Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Síða 18

Samvinnan - 01.07.1951, Síða 18
Skógræktin fer vaxancU með hverju ári; i vor Kafa verið gróðursettar 500.000 trjápiöntur, og fengu færri en vildu. Eru nú 1000 ferkílómetrar klæddir skógi og kjarri í landinu vöxtuleg tré, sem Sigurður Jónsson og frú gróðursettu fyrir 40 árum. í Nes- kaupstað er vænn skrúðgarður, stofn- aður af konurn 1936, og fleiri laglegir garðar. Sömuleiðis á Eskilirði, Revð- arfirði, Fáskrúðsfirði og Mjóafirði. A Norðurlandi eru lundarnir frægu í Skriðu og Fornhaga í Hcirgárdal, gróðursettir af Þorláki Hallgrímssyni og sonum Iians, Jóni Kjærnested og Birni, um 1820—30. í Skagafirði er t. d. Víðivallagarður, gerður 1921 (Lilja Sigurðardóttir). A Vestfjörðum eru: Skrúður séra Sigtryggs á Núpi í Dýrafirði (gerður 1906), Simson-garðurinn á ísafirði (1926), og skrúðgarður Blóm- og trjá- ræktarfélags ísfirðinga (1932) rnynd- arlegastir. Sunnanlands er Múlakotsgarðurinn frægastur. Gróðursetti Guðbjörg Þor- leifsdóttir fjórar fyrstu hríslurnar árið 1896. Nokkru síðar byrjaði Árni Ein- arsson trjárækt og hefur ræktað væn tré við hliðina á garði Guðbjargar. Garður Ólafs ísleifssonar í Þjórsártúni er sennilega um 40 ára gamall. í Borg- arnesi er SkallagTÍmsgarðurinn byrj- aður lyrir um 25 árurn. Langmest er skrúðgarðaræktin í Reykjavík, Akureyri og Hafnarfirði. Vilja l'lestir hafa garð við hús sitt. Reykjavík er orðin mikill garðabær. Gangið um Laufásveg, Fjölnisveg, Smáragötu, Hringbraut, Hlíðahverfi, Sólvallagötu, Suðurgötu, Tjarnargötu, Stýrimannastíg og grennd. Blóm- og trjágarðar eru víða fyrir hverjum dyr- um. Algengustu trén eru íslenzkur og útlendur reynir. Erlendir víðibastarð- ar setja víða svip á Vesturbæinn, flest- ir auðþekktir á grænleitum greinum. Alkunnur er líka víðirinn í Aljringis- luisgarðinum og „líftréð“ á bak við Stjórnarráðið. Ræktun birkis fer vax- andi, enda er birkið harðgerðasta og nægjusamasta tréð og getur verið mjög fagurt. Álnrur, heggur og lilynur þríf- ast vel í góðum görðum. Limgarðar eru ennþá fágætir, en eiga útbreiðslu skilið. Sums staðar klæða iðgrænar vafningsjurtir húshliðarnar á sumrin. Einhver elzti skrúðgarður í Reykja- vík mun vera Landfógetagarðurinn bak við Hressingaskálann í Austur- stræti. Kom Árni Thorsteinsson land- fógeti honum á fót um 1862—65. Þar óx lengi mjög fjölskrúðugur gróður, og enn vaxa Jrar allmörg tré og mikið af blómum. Bœjarfógetagarðuriun við Aðalstræti (gamli kirkjugarðurinn) var gerður af Schierbeck landlækni 1884. Þar vex eitt fallegasta og stærsta birkið í Reykjavík, langstærsti gljá- víðirinn og stór reynitré. Talsvert er þar einnig af blómum, þótt miklu væri Jrað fleira áður. Lága, laglega girðingu vantar um Jjann garð. Það er mesti misskilningur að vilja rífa niður allar girðingar um garða. Gróðr- inum fer oft aftur við það; görðunum hættir til að verða óhirðulegir og rusl safnast í þá, einkum á vetrum. Fólk getur haft aðgang og fulla ánægju að görðunum, þótt girtir séu. — Alpingis- húsgarðurinn er verk Tryggva Gurin- arssonar, gerður á árununr 1893—95. Þar vaxa stór víðitré og fleiri tré og talsvert af blónrunr. Gróðrarstöðin í Reykjavík var sett á stofn urn aldamótin. Þar gróðursetti Einar Helgason mikið af trjánr og hafði mikla blómrækt. Allmörg trén lifa og enn er Jrar blómræktarstöð. Sólvallakirkjugarðurinn er stærsti trjá- garður Reykjavíkur, en flest trén lág- vaxin ennþá. Munu Jrau aðallega vera gróðursett eftir 1918 og allt franr á síð- ustu ár. Getur þar orðið samfellclur skógarlundur með tímanunr. Hið nris- stóra og nrislita legsteinasafn sónrir sér bezt innan um tré og runna. Fjöldi skrautjurta vex líka í kirkjugarðin- unr. Margir einkagarðar eru fallegir, en of langt mál yrði að telja þá upp, eirda erfitt að gera samanburð á ýms- um Jreirra. í Hafnarfirði er Hellisgerði, lands- kunnur garður í einkennilegu unr- lrverfi með lrraunbollum, lræðunr og strýtum. Þar vex óvenjulega fjölbreytt- ur og Jrroskaður gróður, sem unir hag sínum prýðilega í hrauninu. Fyrstu trén voru gróðursett Jrar 1924. í Hell- isgerði vaxa margar sjaldgæfar teg- undir og flest algeng tré, runnar og skrautblóm. Geta Hafnfirðingar haft garðinn til fyrirmyndar um tegunda- val. Málfundafélagið Magni stofnaði Hellisgerði, en Ingvar Gunnarsson, kennari, hefur annazt garðinn frá upp- hafi. Ættu fleiri félög að feta í fót- spor Magna. Ýmsir fleiri fallegir garð- ar eru í Hafnarfirði. Lítum á Akureyri. Þar hefur snemma verið liafizt handa um rækt- un trjágróðurs, en nær eingöngu munu það hafa verið einstök tré í skjóli við hús og bæi, sem gróðursett voru, án þess að sérstökum, afgirtum skrúðgörðum eða gTÓðurstöðvum væri komið á fót, enda eru Jrað ekki skrúð- garðarnir, sem vekja eftirtekt vegfar- enda, er fara um innsta hluta kaup- staðarins, um Aðalstræti, lieldur ein- stök tré, er gróðursett hafa verið við suðurhlið húsanna. Hér er ekki um mikla fjölbreytni í tegundum að ræða, aðeins þær valdar, sem reyndust ör- uggar við norðlenzk veðurskilyrði, svo sent lerki, ilmreynir, og íslenzk bjtírk. Senr dæmi má nefna lerkið við Aðal- stræti 19, nær 9 rnetra hátt, ilmreyn- inn við Aðalstræti 6, allt að 10 metr- um, og björkina við Aðalstræti 4, senr er 10,2 metrar á hæð, og mun Jrað vera hæðarmet meðal ræktaðra trjá- plantna. Þá eru í garðinum við húsið Lækjargötu 3 mjög glæsileg bjarkar- tré, 9—10 metra há. Við hliðina á Jreim garði er gamall skrúðgat'ður með mikl- um og Jrroskalegum trjágróðri, eign Jóns Geirssonar, læknis. Þar vex með- al annars 4,7 metra hár lilynur, sem er fágætur á Akureyri, á þar enda örðugt uppdráttar. 18

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.