Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Síða 21

Samvinnan - 01.06.1948, Síða 21
Á FÖRNUM VEGI AAÐALFUNDI Sambandsins, sem hald- inn var í ofanverðum júnímánuði, gistu flestir fulltrúarnir á Hótel KEA. Þar voru og máltíðir framreiddar. Fulltrúum samvinnu- manna landsins gafst þvi kostur á að kynu- ast af eigin raun þessu fyrirtæki eyfirzkra samvinnumanna. Þetta tækifæri hafa fleiri fulltrúar landssamtaka og starfsgreina liaft á þessu sumri. Stjórnmálaflokkar, landssam- bönd, starfsmannasamtök og fleiri aðilar hafa haldið þing sín og árssamkomur á Akur- eyri að þessu sinni. Margt af þessu fólki hef- ur búið að gistihúsi samvinnumanna og neytt ’máltiða þar. Segja má með nokkrum sanni, að þetta þinghald allt í liöfðstað Norðurlands hafi reynzt framkvæmanlegt vegna þess, að samvinnumenn voru búnir að leysa gistihús- vandræði bæjarins að verulegu leyti. Einka- framtakið stóð að annarri gistihúsbyggingu. Með samvinnuhótelinu og því gistihúsi, var sköpuð aðstaða á Akureyri til þess að gera bæinn að ferðamannabæ og samkomustað landsmanna yfir sumarmánuðina. Þýðing þess fyrir athafnalíf og verzlun bæjar og byggðar er öllum augljós. AÐ er vel, að fjölmargir landsmenn sjái þessar framkvæmdir með eigin augum og ræði þær. Ekki er ýkjalangt síðan að gistihús- bygging samvinnumanna á Akure)TÍ var mjög í hámæli í málgögnum kaupmanna. Fyrir þremur árunt var það talið óhæfuvetk af forstöðu eyfirzkra samvinnumála, að leggja fé samvinnumanna í Eyjafirði í þetta fvrir- tæki. Var látið liggja að því, að slíkt væri ekki í þeirra verkahring, og réttast mundi, að ríkisvaldið gripi fram fyrir hendurnar á þeim og stöðvaði bygginguna. Þessir aðilar bentu á, að á öðrum stöðum landsins leituðu menn til ríkisvaldsins um lausn hótelvand- ræðanna. í sjálfri höfuðborginni hefði ríkið áætlanir um stórkostlega hótelbyggingu. Þarna voru þessir rithöfundar orðnir átta- viltir, svo að um munaði, er framtak ein- staklinga og félagsheilda var lastað, en bent til ríkisins og fjármagns þess til framkvæmd- anna, og það í málgögnum, sem annars kenna sig við frjálsa verzlun og frjálst fram- tak. Þessi goluþytur er nú fyrir löngu hjá liðinn og flestum gleymdur. En það er nú þess vert að rifja hann upp í sambandi við það, hvernig nú er umhorfs í gistihúsmálum um landsmanna. Menn sjá þá glöggvar en áður, hvert nytjaverk samvinnumenn í Eyja- firði voru að vinna hér fyrir nokkrum ár- - um, og hversu skammsýnt var lastið, sem að þeim var rétt. Hvar er hin mikla hótelhöll, sem ríkið ætlaði að kosta í höfuðstaðnum? Hún er ennþá á pappírnum, og hillir ekki undir hornsteinana ennþá, hvað þá hið háa ris. Hversu mundi hafa farið, ef hlustað hefði verið á ráðleggingarnar um „að leita til ríkis- ins“ um að leysa aðkallandi vanda liöfuðstað- ar Norðurlands og nálægra byggða í gistihús- málunum. Örlög hótelhallarinnar í Reykja- vík gefa glögga hugmynd um það. En það var ekki farið að þessum ráðum. Menn héldu ekki að sér höndum og biðu þess, að alls- herjar ríkisforsjón ráðstafaði málum fyrir þá. Þeir tóku þann kostinn, sem lengst af hefur dugað bezt í þessu landi, hófu verkið sjálfir og hrundu því í höfn með samtökum. Og hvað var það, sem Kaupfélag Eyfirðinga raunverulega gerði með gistihús- byggingunni? Það lagði hluta af því fé, sem eyfirzkir samvinnumenn höfðu falið því til varðveizlu, í arðsamt fyrirtæki, en lét það ekki liggja vaxtalaust í innlánsstofnunum. Féð skapaði atvinnu, jók afkomumöguleika byggðarlagsins, skapaði aðstöðu til móttöku ferðamanna í stórum stíl, lyfti undir verzlun, iðnað, veitingarekstur og aðra atvinnu bæjar- manna. Allir þeir, sem nú gista bæinn, sjá þetta gjörla, skilja þýðingu þessa framtaks fyrir það byggðarlag, sem félagið starfar í. Þeir undrast þá skammsýni, sem kom fram í skrifunum, sem lögðu til, að félaginu væri bannað að ljúka verkinu og þessar fram- kvæmdir yrðu lagðar undir fjarlægt ríkis- bákn. Það er alls endis óvíst, að það hefði þótt umtalsvert í þessum sömu málgögnum, ef athafnamaður, sem dvalið hefði lengi í Eyjafirði, hefði flutzt burt úr byggðinni með allt það fjármagn, sem vinna og framleiðsla þar hefði lagt upp í hendurnar á honum. Slík ævintýri liafa æði oft gerzt þar í sveit og í flestum byggðum landsins öðrum og lief- ur verið látið kyrrt liggja. Slík ævintýri ann- ars vegar og framtak eyfirzkra samvinnu- manna í gistihúsmálum og á öðrum vett- vangi, varpa skæru ljósi að gagnsemi sam- vinnufélagsskaparins fyrir hvert einstakt byggðarlag og mátt hans til þess að láta sam- eiginlegt fjármagn skila ávöxtum, sem allir njóta góðs af. Framkvæmdirnar í Eyjafirði hefðu ekki verið gerðar af sundraðri sveit, ekki af vanmáttugum pöntunarfélögum með lítil fjárráð, ekki af fjármagni einstaklinga, sem skolast í niilli byggðarlaga, jafnvel í milli landa. Þær gátu aðeins verið gerðar af sterk- um aðila, sem hafði að baki sér meiri hluta íbúanna, og hafði traust þeirra og til varð- veizlu talsverðan hluta af fjármagni þeirra. Þar, sem samvinnuskipulagið hefur náð slík- um þroska, er ekki aðeins unt að gera al- mennan verzlunarrekstur liagkvæman fyrir almenning, heldur er hka hægt að taka fyrir einstök, aðkallandi framkvæmdaatriði og skila þeim í liöfn svo að sannkölluð framför og mikill menningarauki er að því fyrir hér- aðið allt og raunar þjóðarheildina. EIR, sem fastast sóttu að eyfirzkum sam- vinnumönnum um árið og löstuðu stór- hug þeirra og þrek, voru blindir á þessi sann- indi. En reynsla síðustu áranna er lærdóms- rík. Og þeim, sem læra af reynslunni, en bíta sig ekki í fordóma, er bezt að lifa. Og allir njóta góðs af því á einhvern hátt, sem vel er gert í þjóðfélaginu. í stuttu máli Aðalfundur Sarnbands ísl. samvinnufélaga var haldinn á Akureyri dagana 21.—23. júní s. 1. Fundinn sóttu 90 fulltrúar frá 55 kaup- félögum landsins, auk stjórnar, forstjóra, framkvæmdastjóra SIS og allmargra gesta. Fluttar voru ýtarlegar skýrslur um starfrækslu Sambandsins á s. 1. ári og framtíðarfyrirætl- anir þess. Miklar umræður urðu um ýmsa þætti þessara skýrslna. Fundurinn var í alla staði hinn ánægjulegasti. Ýtarleg frásögn af fundinum birtist í næsta liefti. Mjólkursamlag Borgfirðinga á 25 ára starfs- afmæli á þessu ári. Samlagið er í nánum tengslum við Kaupfélag Borgfirðinga og er rekið sem ein deild þess. Samlagið hefur um langt skeið framleitt dósamjólk, sem lands- kunn er auk þess hefur það framleitt osta og skyr og gerilsneitt mjólk til neyzlu. Nú er samlagið að endurnýja mjólkurvinnslu- stöð sína með nýjum, fullkomnum vélum. Verður þeirri endurbyggingu væntanlega lokið í haust. Aðalfundur Samvinnutrygginga var liald- inn á Akureyri að afloknum Sambandsfundi, hinn 23. júní s. 1. Þessi fundur fjallaði um fyrsta starfsár félagsins, frá 1. sept. 1946, er það tók til starfa, og til ársloka 1947. Formað- ur stjórnarinnar, Vilhjálmur Þór, forstjóri, flutti skýrslu stjómarinnar og lýsti ánægju yfir samstarfinu við samvinnumenn landsins og erlenda endurtryggjendur, en eins og kunnugt er, eru mjög náin tengsl í milli vinnutrygginga og tryggingastofnunar sænsku samvinnufélaganna. — Erlendur Einarsson, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, lýsti reikningum félagsins. Afkoman varð mjög hagstæð. Félagið starfrækti bruna-, sjó- og bifreiðatryggingadeildir. Voru geíin út sam- tals rösklega 9000 tryggingaskírteini, og voru samanlögð brúttóiðgjöld kr. 3.785.000.00. Brúttó-tjóngreiðslur urðu kr. 1.092.000.00. Þessar tölur sýna, að afkoma Samvinnutrygg- inga á árinu varð mjög góð. Veldur hvort tveggja, að félagið varð ekki fyrir fjárfrekum tjónum á árinu, og var að því leyti mjög heppið með reksturinn, og reksturskostnaður trygginganna varð mjög lítill. Samþykkt var, að leggja kr. 1.200.000 í iðgjalda-varasjóð. Hefur félaginu þannig tekizt að byggja upp álitlegan varasjóð, þegar á fyrsta starfstíma- bili. Er það vitanlega mjög mikils virði fyrir framtíð trygginganna og möguleika þeirra til aukinnar starfsemi. Útkoma pessa heftis hefur dregizt vegna þess m. a., að myndamót i það urðu siðbúin vegna verkfalls prent- myndagerðarmanna i Reykjavik. — Reynt verður að hraða útkomu nœstu hefta eftir föngum. 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.