Samvinnan - 01.06.1948, Síða 31
spila upp á eigin spýtur í þessum félagsskap. Bandaríkja-
mennirnir og Irarnir höfðu að vísu ekki tekið honum illa
í byrjun, og virzt ætla að telja hann í sínum hóp, en þeir
sneru brátt yið blaðinu, þegar þeir urðu þess varir, að
Sölvi sóttist ekki eftir nánu samneyti við þá. Munu þeir
bæði hafa talið, að hann þættist of góður til að hafa við þá
nokkur mök, og þar við bættist svo öfund og illgirni, er
það kom í ljós áð hann var duglegri og hæfari sjómaður
en nokkur hinna hásetanna. Bátsmaðurinn reri og óspart
undir og taldi þeim trú um, að yfirmennirnir drægju í
hvívetna Sölva taum, enda væri liann þeim sérlega hand-
genginn.
Þegar svona var komið, varð Sölvi þess var, að Federigo
var vinsamlegri í hans garð en liann hafði búizt við. Sölvi
taldi, að það væri honum að þakka, að klíka Portúgala og
Spánverja þar á skipinu sýndi honum enga sérstaka áreytni,
þótt stuðningur hinna brygðist. Dró nú fremur en hitt
saman með Jteim Sölva og I'ederigo aftur.
Sá hásetanna, er honurn stóð mestur beygur af, var þrek-
vaxinn, veðurbitinn og bólugrafinn íri. Þessi náungi átti
það til að fá hreinustu æðisköst og eirði þá engum, er skap-
vonzkan hljóp með hann í gönur. Hafði hann verið lagð-
ur í jáarn um skeið áður en skipið kom til Ríó, því að hann
hafði í bræði sinni hótað að drepa skipstjórann. Auk hans
voru tveir eða þrír aðrir berserkir í hópi skipverja, er nutu
álíka orðstírs fyrir barsmíðar og uppvöðslusemi, en höfðu
þó nokkurn geig hver af öðrum, svo að þeir héldu oftast
friðinn sín á milli.
Dag nokkurn, þegar liringt var til miðdegisverðar, skip-
aði Jenkins bátsmaður Sölva til starfa, svo að hann tafðist
um stund. Þegar hann komst loks í sæti sitt við matborðið,
höfðu liinir hásetarnir afétið hann gersamlega, svo að hann
fékk ekkert í svanginn í það skiptið. Næsta dag fór allt á
sömu leið, að bátsmaðurinn tafði hann frá matnum, svo
að hann missti enn af miðdegisverði sínurn.
Sölva skildist nú, hvað á seiði var. Dugnaðnr hans og
röskleiki, sem var miklu meiri en nokkurra félaga hans i
hásetaklefanum, hafði hingað til komið í veg fyrir að báts-
maðurinn áræddi að beita barsmíðum. En nú skyldi náð til
lians með öðrum liætti.
Sölvi liafði kvöldið áður, er hann var enn á verði, afráð-
ið, hvernig hann skyldi haga sér. Færi svo, að hætta væri á,
að hann yrði máttfarinn af sulti, sem líklegt mátti telja,
skyldi hann þó áður gn'pa til sérstakra ráðstafana. Bezt
mundi að gánga hreint til verks og láta til skarar skríða
nægilega snennna. Verst mundi að láta þá draga úr sér
þróttinn smátt og smátt, unz liann væri ekki lengur til stór-
ræðanna.
Eftir að hann hafði lokið við að framkvæma það, sem
fyrir hann hafði verið lagt, flýtti hann sér sem mest hann
inátti inn í matsalinn og það stóð heima, að hásetarnir voru
sem óðast að háma í sig miðdagsmatinn. Þeinvoru tveir um
liverja skál, með súpu og kjöti.
Hann settist við hlið írlendingsins, því að hann hafði
skál út af fyrir sig.
,,Réttur mér skálina,“ sagði Sölvi, hægur en ákveðinn.
írlendingurinn Iiorfði háðslega á liann. Hann var angsýni-
lega undrandi á dirfsku Sölva, en hélt síðan áfrarn að
borða, eins og hann hefði ekki lieyrt skipun Sölva.
Sölvi sá nú, að annað tveggja yrði hann að sigra í þessari
viðureign eða verða algjörlega undir að öðrum kosti.
„Auga fyrir auga, írlendingur/ ‘hrópaði hann og stökk
á fætur, og um leið og hinn reis upp í sætinu, langaði Sölvi
honum vel útilátið högg í andlitið, svo að hann hrökk und-
an upp að veggnum.
Nú hófust gífurleg slagsmál.
írlendingurinn Jjaut á fætur, eins og sært dýr, greip járn-
tein, sem hékk á þilinu, og lagði til Sölva. Það var talsvert
sár á kinninni og Sölvi bar Jjess menjar síðan alla ævi.
Þar næst gripu þeir hnífana.
Hver vöðvi Sölva var strengdur eins og stálfjöður og
hreyfingar hans voru helmingi hraðari og hnitmiðaðri en
hreyfingar hins æðisgengna andstæðings hans, sem Jjar að
auki var miklu þyngri og klunnalegri maður.
Kuldalegt bros lék um varir hans, liann var rólegur og
æðrulaus yfirlitum og augsýnilega fullviss um að Jrarna
mundi hann ganga með sigur af hólmi. Eftir nokkra viður-
eign sá írlendingurinn sér Jjann kost vænstan að hörfa út
um dyrnar til þéss að forða sér frá bana, Jjví að þá lagaði
blóðið víða úr honum.
Margir hásetanna glöddust í hjarta sínu yfir að hinn
drembiláti írlendingur hafði nú fengið makleg málagjöld
og Jjessi tilfinning varnaði því, að nokkur þeirra hefði til-
hneigingu til Jjess að blanda sér í bardagann.
Sölvi stakk nú hnífnum í borðið, leit sigri hrósandi í
kringum sig og sagði: „Er nokkur annar, sem hefur í hyggju
að meina mér að fá matinn?“
Enginn svaraði Jjessari spurningu.
„Eg er sérstaklega í skapi til þess að gera út um Jjað mál
núna,“ hélt Sölvi áfram, án þess að liirða um blóðstraum-
inn, sem lagði úr kinninni. „Eg hef ekki fengið matarbita
í tvo daga. Eg lít því svo á, að eg eigi tveggja daga skammt
inni, og ætla þess vegna að taka til mín skálina einn næstu
tvær máltíðir. Maður sér þá, hvort írlendingurinn eða
nokkur annar hér, liefur eitthvað við Jrað að athuga.“
írlendingurinn lá í rúminn alla vikuna og var illa hald-
inn og niðurlag hans hafði orðið til Jjess að auka Sölva álit
í augum skipshafnarinnar. En Sölvi skildi mæta vel, að
liann var hér kominn út á hála braut, að eiga slík skipti við
þennan samvizkulausa lýð. Héðan af var þó ekki um annað
að ræða en leika til enda og halda þeim frá sér með ógnun-
um, eins og írlendingnum hafði tekizt.
Hann varð því að halda frumkvæðinu, en bíða ekki eftir
áskorunum annarra, gæta þess á degi hverjnm að vera harð-
ur í horn að taka og illur viðskiptis og útdeila réttlætinu
eins og honum sjálfum bezt hentaði á hverjum tíma.
Sá, sem skipshöfnin hafði óttast mest, næst írlendingn-
um, var stór og herðabreiður múlatti, sem beinlínis stjórn-
aði heilum ræningjaflokk um borð. Þeir, sem ekki vildu
láta hann vernda sig og greiða fyrir það ærið gjald, máttu
ganga að því vísu að hann og menn hans reyndu að hafa af
þeim sem mest af kaupinu.
Sölvi hafði sjálfur mátt Jrola Jxað fyrsta kvöldið, að múl-
attinn hafði leyst hengirúm hans og fleygt því til hliðar og
bundið sitt eigið rúm upp í staðinn.
Sölvi hafði séð hann í slagsmálum oftar en einu sinni og
liafði tekið eftir hinni sérstöku bardagaaðferð hans. Hanu
(Framhald).
31