. Sambandið var stofnað 1902 til Jress að efla samvinnu einstakra félaga og nota á þann hátt samtakamáttinn, er félögin kæmu fram sem ein heild. Það fór liægt af stað. En 1915, þegar Hall- grímur Kristinsson gerðist forustu- maður jjess, færðist það fljótt í auk- ana, og síðan hafa félögin falið því ný og ný verkefni, eftir ])ví sem efni hafa staðið til, og er ])að nú lang sterkustu félagasamtök, sem nokkurn tíma hafa verið á Islandi. Alla tíð síðan sýnt var, að samvinnu- félögin byggju yfir lífsafli og mundu komast úr vöggunni, hafa keppinautar þeirra haldið uppi áróðri gegn þeim, og það munu þeir gera framvegis eftir beztu getu. Mun ég ekki fjölyrða um J)að efni, en aðeins benda á, hvað rök þeirra eru fátækleg og óskiljanleg mönnum með sjálfstæða dómgreind. Eins og til dæmis einokunargrýlan. Meðlimir samvinnufélaganna og Sambandsins eru sjálfir eigendur þess- ara fyrirtækja. Þeir hafa allir jafnan atkvæðisrétt og því sömti áhrifaað- stoðu um stjórn ])eirra og fyrirkomu- lag, gagnstætt hlutafélögunum, þar sem atkvæðamagn og áhrifavald hvers einstaklings fer eftir eign hans í fyrir- tækinu. A það nokkuð skylt við einokun, j)ó maður kaupi J)arfir sínar hjá sinni eig- in verzlun eða selji framleiðslu sína beint til neytenda? Vissulega ekki. Frostaveturinn 1918 hefðu endur- tekizt ummæli Sveins Þórarinssonar, sem eg áður vitnaði til, ef samvinnu- félögin hefðu ekki verið viðbúin að mæta háskanum og verið búin að leggja selstöðuverzlanirnar að velli. NÚ ER DEÍLT um skiptingu gjald- eyrisins. Skipting hans getur und- ir engum kringumstæðum orðið samn- ingsatriði milli pólitískra flokka, nema réttlætið sé þverbrotið, og að ])eir, sem með völdin fara álíti, að þeir eigi fólk- ið í landinu, en fólkið ekki J)á. \7innan skapar gjaldeyrinn og ekk- ert annað en vinnan. Og gjaldeyririnn er sameign þjóðarinnar. Þarfir manna fyrir föt, fæði og lnisnæði eru í aðal- atriðum þær sömu. Skömmtunaryfirvöldin gefa öllum jafnháa ávísun upp á föt og fæði, sem flytja þarf frá útlöndum. Er nokkurt réttlæti í því, að menn fari frekar að greiða öðrum aðila en sjálfum sér — J)að er sínu félagi — þóknun fyrir út- vegun þessara nauðsynja? Sama gildir auðvitað um allar aðrar vörur. Eigi gömul íhaldssjónarmið frá 19. öld að gilda í þessum efnum, rná búast við, að bergmálið frá })jóðfundinum endur- ómi með tvöföldum krafti. FÁ G HEF getið fárra af brautryðjend- j um samvinnufélaganna. Flestir hinna elztu eru fallnir í valinn. Þeir voru fátækir menn, og á við um })á er- indið: „Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga. Siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar“. En þeir voru einnig ríkir rnenn, ríkir af réttlætiskennd og eldlegum áhuga fyrir því að jafna kjör manna og með samhjálp og samvinnu að gera J)jóðina fjárhagslega og andlega frjálsa. Þeir voru landnámsmenn í félagsmál- um þjóðarinnar. Þeir voru „traustir hornsteinar" og „kjörviðir í kili“. Eg hef þá trú, að sams konar efniviður sé enn fyrir hendi og þeirri byggingu, (Framhald á bls. 25) 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.