Samvinnan - 01.06.1948, Side 26
HVAÐ ER LYÐRÆÐI?
(Framhald af bls. 9)
Það keniur t. d. æði oft l'yrir, að
orðið demokrati er notað um almenn-
ing í landinu, þ. e. þá, sem lialda lýð-
ræðinu uppi, í staðinn fyrir stjórnar-
fyrirkomulagið sjálft. Hliðstæð er
meðferð orðsins aristokrali, sem einn-
ig er af grískum uppruna, og þýddi í
öndverðu, nákvæmlega útlagt, „bez-tu
manna stjórn“*(sbr. á íslenzku að beztu
manna yfirsýn. — Þýð.). Á síðari tím-
um hefur þetta orð algerlega breytt
um merkingu og vei ið notað um að-
alsmannastéttina í ýmsum löndum í
stað þess að það þýddi upprunalega
sérstakt stjórnarfyrirkomulag. Orðið
aristokrat þýðir nú ekki lengur þátt-
thakanda í aðalsmannastjórn, heldur
blátt áfram aiiðugan mann eða mann
af liáum ættum. Það er ástæðulaust og
villandi að láta orðið demokrati fara
sömu leið.
Rétt er að tala um lýðræðislegar
stofnanir, og er þá átt við þær stofn-
anir, sem sérstaklega eiga við í lýð-
ræðisríki eða sveitarfélagi með lýð-
ræðissniði. Það verður heldur ekki tal-
ið rangt að tala um lýðræðislegar
skoðanir. en í slíkum skoðunum felst
þá það. að lýðræði sé heppilegasta
stjórnarfyrirkomulag, sem völ er á.
Að tala um lýðræðislegt málfar eða
lýðræðislegan klæðaburð nær hins
vegar engri átt.
Réttur verkamanna til að semja í
lélagi við atvinnurekendur, er stund-
um kallaður lýðræði. Það er rangt.
Samningar og stjórnarfyrirkomulag er
sitt hvað, enda eiga samningar sér stað
a. m.. k. að nafninu til meðal jrjóða,
sent ekki búa við lýðræðisstjórn. Samn-
ingar milli stéttarfélaga og atvinnu-
rekenda eru í rauninni eins konar
Ijármálaglíma nrilli hinna tveggja að-
ila, sem háð er í hófi eftir skynsam-
legum reglum, sem settar eru af aðil-
um og stundum af ríkjum.
Munið, að lýðræði (demokrati) þýð-
ir srrstakt stjórn a rfy ri rko m u lag og
annað ekki — stjórnarfyrirkomulag,
sem byggist á þjóðarvilja.
Lýðræði og einræði
Til jress að láta sér skiljast til fulls,
hvað í lýðræðishugsuninni felst, er
nauðsynlegt að gera sér jafnframt hug-
mynd urn aðrar tegundir stjórnarfyrir-
komulags og undirstöðuatriði þeirra.
Stendur þá næst að íhuga það stjórnar-
fyrirkomulagið, sem lýðræðinu er fjar-
skyldast, þ. e. nútíma einræði. Afleið-
ingar þess eru núlifandi kynslóð vel
kunnar.
Orðið diktatur, sem jrýðir einræði
og notað er nú sem alþjóðaorð, er
komið úr latínu. Um þýðingu jiess má
lesa í Rómverjasögu. Diktatur þýddi
með Rómverjum í öndverðu stjórnar-
fyrirkomulag, sem einstaka sinnum
var komið á í landinu, þegar ríkið var
talið í yfirvofandi hættu og Jri fyrst og
ifremst í styrjöld, ef við ofurefli var
að etja. Þegar svo stóð á, var kosinn al-
ræðismaður, sem , á latínu nefndist
diktator (komið af latnesku sögninni
dictari, sem þýðir að bjóða eða skipa
fyrir). Alræðismaðurinn var einvald-
rir, en aldrei lengur en sex mánuði í
einu. Fræg er sagan um Cincinnatus,
sem \ ar kosinn alræðismaður árið -158
f. Kr. Sendimenn ríkisins hittu hann,
þar sem hann var að plægja akur sinn.
Þar fluttu Jreir hintim þann boðskap.
að hann liefði verið kjörinn alræðis-
maður og falin stjórn rómverska hers-
ins, sem jiá var í liáska staddiir. Cin-
cinnatus lauk ætlunarverki sínu og
hélt síðan áfram að plægja, ]>ar sem
frá var horfið. Þessi saga mætti vera
mönmim minnisstæð, j>\ í að hún sýn-
ir, hverjum augtim hinir fornu Róm-
verjar á lýðveldistímanum litu á ein-
ræði.
Saga Cincinnatus liefur endurtekið
sig í lýðræðisríkjum \ orra tíma. Stjórn-
arlormenn hafa stundum, jregar þjóðir
Jreirra voru í liættu af völdum árásar-
ríkja, fengið óvenjuleg völd í hendur,
a. m. k. í reynd. Það er t. d. alveg víst,
að Winston Churchill var ákaflega
\oldugur niaður á meðan styrjöldin
\ ið Þýzkaland stóð yfir. En undir eins
og stríðinu var lokið, varð liann aft-
ur. samkvæmt vilja meiri hluta þjóðar-
innar, venjulegur borgari og jiegn,
þrátt fyrir þá ómetanlegu Jrjónustu,
sem hann hafði Ieyst af hendi fyrir
þjóðina. Og Jietta gerðist án Jress að
honum svo mikið sem dytti í hug að
streitast á móti þjóðan'iljanum og
halda völdum áfram.
Einræðisstjórn sú, sem komið var
á í Rómaveldi eftir að lýðveldið leið
undir lok árið 51 e. Kr., svo og einræð-
isstjórnir ýmsra Evrópulanda, er settar
voru á stofn milli heimsstyrjaldanna,
voru allt annars eðlis. Þjóðrinar fengu
þeim ekki einræðisvald um takmark-
aðan tíma. Þessar síðarnefndu einræð-
isstjórnir komust á með þeim hætti,
að einstaklingar tóku sjálfir völdin í
sínar hendur með tilstyrk fámennra
flokka og með Jiað fyrir augum að
halda völdunum tim ótiltekinn tíma.
Einvaldar þessir litu á sjálfa sig sem
persónugerfinga ríkisvaldsins, og fylg-
ismenn þeina trúðu á þá sem yfir-
mannlegar verur. í auguni þeirra varð
ríkið eins konar guðdómur og þegnar
Jiess, hver og einn. aðeins svolítil ögn
af hinni miklu ríkisheild, álíka ósjálf-
stæð og frumur líkamans. Ríkið var
allt í öllu (totalitár): Hvergi var greint
milli ríkisvaldsins og umráðasvæðis
einstaklinganna. Ætlunin var, að afmá
einstaklingana sem sjálfstæðar verur.
Einstaklingurinn var ekki til vegna
sjálfs sín heldur ríkisins. Eða eins og
Hermann Göring sagði: Honurn mátti
ekki detta í hug að mynda sér skoðun
um ríkisstjórnina, ekki einu sinni í
draumi! Einvaldurinn sjálfur kallaði
sig löggjafa og verndara laganna, en
þegar til framkvæmda kom, reyndist
hann algerlega óháður þeim lögum,
sem hann hafði sjálfur sett, og Jreim
reglum, sem hann hafði gefið út um
framkvæmd þeirra. A keisaratímunum
í Róm og það jafnvel, þegar verstu
harðstjéirarnir sátu að völdum, veittu
lögin og dómstólarnir hverjum [>egni
raunar nokkurt öryggi um líf og eign-
ir, svo framarlega sem liann var ekki
talinn hættulegur keisaraveldinu og
ekki svo auðugur, að einvaldurinn
fengi ágirnd á eignum lrans. En í nú-
ttma einræðisríkjum eru dómstólarnir
ósjálfstæðir og þar með úr sögunni
sérhver möguleiki einstaklingsins til
að gæta réttar síns og koma fram sem
frjáls maður gagnvart umboðsmönn-
26