Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Page 30

Samvinnan - 01.07.1951, Page 30
boði yðar, sem bar vott um eftirvæntingu, ef ekki örvænt- ingu.“ Frú Crosbie hikaði nokkur augnablik og virtist hugsi. „Þeir geta sannað, að einn af þjónum mínum fór með bréfið til hans. Hann fór þangað á reiðhjóli." „Þér megið ekki gera ráð fyrir, að annað fólk sé grunn- hyggnara en þ>ér sjálfar. Bréfið gefur auga leið og þeir munu fyllast grun, sem ekki hefur hvarflað að nokkrum manni hingað til. Ég mun ekki segja yður, hvað ég hélt sjálfur, þegar mér var sýnt afritið af bréfinu. Ég vil ekki segja yður neitt nema það, sém nauðsynlegt er til að bjarga lífi yðar.“ Frú Crosbie gaf frá sér hvellt hróp. Hún stökk á fætur, náföl af ótta. „Þér haldið ekki, að þeir mundu hengja mig?“ „Ef þeir kæmust að þeirri niðurstöðu, að þér hefðuð ekki myrt Hammond í sjálfsvörn, væri það skylda dóm- endanna að dæma yður seka. Ákæran er morð. Það væri skykla dómarans að dæma yður til dauða.“ „Hvað geta þeir sannað?“ „Ég veit ekki, hvað þeir geta sannað. Það vitið þér. Ég kæri mig ekki um að vita það. En vakni grunur þeirra og byrji þeir að leita upplýsinga hjá hinum innfæddu, hvað geta þeir grafið upp?“ Hún riðaði skyndilega og féll á gólfið, áður en hann gat gi'ipið hana. Það hafði liðið yfir hana. Hann leit í kring- um sig eftir vatni, en það var ekkert í herberginu. Hann vildi ekki, að þau yrðu ónáðuð. Hann hagiæddi henni á gólfinu, kraup við hlið hennar og beið þess, að hún jafn- aði sig. Þegar hún opnaði augun, brá honum við að sjá liinn hörmulega ótta, sem skein út úr þeim. „Verið þér kyrrar," sagði hann. „Þér jafnið yður eftir augnablik." „Þér látið þá ekki hengja mig!“ hvíslaði hún. Hún byrjaði að gráta óstjórnlega, en hann reyndi að hugga hana. „Hættið þér þessu, fyrir alla muni,“ sagði hann. „Lofið mér að jafna mig augnablik,“ sagði lnin. Hugrekki hennar var undrunarvert. Hann gat séð, hví- líkt átak það var henni að ná aftur valdi á tilfinningum sínum og innan stundar var hún orðin róleg aftur. „Lofið mér að standa upp.“ Hann rétti henni hendina og hjálpaði henni á fætur. Síð- an leiddi hann liana að stólnum og hún settist þreytulega. „Talið ekki við mig í eina eða tvær mínútur," sagði hún. „Eins og þér viljið.“ Þegar hún tók aftur til máls voru orð hennar allt önnur en hann hafði búizt við. Hún andvarpaði. „Ég er hrædd um, að ég hafi spillt málinu,“ sagði hún. Hann svaraði ekki, og það var þögn á nýjan leik. „Er ekki unnt að komast yfir bréfið?“ spurði hún loks. „Ég geri ekki ráð fyrir, að mér hefði verið sagt frá því, ef handhafi þess hefði ekki í hyggju að selja það.“ „Hver hefur það?“ „Kínverska konan, sem Hammond bjó með.“ Leslie roðnaði augnablik. „Vill hún fá mjög mikið fé fyrir það?“ „Ég ímynda mér, að hún hafi glögga hugmynd um þýð- ingu bréfsins, og ég efast um að það sé falt nema fyrir stórfé.“ „Ætlið þér að láta hengja mig?“ „Haldið þér, að það sé svona auðvelt að komast yfir óþægileg sönnunargögn? Það er álíka mikið afbrot og að fela vitni. Þér hafið engan rétt til að fara fram á slíkt við mig.“ „Hvað verður þá um mig?“ „Réttlætið verður að renna sitt skeið.“ Hún varð náföl, og það fór skjálfti um líkama hennar. „Ég er algerlega í yðar höndum, og að sjálfsögðu hef ég engan rétt til að krefjast neins af yður, sem ekki er lögum samkvæmt.“ Vegna stillingar hennar hafði Joyce ekki átt von á því, að kvökkva mundi bregða fyrir í rödd hennar, og þetta hafði djúp áhrif á liann. Hún liorfði á hann barnslegum auguna og honum fannst þau mundu elta sig alla ævi, ef hann neitaði bón þeirra. Það mundi hvort sem er ekkert geta vakið Hammond upp frá dauðum. Hann velti því fyr- ir sér, liver væri raunverulega skýringin á þessu bréfi. Það var ekki sanngjarnt að draga þá ályktun af því, að hún hlyti að hafa rnyrt Hammond óáreitt. Hann var búinn að dveljast lengi í Austurlöndum, og því óvíst að sómatilfinn- ing hans liafi verið óskert. Joyce starði á gólfið, — og tók þá ákvörðun að grípa til aðgerða, sem hann vissi að voru ólöglegar. Honum hafði hitnað fyrir brjósti og hann var örlítið gramur við Leslie. „Mér er ekki fyllilega ljóst, hvernig fjárhag manns yð- ar er varið.“ Hún roðnaði og leit fljótlega á hann. „Hann á allmarga hluti í tinnámunum og nokkra minni hluti í einni eða tveimur gúmekrum. Ég geri ráð fyrir, að hann geti útvegað peninga." „Það yrði að segja honum til hvers peningarnir verða notaðir.“ Hún þagði augnablik og virtist hugsi. „Hann er ennþá ástfanginn af mér. Hann mundi fórna hverju, sem væri, til að bjarga mér. Er nokkur þörf á því, að hann sjái bréfið?“ Hann gretti sig örlítið, og hún áttaði sig þegar á undir- tektum hans og hélt áfram: „Róbert er gamall vinur yðar. Ég er ekki að biðja yður að gera neitt fyrir mig, heldur aðeins að bjarga meinlaus- lausum og vingjarnlegum manni, sem aldrei hefur gert yður neitt mein, frá sem mestum þjáningum." Joyce svaraði ekki, en stóð og gekk til frú Crobie til að kveðja. Hún rétti honum höndina af meðfæddum yndis- þokka. Viðtalið hafði verið henni mikil raun og hún var þreytuleg, en hún gerði sómasamlega tilraun til að kveðja hann með virðuleik. „Þér eruð búinn að hafa svo mikið fyrir mér,“ sagði hún, „að ég veit ekki, hvernig ég á að sýna yður þakklæti mitt.“ Joyce fór aftur á skrifstofuna. Hann settist við skrifborð sitt, gerði enga tilraun til að vinna en sat og hugsaði. Marg- ar furðulegar hugmyndir skutu upp kollinum, og honum varð órótt innanbrjósts. Loks var barið að dyrum, eins og liann átti von á. Ong Clii Seng gekk inn. 30

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.