Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 12
legginn á honum eins og bjarghring og nam staðar andvarpandi. — Halló þú, sagði hún með ofur- lítið liásri, drafandi rödd. — Síðan hvenær þekki ég þig? Hún brosti við honum. — É-é-a, sagði Mani, og hann ætlaði að segja eitthvað meira, en það var honum um megn. Heit fagnaðarbylgja reið yfir hann og tók með sér í útsog- inu þá hrönn af orðatiltækjum, sem áttu við svona spurningu, en skildi hann eftir titrandi af sæluhrolli, sem lníslaðist út í hverja taug meðan hann starði hugfanginn á stúlkuna, sem hélt dauðahaldi í handlegginn á honum. Þarna var komið lians mikla tækifæri. Loksins var hann á leiðinni í lukku- pottinn. — É-é-é-a, endurtók hann en komst ekki lengra. Bifreið nam staðar við liliðina á þeim, og einhver dóni baul- aði með djúpri brennivínsrödd: — Tóta! Tóta ljóta! Þú átt að vera til fóta í nótt. Langur sláni hlykkjaðist út úr bíln- um og tók utan um stúlkuna. — Hvað viltu? spurði hún. — Komdu. — Taktu í burtu þínar ógeðslegu krumlur, sagði hún eins virðulega og hún gat og reyndi að losa sig. Sláninn rak upp kumrandi hlátur, sem endaði í hlakkandi smjatti. — Þær eiga eftir að káfa svolítið meira á þér, baulaði hann. — Láttu mig vera, helvítis djöfull- inn þinn, æpti Tóta og gleymdi öll- um virðuleika. Síðan sneri hún sér að Mana. — Hjálpaðu mér, vinur. Mani var sem þrumulostinn yfir þessari óvæntu árás, og brennivíns- söngurinn innan úr bílnum gerði hann enn ringlaðri. Hann var gagn- tekinn undarlegri tómleikatilfinn- ingu. Það var eins og sálin hefði laum- azt burt úr líkamanum og skilið hann eftir stjórnlausan. Hann gat hvorki hreyft legg né lið. Sláninn hvessti á hann augun með ögrandi slagsmála- svip, sem fljótlega leystist upp í góð- látlega fyrirlitningu, þegar Mani gerði sig ekki líklegan til þess að verða við tilmælum stúlkunnar. Síðan sneri hann sér að Tótu. — Heldurðu, að ég sé að hella í þig rándýru brennivíni, til þess að þú stingir svo af með einhverjum lúsa- blesa? Hann beið ekki eftir svari, heldur tók Tótu, fleygði henni upp í bílinn og hlykkjaðist sjálfur á eftir. Tóta baðaði út öllum öngum. — Hjálp! grenjaði hún. — Hjálp! Brennivín! Morð! Bíllinn rann af stað. Mani hafði staðið eins og þvara og horft á högg- orminn koma og hirða Evu. En nú var eins og hann væri lostinn töfra- sprota. Hann tók á rás eftir bílnum með brópum og köllum. Nú var kart- aflan horfin úr kokinu á honum, og hann kenndi ekki lengur hins undar- lega tómleika innanbrjósts. Sálin var komin aftur, og nú var hann reiðu- búinn til að berjast. En það var bara orðið of seint. Áður en varði vár bíll- inn horfinn út í myrkrið. Mani nam staðar og strauk með handarbakinu svitann af enninu. Hann var allur í uppnámi, og aldrei hafði hann verið jafn óánægður með sjálfan sig. Aldrei hafði hin sárbeitta óþolstilfinning, sem fylgir vanmátt- ugri reiði, skorið hann jafn miskunn- arlaust innan. Af gömlum vana rölti hann austur með tjörninni og inn í Hljómskálagarðinn. Þar í kyrrðinni fleygði hann sér á bekk og gaf tilfinn- ingum sínurn lausan tauminn. Brátt sefaðist hann og tók að skoða atburðinn í nýju ljósi; endurlifa hann í huganum. Bara að sálin hefði ekki flúið frá lronum, þegar mest á reið. Bara að hann hefði ráðizt á þorpar- r ann og slegið liann niður. Angistaróp stúlkunnar hljómaði enn í eyrum hans: — Hjálp! Brennivín! Morð! Hann stökk á fætur og sneri sér að runna, sem stóð þar hjá og átti sér einskis ills von. — Slepptu stúlkunni, bölvaður fant- urinn þinn! öskraði liann og steytti hnefana. Runninn bærði ekki á sér. — Slepptu henni strax, eða ég ber þig í klessu! Og Mani lét ekki sitja við orðin tóm. Hann snaraði sér úr frakkalarf- inum og réðst að andstæðingnum. Hver skyldi liafa trúað því, að þessi klunnalegi kurfur ætti til Jrá lipurð, senr hann sýndi í viðureign sinni við hinn ímyndaða andstæðing. Það var harður aðgangur og dóninn fékk hrak- lega útreið. Að lokum baðst hann vægðar. Mani tók Tótu í fangið og Jrrýsti henni sigri hrósandi að brjósti sér. — Korndu, Tóta mín, korndu með mér, hvíslaði hann. Hún lijúfraði sig að honum, bljúg og innileg. — Ó, þú hefur frelsað mig, — ég elska Jrig! Þetta voru orðin, sem hann liafði alltaf dreymt um: — Ég elska Jrig! Hann ljómaði af stolti, Jregar hann bar ástmey sína í fanginu að bekknum. Þar jós hann yfir hana löngum á- stríðujrrungnum kossum, unz blóðið fór að sjóða í æðuni hans. — Ó, hve hún var dásanrleg! Kyrrðin var rofin af geðillum blika, sem böðlaðist með hávaða gegnum sefið við tjarnarbakkann. Mani vakn- aði og settist upp með hrolli. Hann hafði kuðlaðan frakkalarfinn sinn í fanginu, og hann flýtti sér að fara í hann, því að það var orðið kalt. Síðan geyspaði hann ósældarlega og lötraði út á auða götuna. Öðrum megin móktu húsin í draumkynjaðri ró en hinum rnegin blundaði tjörnin. Borgin svaf í skauti lognværrar næturinnar, sem var slungin líkfölri glóð nýmánans. Dauft skóhljóð síðbúinna elskenda dó út í fjarska, en við tók þunglamalegt þramm einmanans. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.