Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 20
Hin eilífa barátta Framh. a{ bls. 14. sem geymd var skreiðin. Ef sól skein um hádaginn, tyllti hún því upp í bæjarsund, en er leið að kvöldi lét hún það inn og byrgði gluggann af ótta við næturfrost. Tíðin liafði verið fádæma góð að undanförnu, og var svo fram í ein- rnánuð, en nótt eina gerði heiðríkt veður og hörkufrost. Hún vaknaði undir morgun og sá að baðstofuglugg- inn var hélugrár. Hún varð ákaflega hrædd, hentist fram úr rúminu og út í skemmu á náttserknum einum og greip ískaldan pottinn og þrýsti hon- um að brjósti sér. Því næst hljóp hún inn með hann og lét hann í glóðvolgt bólið sitt, en sat sjálf á rúmstokknum og skalf af kulda. Loksins skreið hún þó upp í, og hagræddi jurtinni í liand- arkrika sér. Þannig lá hún sofandi þegar fólkið vaknaði, og nú hélt það vissulega að hún væri gengin af göfl- unum. Til allrar hamingju sluppu barn og blóm við tjón af völdurn kuldans, en næstu daga faldi hún pottinn í fjós- inu. Þegar hörkurnar voru um garð gengnar, fór hún með hann í skemmu- gluggann að nýju, og svo sem þrem vikum síðar gagntók liana mikil gleði, því nú kornu í ljós tveir brumhnapp- ar á blóminu. Svo bar við um þessar mundir, að kona nokkur, langt að komin, var stödd á bænum og undirbjó brúðkaup- ið. ICona þessi hafði á sér höfðingja- snið, því hún hafði farið víða og gist virðingarfólk, enda var litið upp til hennar. Húsfreyjan á þessu afskekkta býli naut nú gamallar vináttu hennar, og hafði fengið hana sér til aðstoðar. Auk þess sem hún var búrkona, eftir- sótt til að btia í haginn veizluföng fyr- ir brúðkaup heldri manna, óx henni virðing af öðru meir, því enginn kunni betur að klæða brúði svo vel færi. Hún hafði ekki dvalizt lengi á bænxtm, þeg- ar henni var sögð sagan af telpunni, sem lagði blóm í rúnrið lrjá sér, og hlátur hennar særði meir en aðskot heimamanna. — Blessaður fáráðling- urinn, sagði hún, því hún var sú, sem valdið hafði, blessaður fáráðlingurinn, lreimalningur og kotungsbarn, ja, hvers er að vænta. Samtínris þessu gerði bóndasonur- inn harða hríð að lrenni. Nú skensaði lrann ekki lengur með því að efast unr nrátt lrennar, en lrins vegar sagðist liamr vita, að lrún væri hrifin af prestiirum. Og lrún léti blómið sofa lrjá sér heldur en ekki neitt. Hana sveið í augu af tárunr og gremjan afskræmdi andlit hennar. Reiðin svall í lienni, og fyrr en varði flaug hún á strákinn og klóraði hann í framan. — Köttur, hvæsti lrann, kött- ur senr klórar, og lrefur blómsturpott fyrir prest. Hún féll grátandi niður, en bónda- sonurinn hljóp inn og sýndi blæðandi skrámur til sairnindanrerkis unr það, hvílík vitfirring hefði gripið liana. Æðri máttarvöld hússins lofuðu lrefnd, svo hann hljóp út glaður í bragði og kallaði hástöfum: — Ha, urðarköttur, klóruköttur, þú hefur blómsturpott fyrir prest. Þegar lrún lrafði grátið stundarkorn, kom lrúsfreyjan út og sagði, að skamm- arlegt væri en satt þó, að lrún væri lrrifin af presti, annars hefði hún ekki blómið fyrir sinn Guð. Nú yrði hún að ráða það við sig, hvort hún vildi taka sönsum, ella yrði hún sögð til sveitarinnar, hjáguðadýrkun mundi ekki þoluð á þessum bæ. Svo vildi til, að þetta var daginn fyr- ir brúðkaup heimasætunnar. Búrkon- an virðulega kom nú út á hlaðið eftir Jxessa rimmu, og það var eins og allar heimsins áhyggjur hvíldu á þrýstnum herðum liennar. — Ég fæ ekki séð, að hér muni fara fram sómasamlegt brúð- kaup á morgun, ef þessurn leik heldur áfram, sagði liún. — Einn af heimilis- mönnum, sjálfur bróðir brúðarinnar, er skrámaður svo að til lýta er. Væri ekki ráðlegt að hefta svolítið frjáls- ræði Jressa barns, sem hefur sturlazt hér í fámenninu. Eins og nærri má geta, hafði þessi ræða búrkonunnar tilætluð áhrif. Hús- freyja gerði sér lítið fyrir og lokaði telpuna inni í skemmu, Jrar sem hún var eina húsið, sem enginn var erill um. Samtímis lét hún þess getið, að nú yrði blóminu komið fyrir kattar- nef, enda þótt það væri frá sjálfum prestinum. Allan daginn hímdi stúlkan í skemmunni, hrædd og örvilnuð frarn- an af, en stilltari er á leið daginn. Hvað eftir annað var hún komin á fremsta hlunn með að rífa blómið sundur, en þegar hún loks undir kvöld ætlaði að láta verða af því, gerði liún Jaað eigi að heldur. Blómhnapp- arnir tveir, rauðir og dúnmjúkir, voru teknir að ilma svo ljúflega, að jafnvel mjaðurjurtin komst |>ar ekki í neinn samjöfnuð. Og ef hún léti þá lifa til morguns, liver vissi nema jreir mundu Jtá lykjast sundur og lnin gæti notið fegurðar þeiria litla stund, rétt á með- an fólkið væri í kirkjunni, notið þeirra ein og óþvingað, og síðan grafið Jrá djúpt í jörðu, alveg eins og þeir gera, senr missa ástvini. Um kvöldið var henni hleypt inn í baðstofu, þar sem fyrirlitning allra Jaessara samvizkuhreinu manna hrein á henni. En nú var afstaða hennar önn- ur en fyrr. Hún hafði verið að velta þessu fyrir sér í allan dag, og Jregar hún kom nú inn í baðstofu, fann hún til einkennilegrar vorkunnsemi með þessu fólki. Þarna sat Jjað og var sann- fært um óskeikun eigin dómgreindar, allt sem það skildi ekki var brjálæði og heimska. Heimur þess var Jrr(jngur hringur, og enginn þorði að stíga út fyrir liann, en liitt var þó verra, að enginn hafði löngun til Jaess. Hún ein var óliáð og vissi um allt, sem utan bjó. En fólkið í baðstofunni furðaði sig á því, hve hress hún var, og Jrað fyllt- ist vandlætingu yfir storkun þessarar tökustelpu. Nær hefði henni verið að skæla, Jaá hefði fyrirgefning komið til rnála. En hún sýndi enga iðrun. Svo rann upp sólin að morgni næsta dags, það var sunnudagur. Hann hófst á því að risið var úr rekkju fyrir allar aldir, því í dag skyldi halda brúð- kaupið. Heiðríkt var og stafalogn, og telpan flýtti sér út í skemrnu og flutti blórnið upp í bæjarsund, Jrar sem sól- in skein á það. í dag urðu blómknapp- arnir að breiða úr sér, því þessi sunnu- dagur var síðasti dagur rósarinnar. Morguninn leið og allt var á ferð og flugi frarn undir hádegi. Þá datt á dúnalogn. Nú var öllum undirbún- ingi lokið, nema livað eftir var að búa heimasætuna í brúðarskartið, aðfeng- inn kyrtil og koffur. Þá var það, rétt áður en lagt skyldi 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.