Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 12
þegar það sveiflast til norðtirs eða suðurs, er það afleiðing þess að ýtt hefur verið á lítinn takka eins hvers staðar á taekjaborðinu. Maðurinn við stýriborðið þrýstir á hnapp, og kíkirinn sveiflast hægt og hátíðlega til hliðar og staðnæmist nákvæmlega þar, sem til var ætlast. Hann þrýstir á annan hnapp, og þak hvolfsins yfir kíkinum, opnast skyndi- lega og dálítil rönd af himinhvolfinu sjálfu er sjáanleg. Þar, í órafjarlægð, er stjarnan, sem kíkirinn mun mæna á alla nóttina. Að- eins örfá ljós brenna inni í turninum, ekki fleiri en nægja til þess að lýsa á mælitækin á stýriborðinu og benda á hvar eru útgöngu- dyr. í þessu dularfulla myrkri verða mann- virkin ennþá stórkostlegri og leyndardóms- fyllri en ella. En þótt gestinum kunni að Jjykja mikið koma til þess, að nú skuli senn hefjast skoðun stjörnu í milljarðs ljósára fjarlægð, þá er ekki hægt að merkja neitt slíkt á svipbragði stjörnufræðingsins. Hann virð- ist vera í hversdagslegu skapi, þegar hann gengur upp dálítinn stiga, opnar dyr við efri enda stigans, gengur þar út á nokkurs konar brú, ekki ósvipaða landgöngubrú á skipi og þrýstir á hnapp á liandriðinu. Brti ]jessi tekur að hreyfast upp eftir lrvolfþakinu eftir bogadreginni braut. Þegar maður lítur niður af þessari brú, er maðurinn, sem stencl- ur við stýriborðið á gólfi turnsins, að sjá eins og fluga. Stjörnufræðingurinn opnar enn dyr og gengur inn í hringlagað herbergi og sest ]>ar við skrifborð. Stóllinn er þannig gerður, að hann er hreyfanlegur til allra átta og á allar hliðar. Fyrir framan hann á borðinu er lítill kíkir og í gegnum hann sér hann allar lircyfingar stóra kíkisins sjálfs. A borðinu eru einnig alls konar hnappar og með því að prýsta á þá, getur hann algjörlega ráðið hreyf- 12 ingu alls þessa mikla mannvirkis. Hann hrópar ekki eða kallar, er hann vill hafa sem band við manninn við stýriborðið. Hann símar. Hann þarf eki að lyfta símaáhaldi af krók. Hann talar bara, eins og hann væri að spjalla við náunga hinum megin við borðið. Mikrófónn grípur orð hans og hátalari svarar. Sérhver stjörnukíkir er stækkunargler og saman stendur af tveimur hlutum: Hinn fyrri er bogalinsa, eins og brennigler, sem drengir leika sér að, eða bogaspegill. Og hinn síðari er kíkir. Linsan safnar ljósinu til sín og sveigir ljósgeislaná af braut sinni, unz þeir mynda þröngan sívalning eða stöngul. Boga- spegill gerir sama gagn. Hvort lieldur sem sívalningurinn eða stöngullinn er gerður af spegli eða linsu, er árangurinn fókusinn eða „brennipunkturinn". Þar kemur eftirmynd- in fram. Kíkirinn, sem venjulega er míkró- skóp eða stækkunargler, margfaldar eftir- myndina. Stærð stjörnukíkisins er venjulega talin standa í sambandi við möguleika hans til þess að margfalda stærð. En þar er lýsing eftirmyndarinnar, sem stjörnufræðingnum er mest í mun. Stjörnukíkir er fyrst og fremst tæki til þess að draga til sín og safna saman ljósi. Því stærri, sem linsan eða spegillinn er, því meira ljós kemst í gegnum kíkirinn og á Ijósmyndaplötuna. Og því stærri, sem stjörnu- kíkirinn cr, því erfiðari viðfangsefni verða vélfrapðingar og byggingamenn að leysa. Vegna þess hve speglarnir á Palomar eru risastórir, varð að hafa allt mannvirkið risa- stórt. ALLIR stórir stjörnukíkirar eru meira og minna sjálfvirkir. Það eru áratugir síðan farið var að nota rafmagnsvélar til þess að opna hvolfþökin, lyfta og lækka gólfin, miða kíkinum á stjörnuna og láta hann fylgja henni eftir á braut hennar. En í þessu efni er Palomarkíkirinn þá langt á undan öllum hinum. Þegar einu sinni er búið að stilla kíkirinn á þann stað, sem skoða skal, er hann, sem heild, algjörlega sjálfvirk vél. Stjarnan er e. t. v. ósýnileg, en ef hún hefur einhvern tíman verið ljósmynduð, þá veit stjarnfræðingurinn, hvar hún er. Kíkirinn sjálfur syndir ofan á þunnu lagi af olíu, og það er því nægilegt afl, að ýta með fingri, til þess að hreyfa þetta risastóra áhald. Aðeins jörðin sjálf er því fremri um jafna, truflana- lausa hreyfingu. Mótor, sem talinn er 1/12 úr hestafli, stýrir leitinni að stjörnunni. Þetta gengur allt hljóðlega fyrir sig. Engir rykkir eða ný afstilling. Komi skekkja fram, svo að nún nái örlitlu broti af sekúndu, leiðréttist hún af sjálfvirkum tækjum. í litlu herbergi, alllangt frá stjörnuturninum, er annar mótor, sem fylgist með litla mótornum, sem stýrir ferð kíkisins, og þessi mótor ræður því, hvort sá litli gengur ofurlítið hægar. Inni í glerhylki er stengdur fínn málmsteng- ur, sem titrar nær ósýnilega, og þessi titring- ur er nákvæmlega talinn, miðað við sekúndu. Ef titringurinn er of hraður eða of hægur, svo að nemur hundraðasta úr sekúndu, leið- rctta sjálfvirku tækin þessa skekkju án tafar. EINN lilut ráða stjarnfræðingarnir og tæki þeirra ekki við. Það er loftið sjálft. Það er undirstaða lífsins. Ef ský dregur yfir, hverfur kíkirinn inn í livolf sitt. Ef stormur geysar og ókyrrir loftið, er næturstarfi frest- að. Allir þekkja, hvernig loftið fyrir ofan heitan miðstöðvarofn titrar. Jörðin er eins og miðstöðvarofn að þessu leyti. A nóttunui sendir hún út liitann, sem hún hefur dregið inn í sig frá sólinni yfir daginn. Og loftið titrar og stjörnurnar glitra fyrir mannlegum lugum. Þar sem hitastigið utan stjörnuturns- ins er síbreytilegt, verður að gera ráð fyrir leiðréttingum þessara fyrirbrigða. Gestir eru látnir standa á bak við glervegg, sum part vegna þess, að þeir setja ryk á hreyfingu, en sum part vegna þess, að þeir eru, hver og einn nokkurs konar miðstöðvarofn. Hita- útstreymi frá nokkur hundruð manns nægir til þess, að loftið fyrir ofan stóra spegilinn taki að titra og ókyrrast, svo að eftirmynd stjörnunnar virðist dansa f)TÍr augum stjarn- fræðingsins. En loftið er um felira ófullkomið en þetta í augum stjarnfræðingsins. Það er ekki fullkomlega'gagnsætt. Enginn hefur séð stjörnu í sólarljósinu, í allri sinni dýrð cg fegurð, vegna þess að loftið dreifir og stöðvar ultrafjólubláu geislana. Við sjáum stjörnur himingeimsins aðeins í hluta af Ijósadýrð þeirra, í „síuðu ljósi" mætti e. t. v. kalla það. Þá er nóttin heldur aldrei fullkomlega svört. Jafnvel á heiðskírri, tunglskinslausri nótt er himininn ekki algjörlega tær. Af þessum ástæðum verða ljósmyndir af stjörnunni að takast á löngum tíma. Þrjár klukkustundir væru eins og eilífð fyrir venjulegan ljósmynd- ara, sem smellir af á veðhlaupahest eða eitt- (Famhald á bls. 19)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.