Samvinnan - 01.06.1948, Qupperneq 18
r
Atök innan brezku
samvinnuhreyfingarinnar
Þess var nýlega getið hér í ritinu, að
A. V. Alexander, landvarnarráðherra
Breta og einn helzti forvígismaður
kaupfélaganna í Bretlandi um áratugi,
hefði á þingi samvinnumanna deilt
harðlega á ritstjórn vikublaðsins Reyn-
olds News fyrir að hafa látið kommún- 4
ista ná tangarhaldi á blaðinu og menga
dálka þess kommúnistískum sjónar-
miðum. Taldi liann þetta litt að vilja
eða í anda samvinnumanna landsins,
sem eiga og gefa út þetta íjölbreytta
og víðlesna vikublað. Ritstjórinn svar-
aði litlu síðar í blaðinu og afneitaði
þar kommúnistaflokknum brezka og
taldi blaðið enga samleið vilja eiga
með honum. En þessum viðskiptum
var ekki þar með lokið. Alexander
birti nú fyrir skömmu ýtarlega grein í
blaðinu, þar sem liann rökstuddi hina
fyrri staðhæfingu sína með mörgurn
tilvitnunum í blaðið, sem í ýmsum
stórmálum, t. d. Tékkóslóvakíubylt-
ingunni, hefði tekið málstað alþjóða-
kommúnismans, gegn vilja og anda
langflestra samvinnumanna landsins.
Benti hann og á, að með þessu athæli
hefði ritstjórnin lagt vopn í hendur
áróðursmanna kommúnista víðs vegar,
sem vitnuðu til þessa blaðs og brezku
samvinnuhreyfingarinnar til stuðnings
málflutningi sínum. (Þessar tilvitnanir
kannast íslenzkir blaðalesendur við).
Alexander fullyrðir í grein sinni, að
stórkostlegur meiri hluti brezkra sam-
vinnumanna, bæði ^utan samvinnu-
flokksins og innan, styðji stefnu
brezku stjórnarinnar og aðhyllist
brezkt lýðræði og frelsi í stjórnmálum
og séu því á öndverðum meiði við '
kommúnista. í sama blaði svarar ritstj. ,
Reynolds News þessum ásökunum, af- (
neitar enn konnnúnistum, . en telur
hættu á að skrif Alexanders verði til
þess að menn fari að líta á gagnrýni á
stjórnarvöldin sem kommúnisma. Er
það meginefni greinar hans. Þessi átök
inngn brezku samvinnuhreyfingarinn-
ar hafa vakið allmikla athygli í Bret-
landi. Kunnugir telja, að hinn þraut-
reyndi og vinsæli samvinnuleiðtogi, A.
V. Alexander, liafi í þessu máli, túlkað
skoðanir brezkra samvinnumanna yfir-
leitt.
að hafa með' þ\ í vakandi auga, því að
æði misjafnt er upplag þeirra og fram-
koma eins og gefur að skilja. Sum eru
frek og vilja trana sér fram — eru
augsýnilega vön að ráða býsna miklu
heima, — önnur eru uppburðarlaus.
bæld og feimin og eiga við mikla örð-
ugleika að stríða með sjálf sig. Hér
þarf að hjálpa og leiðrétta með Iagni
og lipurð, svo að lítið beri á.
Þriggja mánaða námskeið, sem
Fræðsludeild KEA hafði síðastliðinn
vetur var fjölsótt og bar góðan árang-
ur. Alls voru innrituð 90 börn á aldr-
inum 4—7 ára og fékk hvert þeirra 12
tíma kennslu.
Kennsluna annaðist undirrituð, en
frk. Rósa Gísladóttir annaðist undir-
leik og aðstoðaði á ýmsan annan hátt.
Að þessu námskeiði loknu skil eg
betur en áður orð frk Lindström, þeg-
ar hún sagði, að það væri eitthvað töfr-
andi við að fást við smábarnaleikfim-
ina.
A. S. S.
18