Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Page 9

Samvinnan - 01.06.1948, Page 9
Hvað er lýðræði? Bókarkafii eftir Anders Örne Nýlega er komiö út fyrsta fra’ðsluritið um tamvinnumál á forlagi Norðra. I>etta er hið ágatta rit sœnska sanwinnumannsins Anders Örne um fjárhagslegt lýðræði. Sið- ari hluti bókarinnar cr eftir Folke Fridell og nefnist atvinnulýðræði. Gisli Guð- mundsson fyrv. ritstj., Iiefur jiýtt bókina. í bók jiessari er að fiima margvisleg ihugunarefni fyrir islenzka samvinnumenn og er jiess að vœnla, að liiin verði keypt og lesin af þeim. SAMVINNAN flytur hér á eftir kafla úr b'ik Örnes þar sem lianit raiðir lÝör.rðiö og skilgreinir liið uiii- deilda og misnotaða hugtak. E!NS og mörgu-m er kunnugt, er orð- ið lýðræði þýðing úr gríska orðinu demokrati, en orðið demokrati er nú almennt notað í nýju málunum. Orðið demokrat, scm er af sama uppruna, þýðir lýðræðissinni, þ. e. sá, sem telur lýðræði heppilegt. Lýðræði er þar sem lýðurinn eða þjóðin ræður, þ. e. stjórn- ar sér sjálf, og er það nákvæmlega sama og átt er við með hinu forngríska al- þjóðaorði, demokrati. Rétt er að festa sér þetta í minni. Sá, sem gerir sér grein fyrir þýðingu orðsins lýðræði eða demokrati, fæst aldrei til að líta á það sem skammar- yrði, eins og reynt var að innræta fólki í einræðislöndunum. Þeim, sem betur vita, er ekki hægt að telja trú um, að demokrati þýði sama sem spilling eða úrkynjun eða yfirleitt það, sem fyrir- litlegt er og einskisvert í lífi þjóðanna. Það er þó ekki nóg að gera sér grein íyrir málfræðilegri þýðingu orðsins, enda þótt það sé til mikilla bóta. Orð- ið þarf fleiri skýringa við. Fyrst er þá að gera sér gxein fyrir því, að orðið demokrati eða lýðræði hefur frá öndverðu verið notað í sam- bandi við stjórnmál. Það táknaði sér- staka tegund stjórnarfars i rikjum, þ. e. a. s. skyldusamfélögum íbúa á tiltekn- um landssvæðum. En ríkjum er hægt að stjórna með ýmsu móti. Það er sam- eiginlegt einkenni allra ríkja, hvernig sem stjórnarfyrirkomulag þeirra er, að þau telja sér rétt og hafa möguleika til að ráða yl'ir þegnurn sínum, koma í veg fyrir, að þeir sýni hver öðrum ofbeldi, þrýsta þeim til að halda gerða samninga, leggja á þá skatta og skyld- ur, herþjónustu eða aðrar kvaðir, sem stjórnin ákveður, — tryggja þeim jafn- framt lílsgrið og lirna, ásamt öryggi fyrir eignir sínar. Við nánari athugun kemur það fljótt í ljós, að eingöngu lýðræðisríkin geta veitt þegnunum liin síðast nefndu hlunnindi til endur- gjalds fyrir það, sem af þeim er krafizt. Það stjórnarfyrirkomulag, sem Forn- Grikkir nefndu demokrati, var í því -fólgið, að allir frjálsir menn, án tillits til uppruna eða efnahags, áttu jafnan rétt til áhrifa á m-eðferð sameiginlegra mála og þar -með sjórn ríkisins. Síðar, eftir að bæjar- og hreppsfélög komu til sögunnar og fengu völd í hendur, var orðið lýðræði einnig not- að í því sambandi. Lýðræði í sveitar- málum þýðir, að allir innan sveitar- innar haifi jafnan rétt til að velja trún- aðarmenn hennar og segja þeim fyrir verkum — þ. e. a. s. jöfn áhrif á stjórn- mál sveitarfélagsins. Menn tala einnig um lýðræði í ýmis- konar félagsskap nú á tímum. í hverju félagi er stjórn, sem stendur fyrir fram- kvæmdum og hefur umráð yfir þeim ifjármunum, sem félagsmenn leggja af mörkum til félagsstarfseminnar. Þegar um fjölmenn félög er að ræða, verða þau að kjósa sér fulltrúa eins og ríkin og sveitarfélögin gera. Ef stjórn og endurskoðendur eru kosnir af félags- mönnum með jöfnum atkvæðisrétti, eða félagsmenn á sama hátt kjósa sér fulltrúaráðsmenn, sem svo, einnig með jöfnum atkvæðisrétti, velja félags- stjórn og taka aðrar ákvarðanir um málefni félagsins, er talið, að um lýð- ræðislegan félagsskap sé að ræða. Þarna er orðið lýðræði eða demo- krati notað í víðari merkingu en fyrr- um. Eins og síðar verður að vikið, verður það að teljast fullkomlega leyfilegt. En með tilliti til þess, sem að fram- an er sag.t, verður að leggja áherzlu á, að orðið lýðræði eða demokrati þýð- ir sérstaka tegund stjórnarjyrirkomu- lags og ekkert annað. Þessu má aldrei gleyma, ef vel á að vera. Hins vegar gleyma menn því oft og nota orðið í rangri merkingu, stundum svo, að furðulegt má telja. í stéttarmálgagni einu stóð nýlega eftirfarandi klausa: „Orðið lýðræði táknar rétt vorn til ýmiskonar hlunn- inda. En það leiðir af sjálifu sér, að ef vér krefjumst réttar vors til hlunnind- anna, verðum vér einnig að vera reiðu- búnir að inna af Iiendi skyldur vorar.“ I'arna hefur liölundurinn bersýnilega gleymt því, að lýðræði er stjórnarfyrir- komulag og annað ekki. Hann hefur í fyrsta lagi blandað saman lýðræðinu og þeim árangri, sem orðið getur af lýðræðisstjórn. í öðru lagi hefur hon- um láðst að gera greinarmun á lýð- ræðisstjórninni sjálfri og þeim skyld- um, sem lýðræðisstjórn leggur ein- staklingum á herðar. Það þarf: ekki endilega lýðræðisstjórn til að veita mönnum hlunnindi, og hvaða stjórn- arfyrirkomulag sem er, getur lagt á menn skyldur. Hinir flokksbundnu Nationalsosialistar í Þýzkalandi nutu mikilla hlunninda í skjóli Hitlers og vopnavalds lians. Jafnframt urðu þeir að inna af liendi þá skyldu að styðja stjórn hans til valda. Svipað var ástatt um Fasistastjórnina á Ítalíu og Svart- liðana þar. Stjórnarfyrirkomulagið í þessipn löndum gat þó ekki kallast lýð- ræði eða demokrati af þeim ástæðum. Orðin lýðræði og lýðræðislegur eru oft herfilega misnotuð bæði í ræðu og riti. Nú um sinn eru það einkum rabbarar (kasörer), sem gera sig seka um þessa misnotkun. Það er hins veg- ar alkunnugt, að rabbbræður og rabb- greinar um daginn og veginn hafa mikil áhrif á málfar almennings og hugsunarhátt, og má því ganga út frá, að þær útbreiði rangar málvenjur með þjóðinni í þessu sem öðru, ef ekki er tekið í taumana áður en það er of seint. (Fratnliald á bls. 26.) 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.