Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Page 8

Samvinnan - 01.06.1948, Page 8
á leigu liluta a£ eyðimerkurlandi sínu, þar sem ol/usvæðin eru. Árið 1937 sameinaðist „Standard Oil Co. o£ Cali- fornia ', „Texaco“ og var rnyndað fé- lagið „Arabian American Oil Co.“. í desember 1946 gerðu Ameríkumenn og Englendingar með sér samkomulag um olíu', sem vakti mikla athygli, og er Ameríkumönnum þar heimilað að kaupa inikið magn hráolíu af „Anglo Iranian“. Með samkomulagi þessu fannst Frökkum þeir vera settir hjá og töldu, að ráðstöfun þessi færi i bág við samkomulagið frá 1928. Með samning- unum 1946 hófst náin samvinna milli Breta og Bandaríkjamanna um olíu- vinnslu, og miklar olítileiðslur voru lagðar frá olíusvæðunum til Miðjarð- arhafsins. Þremur mánuðum síðar (marz í fyrra) gerði „Arabian Ameri- can Oil Co.“ samning um byggingu 1600 km. langrar olíuleiðslu frá Persa- flóa til Miðjarðarhafs. Verður þetta ein af mestu og dýrustu olíuleiðslum, sem sögur fara al’, og er áætlað að mannvirkið muni kosta meir en 500 millj. króna. Ameríska öldin hefur haldið innreið sína á austurhelming jarðar. Og Saudi-Arabía er farin að fylgjast með. Meira en 255000 km. langar bif- reiðaslóðir liggja nú um hinar þurru eyðimerkur og hrjóstugu tjöll. Píla- grímar á leið tilMekkáogMedínaferð- ast í stórum langferðabifreiðum. Milli allra stærstu vinja er nú hægt að fara í bifreið á einum clegi, og hin 1000 km. langa úlfaldaleið milli Persaflóa og Rauðaliafs (sem liöfundur greinar þessarar var heil t ár að fara á úlföldum árið 1934) er nú farin með bifreiðum í stað úlfalda. Erlendar flugvélar koma við í Saudi-Arabíu við Rauðahafið og á ströndum Persaflóans. I Djedda í Hedjaz liafa fjögur brezk flugfélög við- komu vikulega. Og nýlega hefur Ibn Saucl látið gera flugböfn skammt frá höfuðborg sinni Riads. Riads er rammlega víggirt. Alitt í eyðimörkinni gnæfir hún með útvarpsstöngum sín- um, döðlupálmum og virkismúrum. Og ennþá ber Masmak-virkið menjar eftir orrustuna, þegar hinn ungi Ibn Saud gerði áhlaup á virkið með örfá- um eyðimerkurriddurum árið 1901, drap landstjórann og kallaði Bedúína eyðimerkurinnar undir merki sitt. Þetta áhlaup varð upphafið að velcli lians. Ibn Saud hefur aðsetur sitt í kon- ungshÖllinni og stjórnar þaðan eyði- merkurríki sínu, þar hefur hann um si<>' hið fræs>a lífvarðarlið sitt frá Ned- o o jed ásamt sjeikum sínum og emírum. Ibn Saucl heimsœkir oliulindasvœpið. Fyrir nokkrum mánuðum bauð „Arabian American Oil Co.“ konung- inum í heimsókn til olíulindasvæð- anna lijá Dhaliran í Hasa. Hann fór frá höfuðborginni í einkaflugvél, sem Roosevelt forseti hafði gefið honum. í fylgd með honum voru 13 af 31 son- um hans, og eins margir af hinni kon- unglegu hirð og liægt var að koma fyr- ir í sex öðrum flugvélum. Arabisk veizla í Dahhran kom bandaríski sendi- herrann í Saudi-Arabíu, Rives Childs, til móts við hann. Síðan var konungin- um ásamt fylgdarliði hans boðið til veizlu hjá Arabahöfðingja einum þar í giendinni. Veizlan fór fram að góðum og gömlum eyðimerkursið. Menn sátu með krosslagða fætur um- hverfis stóreflis föt, sem full voru af sauðakjöti, kjöti af úlfaidakálfum, hrísgi'jónum, hænsnum, kryddi, úlf- aldamjólk, döðlum og fleira góðgæti. (Vitanlega liorðuðu menn með fingr- unum — þ. e. a. s. með hægi i hendi, en þrælar þógu gestunum öðru hvoru með vatni úr silfurkönnu. Vinstri höndin er talin óhrein — með henni þvær maður líkama sinn. Þannig stendur það í Kóraninum). Svo bauð Olíufélagið til veizlu, og nú \ arð konungurinn og lið hans að sit ja til borðs að amerískum sið, borða með lmíf og gaffli vestræna rétti, svo sem buff, kjúklinga o. s. frv. Konungurinn vildi búa i tjaldi sínu. I þá firnrn daga, sem konungurinn clvaldi á olíusvæðinu, hafnaði hann eindregið að búa í gestaheimili við ný- týzku þægindi. Hann svaf í hinu sex- skipta tjaldi sínu um nætur, og þar Aeitti liann þegnum sínum áheyrn. Þangað komu ríkir og fátækir úr langri fjarlægð til að sjá herra sinn og drottin, þar sem liann sat í tjaldi sínu og hafði um sig sterkan lífvörð herskárra og glæsilegra Bedúína. ..Arabian American Oil Co.“ gerði allt sem það gat til að þóknast konung- inum, og til þess höfðu þeir gildar ástæður. Landið,sem þeir voru að bora, \ ar lians eign, þeir höfðu það aðeins á leigu. Félagið hefir lagt að minnsta kosti 200 millj. dollara í fyrirtækið, enda er það orðið risafyrirtæki. Ekk- ert er sparað til þess að gera lífið eins Ijúft og unnt er fyrir starfsmennina og fjölskyldur þeirra í þessu brennheita landi. Þarna eru loftkældar íbúðir, kvikmyndahús, golfvellir, tennisvellir o. fl. Það er heldur ekkert smáræði, sem leigan eftir þessi auðugu olíusvæði mun gefa af sér í ríkissjóð Saudi-Arab- íu áður en langt líður. Sem stendur er dælt upp 200 þús. tunnum daglega, og konungurinn fær 22 cent af hverri tunnu. Þetta verða 44 þús. dollarar á dag, enda er þetta aðaltekjulind ríkis- ins ásamt með tekjum af pílagrímum. Konungurinn skoðar olíubrunnana, borturnana, hreinsunarstöðvarnar og aðra véltækni. Hann ferðast niður að ströndinni og skoðar þar amerískt olíu- flutningaskip, sem var komið frá Guam-eyju til þess að sækja farm arab- iskrar olíu. Hann skoðaði ennfremur amerísku flugstöðina, sem gerð er eftir fyllstu kröfum nútímans og kostaði meira en 3 milljónir dollara, og loks skoðaði liann alla skálana og húsin, sem reist liafa verið fyrir hina arabísku verkamenn. Olíufélagið hefir ekki ein- ungis veitt þessari hirðingjaþjóð þægi- leg húsakynni með loftkældum her- bergjum heldur einnig miklar og stöð- ugar tekjur. F.n livaða áhrif þessi mikla bylting mun í framtíðinni liafa á þessi börn eyðimcrkurinnar veit ekki einu sinni Ibn Saud. En liann sýndi þó strax afstöðu sína gagnvart vestrænum venj- um, þegar Iiann kaus lieldur að búa í tjaldi sínu en við þægindi vesturlanda- búa. (Framhald d bls. 25) 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.