Samvinnan - 01.06.1948, Qupperneq 22
FORELDRAR OG BORN ..
Leir er þroskavænlegt leikfang
Myndirnar, senr sýndar eru á þess-
ari blaðsíðu, voru gerðar af börnum á
aldrinum 5—15 ára á barnaheimili
vestur í Bandaríkjunum. Kona sú,
sem veitir barnaheimili þessu for-
stöðu .liefur nýlega ritað um reynslu
sína við að nota leir sem leikfang
barna. Hún er þeirrar skoðunar, að
hentugur byggingaleir sé tilvalið
leikfang fyrir börn á ýmsurn aldurs-
skeiðum og með litlum kostnaði eigi
að vera hægt að láta börnin vinna að
myndagerð, sem gæti orðið þeim til
þroska og uppörvunar, auk þess að
svala starfslöngun og athafnaþrá
þeirra. Hún segir, að margir foreldr-
ar gætu með hægu móti látið börn-
um sínum el'tir dálítinn skika af garð-
inum við húsið til þessara nota, yfir
sumarmánuðina.
—o—
Kona þessi leggur ennfremur á-
herzlu á það, að foreldrar eigi að
láta börnin sjálfráð um það, hvers
konar myndir þau móta og livaða liti
þau velja til þess. Með því móti fær
hugmyndaflug barnsins útrás og þau
skapa myndir, sem eru stundum
skringilegar, en eru líka stundum
listrænar á sinn hátt. Bezt er að skipta
Leir„riss", eftir 5 ára dreng.
sér ekki af vinnu barnsins, heldur
láta það alveg sjálfrátt. Gjarnan að
fara viðurkenningarorðum um það,
sem vel er gert. „Myndir barnsins
eiga að vera þess eigin hugarsmíð,“
segir þessi kona. ;,Látið barn yðar
njóta þeirrar ánægju, að uppgötva
hæfileika sína, láta í ljósi eigin hug-
myndir og tilfinningar, og þér munið
sannfærast unt, að það býr yfir fegurð
og frumleik í senn.“
—o—
I Bandaríkjunum er auðvelt — og
ódýrt — að útvega börnum bygginga-
leir, sem liæfur er til þessara nota.
Hér er öðru máli að gegna. Að vísu
sést hér stundum í verzlunum leir
'fyrir börn, í smákössum, en reynslan
sýnir að þessi leir er óhentugur og
lrvergi nærri hæfur sem gott leik-
fang. Virðist valinn af handahófi. Það
er miður farið, að fyrst á annað borð
Sjálfsagt er að láta börnin sjálfráð um form og gerð mynda sinna.
Illlllllllllllll
llllllllllllllll
III111111111111111111111111111111111111IIIIIIIIM
>**iiaiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiii(ii*ii*iiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
22