Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Síða 2

Samvinnan - 01.07.1951, Síða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 30.00. Prentsmiðjan Edda. Efni: Bls. Litið um öxl — og fram á leið 3 Starfsemi SÍS 1950 4 Tryggingafélög samvinnu- manna 8 Sænskir gestir 9 Mohammed Mossadek 10 Einmani, smásaga eftir Þorstein Sigurðsson 11 Hin eilífa barátta, smásaga eftir Jón Dan 13 Skógrækt á íslandi 15 Bifröst, kvæði 19 Stórhýsi K. Þ. 23 Konurnar og Samvinnan 24 Vorgleði, málverk Jóns Egnilberts 27 XLV. árg. 7. Kefti JÚLl 1951 AÐALFUNDUR Sambandsins var að þessu sinni haldinn í hinum nýju húsakynnum samvinnumanna í Borg- arfirði, og var þeim á fundinum gefið nafnið BIFRÖST. Var þetta í fyrsta sinn, sem byggingin var tekin í notk- un, enda þótt enn sé unnið að frá- gangi innan húss og utan. Luku full- trúar á aðalfundinum, og aðrir þeir, er þangað komu, upp lofsorði á stað- inn, og þótti „gör með list ok kunn- áttu“, eins og sagt var um hina upp- haflegu Bifröst. EFTIR FUNDINN hefur Bifröst ver- ið opin gestum og þeim veittur þar beini eftir því, sem unnt hefur verið. Hefur Norðurleið, sem annast ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar, þegar gert þar viðkomustað, og snæða far- þegar hádegisverð á norðurleið en drekka kaffi á suðurleið. Nokkra hug- mynd um Bifröst má fá af myndum, sem birtast í þessu hefti, fyrst for- síðumyndinni, þá myndunum frá að- alfundinum, og loks eru myndir af matar- og fundasal og starfsfólki hússins aftar í blaðinu. SÁ HÁTTUR var hafður á um nafn- gift staðarins, að forstjóri auglýsti eftir tillögum um nafn snemma á að- alfundinum. Barst mikill fjöldi til- lagna, en stjórn Sambandsins valdi BIFRÖST úr þeim. Hafði verið heitið verðlaunum fyrir bezta nafnið, bók- um frá Norðra fyrir 500 kr., og hlaut Hallgrímur Sigtryggsson, starfsmaður SÍS, verðlaunin fyrir tillöguna, sem valin var. FORSTJÓRI gat þess í kveðju- samsæti, er fulltrúum var haldið, að fátt væri fegurra í náttúrunni en regnboginn. Þar eð regnboginn sé fánamerki samvinnumanna upa heim allan, hafi stjórnin ákveðið að. velja ' .-v,* ■ .-4’ 'X'-i.-*v‘** nafn, er tengdi þetta hvort tveggja við staðinn. Lýsti hann þeirri von, að þar mætti jafnan ríkja andi samhugs og samvinnu í framtíðinni. Munu þarna verða haldin margvísleg mót og fundir, námskeið og fræðslustarfsemi samvinnumanna. MENN MUNU minnast þess úr goða- fræðinni, að goðin gerðu brú af jörðu til himins, og hét sú Bifröst. „Hana muntu sét hafa,“ sagði Hárr við Ganglera. „Kann vera, at kallið ér regnboga. Hon er með III litum ok mjök sterk ok gör með list ok kunn- áttu meiri en aðrar smíðir.“ íslenzkir samvinnumenn munu vafalaust hafa góð not og ánægju af þessu myndar- lega félagsheimili, og vonandi geta þeir um ókomin ár sagt eins og Hárr: „Góð brú er Bifröst." ÍSLENDINGAR sýna nú skógrækt vaxandi áhuga og virðast einhuga um að klæða land sitt skógi á nýjan leik, ef dæma má eftir þeim framkvæmd- um, sem orðið hafa undanfarna ára- tugi á þessu sviði. Segir nokkuð frá því, hvar og hvernig þessi áhugi vakn- aði, í grein í þessu hefti. Er hún eftir þá Ingólf Davíðsson og Ingimar Ósk- arsson, sem nýlega hafa gefið út bók- ina „Garðagróður“, en þar er að finna miklar upplýsingar og leiðbeiningar um trjárækt. Myndirnar með grein- inni hafa vinsamlegast verið lánaðar af útgefanda bókarinnar, ísafoldar- prentsmiðju. GUÐNI ÞÓRÐARSON hefur tekið forsíðumyndina að þessu sinni. Hann hefur einnig tekið myndirnar frá aðalfundum SÍS og tryggingafélag- anna. VERÐLAUNASAGAN, sem birtist í síðasta hefti, hefur vægast sagt verið mjög umdeild, og hafa Samvinnunni borizt ýmsar raddir um hana. Vægð- arlausasti dómurinn mun sennilega vera þessi vísa: Blá er Blástararsagan, blár er höfundurinn, blátt verður blaðið af henni, en bláust er dómnefndin. Önnur vísa hefur borizt um söguna, og er hún öllu vingjarnlegri: Samvinnan lagi sér Blástör við brjóst og borgaði glæsilegt verk. Sagan er táknræn og sýnir það ljóst, hve samvinnuþráin er sterk. 2

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.