Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 10
R I S I - Grind stjörnukikisins er heljarstór stálrammi, en armar rammans eru heljar miklir, holir si- valninnar. Einn j>essara sivalninga sést á myndinni ofr er hann svo rúmur, að eetlunin er að koma fyrir heilli rannsóknarstofu innan i honum, og athuRa fiar efnasamsetninj’u himintunglanna. Allur stjörnu- kikirinn, með ramma, speglum o. s. frv., vegur rösklega 500 smálestir. Ölymþis á Palo T7FTIR TUTTUGU ÁRA STARF við á- aítlanir, prófun alls kyns efna og lík- ana. byggingar, smíði sjálfvirkra véla af nýrri gerð, sem enga eiga sinn líka fyrir nákvæmni, slípun tuttugu tonna glerskífu og sprautun ‘hennar með alúminíum, svo að lagið á lienni verði aðeins 2/1000,000,000 úr þumlungi, — óg margvísleg önnur vandasöm viðfangsefni. er 200 þumlunga stjörnukíkirinn mikli á Palomar-fjalli í Kaliforníu um það bil til- búinn að rannsaka leyndardóma himingeims- ins. í þessum júnímánuði verður stjörnu- turninn tekinn í notkun, með mikilli við- höfn og í viðurvist þúsunda gesta. í þeim hópi verða niargir heimsfrægir vísindamenn. Með þessu risavaxna mannvirki verða landamerki þess, sem þekkt er af geimnum, færð út um miljarð Ijósára, eða tvisvar sinn- um lengra en landamerki þau, sem sett voru með byggingu 100 þumlunga stjörnukíkisins á Wilsonfjalli árið 1917. Fjórum sinnum ’meiri birta nær að safnast saman í hinum nýja kíki. Sá hluti himingeimsins, sem er kunnur mönnunum, verður áttfaldur að stærð. Hundruð þúsunda nýrra stjarnkerfa ’munu verða uppgötvuð og í hverju kerfi munu vera milljarðar stjarna. Efnasamsetn- ing stjarnanna verður ekki lengur ágizkana- efni, heldur verður hún rannsökuð með mikilli nákvæmni, sem ekki hefur verið möguleg hingað til. Það er ekki að ástæðulausu, að þessum stærsta kíki veraldar sé líkt við hið alsjáandi ólympiska auga. í algjöru rnyrkri getur mað- ur, með heilbrigða sjón, séð kertaljós í 16 mílna fjarlægð, með berunt augum. Ef kertið væri kornið 16000 mílur út í geiminn, mundi það samt greinanlegt í 200 þumlunga kíkirn- um. Ef notaðar eru vissar tegundir ljós- myndalilmu og ljósmyndatækja, mundi mega taka mynd al kertaljósinu með hjálp kíkis- ins í 41000 mílna fjarlægð. Mannlegt auga verður að láta sér nægja það ljósmagn, sem fellur á hring, sem er einn fimmti þumlungs í díameter. Spegillinn á Palomarfjalli hefur kraft milljón mannlegra augna. TjEGAR MENN NÁLGAST hið mikla i mannvirki á Palomarfjalli, verða fyrstu á- hrifin sterk og eftirminnileg. Á fjallstind- inum rís stálbygging mikil, upp af stein- steyptu gólfi, og teygir sig 70 fet upp í loftið að hreyfanlegu hvolfi, sem er á hæð við tutt- ugu feta hús. Maður verður að setja hnakk- ann aftur á herðar til þess að sjá toppinn. Og livar er spegillinn, kíkirinn stóri? Hann er við neðri enda sívalningsins, er sagt. Og maður svipast um eftir sívalningnum, en sér engan. En þarna er risastór stálrammi. Starfs- 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.