Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Síða 23

Samvinnan - 01.07.1951, Síða 23
K. Þ. reisir stórhýsi í Húsavík Kaupfélag Þingeyinga var stofnað í febrúar árið 1882. Jakob Halfdánar- son, bóndi að Grímsstöðum við Mý- vatn, var fyrsti framkvæmdarstjóri fé- lagsins og nefndist kaupstjóri. Jakob dvaldist í Húsavík sumarið 1882 og fékk Jrangað vörur, sem hann skipti milli félagsmanna. Jakob keypti skemmu, sem laxveiði- menn höfðu nokkrum árum áður byggt í Húsavík, en nú yfirgefið. Skennna Jressi var úr timbri, gisin mjög, 4\6 álnir að gólffleti. Henni fylgdi þaklaus ísgeymslugryfja. Eignir Jressar kostuðu 50 krónur. Jakob tjaldaði skemmuna innan, svo að hún yrði fokheld, og setti í hana hillur. Þarna hafði hann smærri varninginn. í gryfjunni geymdi hann þungavöru og strengdi segldúk yfir til hlífðar. Þetta var fyrsti húsakostur Kaupfé- lags Þingeyinga. Síðan eru 69 ár liðin. Því miður er ekki til mynd af þess- Hér sést hin myndarlega bygging Kaupfélags Þingeyinga í Húsavík. Þórir Baldvinsson, húsameistari, teiknaði húsið, en Kristinn Bjarnason var yfirsmiður við smíði þess. ari aðstöðu, en ljósa hugmynd er auð- velt að gera sér af lienni. Fróðlegt er að minnast þessa um leið og hér er birt mynd af núverandi aðalverzlunar- og skrifstofuhúsi Kaup- félags Þingeyinga. Það hús hefir félag- ið reist á síðustu árum. Árið 1941 keypti K. Þ. húseignir, sem átt hafði Páll Kristjánsson, kaup- maður, og Helgi Benediktsson út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum hafði eignast um stund. Meðal þeirra húsa var verzlunar- og skrifstofuhús, sem nefndist „Garðar“, — ekki fullinnrétt- að. Þetta luis innréttaði félagið við sitt hæfi og byggði eina hæð ofaná Jrað. Húsið er 121,4 X10 metrar að grunnfleti. Kjallari og þrjár liæðir. Á neðstu hæð er sölubúð (vefnaðarvöru- deild) og tilheyrandi geymslur. Á annari hæð vorn aðalskrifstofur fé- lagsins frá 1943 til 1950. Nú er sú hæð leigð fyrir skrifstofur og læknisstofu. Á efstu liæð býr mjólkurbússtjóri félagsins. Þetta hús er til hægri á myndinni. Árið 1947 hóf félagið byggingu skrifstofu- og verzlunarhúss, við norð- urstafn hússins „Garðar“. Það hús er til vinstri á myndinni. Húsið er kjall- ari og fjórar hæðir; grunnflötur Jress er 32 X13 m. Á neðstu hæð eru sölubúðir og til- heyrandi geymslur. Kjötbúð (við norð- urstafn), er tók til starfa 15. des. 1949. Búðir fyrir nýlenduvöru og járn og glervörur. Voru Jrær búðir opnaðar 5. maí s.l. Á annari hæð eru skrifstofur félags- Framh. á bls. 28. 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.