Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Síða 5

Samvinnan - 01.06.1948, Síða 5
Austan frá GANGESFLJÓTI i RJÓÐUÐUM HEIMI blóðs og báls vann Mahatma Gandi sitt æviverk, án þess að bletta sinn hvíta kirtil. Hann valdi sér það mikla hlutverk að verða stjórnmálaleiðtogi sinnar 400 milljóna þjóðar. Leiðtogi hennar frá undirokuðu nýlenduríki til sjálfstæðs þjóðveldis. En jafnframt því að vera stjórnmálaleiðtogi einnar stærstu þjóð- ar heimsins á banvænni róstuöld, var liann og friðarhöfðingi síns tíma og mun í sögunni verða ein glæstasta sigurhetja mannkynsins. Styrkur hans fólst ekki í herkænsku eða vígbúnum liðsafla, heldur í friðsömum en mátt- ugum báráttukjarki, óhagganlegu sið- ferðisþreki og skarpri og sannfærandi réttarvitund. Þessa liins sama krafðist hann og af sinni þjóð, og það hið sama framkall- aði hann hjá þeim, er hann átti lengst við að stríða. Hinn friðsami og bróðurlegi skiln- aður Indlands og Englands, þegar Ind- land varð sjálfstætt, að vilja brezkra stjórnarvalda og þá ekki síður brezks almennings, var fagurlegur vitnisburð- ur um liina sönnu stjórnvizku Ma- hatma Gandi. Og mikilvægi þeirrar stjórnvizku, hinnar vakandi réttarvit- undar og hins friðsama en óbifanlega baráttukjarks og siðferðisþreks, vakti ekki minni athygli fyrir það, að henn- ar hvíti sigurfáni var dreginn að hún, samtímis því, sem milljónir engdust í val hins vígólma vopnavalds. Mahatma Gandi var leiðtogi 400 milljóna-þjóðar, þar sem stéttaskipting er mikil og eignamisræmi er mikið. Maliatma Gandi er nú genginn fyr- ir örlagastapann mikla og aska líkama hans sameinuð hinum heilögu fljótum landsins. En meðal milljónanna, sem lifa í landi þeirra helgu fljóta, er unn- ið þögult starf í anda liins liðna for- ingja. Þar er unnið af einbeitni, með sjálfshjálp og í samhjálp, að uppbygg- ingu framtíðar- og friðarríkis.samvinn-, unnar. Hér ler á eftir stutt frásögn af því starfi milljónanna, senr þurfa að eign- ast og þrá að fá réttlátari og betri heim — og eru að byggja hann upp. Ungur, indverskur hagfræðingur og háskóla- kennari, og jafnframt samvinnumað- ur, sem nú dvelur víð nám í Englandi, S. Muzuffa Husain að nafni, hefur skrifað hana fyrir samvinnutímaritið okkar Islendinga. H ún gefur okkur ofurlitla hugmynd um lífið og baráttuna austur þár, og jafnframt sýnir hún okkur ljóslega, hve óskir mannanna og vonir eru alls staðar þær sörnu, og eins möguleikar þeirra lil þess að sigrast d erfiðleik- unum, lrvort sem þeir lifa í skugga blaktandi pálma eða skjóli blikandi jökla. AMVINNAN í Indlandi er ekki lengur hugsjónin ein, heldur veruleiki fjölþættra, vaxandi fram- kvæmda. Ef \ ið tökum til athugunar stærð- ina á Iandinu, hina geysilegu víðáttu sveitahéraðanna og þann feikilega mannfjölda, sem þar býr, sjáum við þó, að samvinnuhreyfingin er ekki komin enn á hátt stig í sveitunum. Indland er mjög mikið landbún- aðarland. Iðnaðurinn er staðbundinn og takmarkaður, og í miklum minni- hluta sem atvinnuvegur. Ræktunar- aðferðir bændanna eru ennþá fremur frumstæðar, og vélanotkun ekki langt á veg kornin. Stærð hverrar jarðar nær ekki þrernur ekrum lands, og vfirleitt eru jarðirnar óafgirtar. Sáðlandið er vökv- að, bæði frá opnum vatnsskurðum og sérstökum vatnsgeymum. Hitinn er mikill í landinu, svo upp- skeran og afkoma jarðyrkjunnar er nijög undir því komin, að mikið rigni, eða akrarnir fái vökva. Rekstur og afkoma landbúnaðarins er eitthvert allra þýðingarmesta atriði indversks þjóðarbúskapar. >, Yfirleitt eru tekjur bændanna litlar, og reynist það oft svo, að útgjöldin verða meiri, og verða þeir þá að taka péningalán, sent hjá ófeilnum lánar- drottnum eru oft með hneykslanlega hörðum kjörum og fjötrar bændurna í óleysanlegar skuldaviðjar. Samvinnuhreyfingin í Indlandi keppir m. a. að því, að ráða bót á þessu erfiða viðfangsefni. Lánafélög og bankar hafa verið stofnuð af sam- vinnumönnum, sem þegar hafa unnið mikið á, til þess að aflétta þessurn ókjörum. Samhliða lánsstofnunum liafa kaup- félög verið sett á stofn, er leitast við að sjá bændunum fyrir fræjum og út- sæði, búpeningi og öðrum landbún- aðarnauðsynjum. Sala jarðargróða og annarra búsafurða gengur nú æ meir gegnum kaupfélögin beint til neytend- anna, í stað millum manna, er juku framleiðsluverðið sér einum til gróða. Samvinnusamtök neytenda erufrem- ur \eik ennþá. I ýmsum héruðum landsins hafa þó verið settar upp sölu- búðir, en þær eru þó ekki síður til- orðnar að frumkvæði bændanna til sölu á kryddvörum og annarri jarð- yrkjuframleiðslu. 1945 voru 11 samvinnubankar í hin- um ýmsu héruðum, er allir voru í sam- bandi við einn aðalbanka. En lána- lelögin voru 590 að tölu. Útlán hér- aðabankanna 1945 voru yfir 5 millj. (Framliald d bls. 23) 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.