Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Page 17

Samvinnan - 01.07.1951, Page 17
Hellisgerði, hinn fagri skrúðgarður Hafnfirðinga. Undir ilmreyni í gróðrarstöðinni á Akureyri (E.S.) ofangreindum stöðvum fyrir milli- göngu Skógræktar ríkisins og skóg- ræktarfélaganna. Síðustu áratugina hefur verið unnið að því dyggilega að fá inn í landið trjá- plöntur (eða fræ af þeim til sáningar), sem í heimkynnum sínum búa við lík veðurskilyrði og hér eru. Með því móti ætti framtíð þessara tegunda að vera bezt tryggð. Eins og gefur að skilja, hefur {rekk- ing manna og skilningur aukizt mjög á s.l. 50 árum á mikilvægi trjáræktar- innar. í flestum skrúðgörðum landsins eru nú ræktuð fleiri og færri tré, og eftirspurnin eftir trjáplöntum vex ár- lega. Það er því augljóst, að trjárækt- in er orðin snar þáttur í lííi almenn- ings, að minnsta kosti í kaupstöðum landsins. Nú er verið að kosta kapps um að koma upp barrskógi hér á landi, aðal- lega greniskcigi, og rnælir margt með því að það geti tekizt, enda þýðingar- mikið frá liagrænu sjónarmiði. Auk þess hafa flest barrtré sérstöðu meðal norrænna trjátegunda vegna fegurðar sinnar að vetrarlagi, þegar flest lauf- trén eru blaðlaus. Það er því unnið kappsamlega að því að fá lagleg barr- tré í skrúðgarðana, enda verða þau fljótt yndi og eftirlæti allra garðeig- enda. HELZTUSKRÚÐGARÐAR í LANDINU. Allvíða á íslandi er búið að korna upp myndarlegum skrúðgörðum. Á Austfjörðum eru hér og hvar laglegir garðar. Er Seyðisfjörður þar fremstur í flokki. Þar er Stefáns-Th.-garðurinn, Wathnesgarðurinn og Símstöðvar- garðurinn nokkru yngri áfastur við hann og fleiri garðar. Á Héraði eru Egilsstaðagarðarnir alkunnir. Mun Sveinn Jónsson hafa byrjað að gróður- setja tré í eldri garðinum 1912, en í syðri garðinum 1923. Trjágarðar eru líka á Arnheiðarstöðum, Geitagerði, Bessastöðum, Hamborg og víðar á Héraði. Á Stafafelli í Lóni eru mjög

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.