Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 28
IÐUNNAR-SKÚR Hvers vegna líður öllum bezt í IÐUNNAR-skóm? Það er fyrst og fremst sökum þess, að allir IÐUNNAR-skór eru sérstaklegalagaðir fyrir íslenzkt fótlag. Auk þess eru allir IÐUNNAR-skór smekklegir, vandaðir og ódýrir. Gangið í IÐUNNAR-skóm, þá líður ykkur vel. Skinnaverksmiðjan IÐUNN — Skógerðin — Hann er ánægður, honum lið- ur vel í GEFJUNAR-fötum, innst sem yzt. Þau eru smekkleg, skjólgóð og henta bezt íslenzku veðurfari. GEFJUN vinnur sífellt að því að bæta og fullkomna fram- leiðslu sína, með nýjum og fullkomnari vélum og með því að taka í þjónustu sína hvers konar nýjungar, sem fram koma á sviði ullariðnaðarins í heiminum. Ullarverksmiðjan GEFJUN Akureyri Mossadek... Framh. af bls. 10. MOSSADEK er maður, sem vestur- landamenn eiga oft erfitt með að skilja til fullnustu, og kalla þeir hann því öfgafullan og einsýnan. En það er margt, sem hafa þarf í huga: Hin sér- kennilega móhammeðstrú Persa; fá- tækt þeirra og auður olíufélagsins áratugum saman; hin vaxandi þjóð- ernisvakning Asíu. Það er því von, að erfitt hafi reynzt að leysa þetta olíu- deilumál svo að báðir geti við unað, þeir ,sem landið eiga og lifa þar í fá- tækt, og hinir, sem byggt hafa hin miklu olíumannvirki og hafa þekk- ingu og reynslu til að halda áfram olíuvinnslunni og flytja þetta svarta gull um öll heimsins höf. Bygging K. Þ. Framh. af bls. 23. ins, skjalageymslur og fundasalur. Ennfremur er þar rúm fyrir sölubúð, sem ekki er tekin til starfa. Skrifstof- urnar voru teknar til afnota 25. maí 1950. Efri hæðirnar eru að mestu óinn- réttaðar. Er gert ráð fyrir að Bóka- safn Þingeyinga, sem nú er í gölluð- um liúsakynnum, fái á þessu ári að- setur á þriðju hæðinni. Safnið var upp- haflega myndað af mönnum þeim er stofnuðu Kaupfélag Þingeyinga, lengi rekið samhliða því, og er í raun og veru grein á sama stofni. Jakob Halfdánarson og félagar hans trúðu fastlega á, að þeir væru að vinna fyrir ókomnar kynslóðir, þegar þeir stofnuðu fyrsta kaupfélagið. En skyldi Jakobi, — eða nokkrum þeirra — hafa dottið í Iiug, að á ekki lengri tíma en 69 árum yrði skemman að húsi því, er myndin sýnir? Mannætur náðu í trúboða einn og bjuggust til að gæða sér á honum. Hann gaf sig á tal við mannætuhöfð- ingjann, sem sagðist hafa gengið á skóla í Englandi. — Þér hafið gengið á skóla í Eng- landi, og haldið mannáti áfram? spurði trúboðinn undrandi. — Já, en nú borða ég með hnífi og gaffli! svaraði höfðinginn. ★ Útfararstjóri fann dauðan asna fyrir framan hús sitt. Hann hringdi þegar til lögreglunnar, tilkynnti fund sinn, og spurði hvað hann ætti að gera við asnann. „Þér eigið auðvitað að grala hann, sagði lögregluþjónninn og hló. Þér eruð grafari, er ekki svo?“ Auðvitað, svaraði grafarinn þurr- lega. En ég hringdi aðeins til að láta nánustu ættingja vita fyrst! 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.