Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Side 4

Samvinnan - 01.07.1951, Side 4
 bandsins í lieild, og spnTþéss, að ekki hefði verið ráðizt í nýja fjárfestingu á —X' AÐALFUNDUR Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga fór fram að Bifröst í Borgarfirði dagana 2f. og 22. júní, og sóttu hann eitt hundrað full- trúar. Var þetta í fyrsta sinn, sem hin nýju húsakynni Sambandsins voru tek- in í notkun, en á fundinum var þeirn gefið nafn eftir regnbogabrú goða- fræðinnar, og þótti fundarmönnum mikið til þeirra korna í livívetna. Formaður stjórnar Sambandsins, Sigurður Kristinsson, setti aðalfund- inn og bauð fufltrúa velkomna. Gekkst hann fyrir kosningu kjörbréfanefndar, og voru kjörnir í hana þeir Egill Thor- arensen, Jón Baldurs og Sveinn Guð- mundsson. Voru þá mættir 97 fulftrú- ar, en síðar á fundinum bættust þrír við, er tvö ný félög voru tekin í Sam- bandið. Þessu næst var kjörinn fund- arstjóri Guðmundur Jónsson, Hvítár- bakka, og varafundarstjóri Sverrir Gíslason, Hvammi. Ritarar voru kosn- ir Karl Kristjánsson og Hjörtur Hjart- ar. Um leið og Guðmundur tók við fundarstjórn, bauð hann Sambandið velkomið á liinn fagra stað að Hreða- vatni og lét í ljós þá ósk, að þar mætti ætíð ríkja andi samvinnu og bræðra- lags. Sigurður Kristinsson flutti skýrslu stjórnarinnar um störf hennar síðast- liðið ár og gat hann um þá afgreiðslu, er hin ýmsu mál, er vísað hafði verið til stjórnarinnar, hefðu fengið. Þá ræddi hann nokkuð starfsemi Sam- árinu, lieldur lögð áherzla á að ljúka því, sem byrjað hafði verið á. Þá flutti Vilhjálmur Þór, forstjóri, skýrslu sína, mjög ítarlegt og athyglis- vert erindi um starfsemi SÍS á árinu 1950, rekstur þess, hag og horfur. Hóf hann mál sitt með því að minnast hinna stórfelldu framfara, senr orðið hefðu á fyrri helming aldarinnar, sem er nýliðinn. Benti hann á, að sam- vinnuhreyfingunni liefði vaxið mjög ásmegin á þessu tímabili og hefði hún átt virkan þátt í framförunum. Forstjóri, Vilhjálmur Þór, og varaformaður SÍS, Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, rceðast við á fundinum. Forstjóri sagði um síðastiiðið ár, að það hefði verið viðburðaríkt og erfitt á sviði viðskipta- og fjárhagsmála, og hefði mátt búast við enn meiri röskun í þessunt efnum, ef ekki hefði notið aðstoðar frá Efnahagssamvinnustofn- uninni í Washington og greiðslu- bandalagi Evrópu. Þá ræddi forstjóri þá stefnu Sam- bandsins, sem það hefur fylgt frá upp- hafi, að beita sér gegn hvers konar verzlunar- og viðskiptahöftum, og sagði, að miklum áfanga hefði verið náð í þeim efnum á síðastliðnu ári. Kvað hann rnikla áherzlu lagða á að nota þá möguleika, sem opnast við rýmkun verzlunarhaftanna tif þess að auka vöruveltuna og færa út rekstur- inn. Um rekstur Sambandsins sagði for- stjóri í ræðu sinni, að hann væri með svipuðu sniði og áður, nema hvað ekki hefur verið komið á frekari deilda- skiptingu, heldur fækkað um tvo for- stöðumenn undirdeilda í sparnaðar- skyni. Þessu næst kom forstjóri að vöru- veltu Sambandsins, en það flutti á ár- inu inn vörur frá 22 löndum og út til 15 landa. Sala á innlendum afurðum gekk mjög vel og jókst umsetning út- flutningsdeildar um 45 milljónir króna, upp í 119 milljónir, eða um 62%. Stafar þessi mikla hækkun ekki aðeins af hærra verði afurðanna í krónutölu eftir gengislækkunina, 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.