Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Page 9

Samvinnan - 01.07.1951, Page 9
Tveir leiðtogar sænsku samvinnutrygg- inganna í heimsókn hér á landi skiptist þannig hinar ýmsu deildir: Brunadeild .. 114 558.00 Sjódeild........ 114 749.00 Bifreiðadeild .... 110 917.00 Samtals 340 224.00 ANDVAKA. Formaður stjórnar Andvöku, Vil- hjálmur Þór, setti aðalfund félagsins og flutti skýrslu stjórnarinnar, en framkvæmdastjóri félagsins, Jón Ól- afsson, flutti ítarlega skýrslu um starf- sentina. Árið 1950 var fyrsta starfsár Líf- tryggingafélagsins Andvöku sem alís- lenzks tryggingafélags, og hefur þetta fyrsta starfsár gefið glæsilegar vonir um framtíð félagsins. Árangur ný- trygginga fór langt fram úr vonum, og voru gefin út 1730 líftrygginga- skírteini, sem nema að tryggingafjár- hæð 14 535 000 kr. Ber þetta vott um mikinn áhuga og góðan skilning á því að efla fjárhagsöryggi einstaklinga og fjölskyldna. Iðgjöld Andvöku jukust á árinu úr 211 624 kr. í 587 823 kr. og liafa því meira en tvöfaldazt vegna hinna miklu nýtrygginga. í skýrslu sinni sagði Jón Ólafsson meðal annars, er hann hét á alla um- boðsmenn félagsins að leggja sig alla fram við starfið, að gagnkvæm líf- tryggingastarfsemi væri hið bezta, ör- uggasta og jafnframt fegursta raun- hæfa dæmið um samvinnu og sam- ábyrgð til aukins félagslegs öryggis. Samvinnutryggingar og Andvaka liafa sömu stjórn og sama fulltrúaráð, og kýs aðalfundur SIS fulltrúaráðið, en stjórn SÍS stjórnina. Að þessu sinni voru þessir menn kosnir í fulltrúaráð- ið til tveggja ára (en alls eru í því 15 manns): Brynjólfur Þorvarðsson, Stykkishólmi, Guðröður Jónsson, Norðfirði, Jón Eiríksson, Höfn, Horna- firði, Steinþór Guðmundsson, Reykja- vík, Halldór Sigurðsson, Borgarnesi, Þórarinn Eldjárn, Tjörn og Þórhallur Sigtryggsson, Húsavík. — Varamenn voru kosnir Ólafur E. Ólafsson, Króks- fjarðarnesi, Jónas Jóhannesson, Revkjavík og Svavar Þjóðbjörnsson, Akranesi. Endurskoðendur voru kosn- ir til tveggja ára Ragnar Ólafsson, lög- fræðingur, og til vara Sveinn Guð- mundsson, Akranesi. Tveir af forustumönnum FOLK- SAM, sænska samvinnutryggingafé- lagsins, komu nýlega hingað til lands og gengu þeir rneðal annars frá samn- ingum um það, að Samvinnutrygging- ar taki allmiklar endurtryggingar fyrir FOLKSAM. Eru þetta þeir forstjóri FOLKSAM, Seved Apelquist, og fram- kvæmdastjóri bruna- og bifreiðatrygg- inga, Bengt Frænkel. Samningar þeir, sem hinir sænsku tryggingafræðingar hafa gert hér, eru merkur þáttur í starfi endurtrygginga- deildar Samvinnutrygginga hér á landi. Hefur deild þessi áður tekið að sér endurtryggingar fyrir félög í Eng- landi, Kanada, Ástralíu og ísrael. Með því að íslenzkt tryggingafélag tekur að sér slíkar endurtryggingar fyrir er- lend félög, munu, er tímar líða, skap- ast af því gjaldeyristekjur, þar sem tryggingariðgjöldin eru að sjálfsögðu greidd í erlendum gjaldeyri. Tryggingastarfsemi byggist fyrst og fremst á því að dreifa sem mest þeirri áhættu, sem tryggingafélögin taka á sig. Þess vegna endurtryggja félögin hvert hjá öðru og í öðrum löndum, og hafa íslenzk tryggingafélög að sjálf- sögðu endurtrýggt mikið erlendis. Nú eru slíkar tryggingar orðnar gagn- kvæmar, er Islendingar taka að sér að endurtryggja fyrir aðrar þjóðir. Samvinnutryggingafélög eru til um allan heim, og reka þau sameiginlega endurtryggingaskrifstofu í Manchest- er, Cooperative Reinsurance Bureau, sem leitast við að skipuleggja endur- tryggingar félaganna og dreifa þannig áhættu þeirra. Hafa íslenzku Sam- vinnutryggingarnar fengið allmikið af endurtryggingum fyrir atbeina Jress- arar skrifstofu. Auk þess hafa Samvinnutryggingar haft mjög nána samvinnu við liið sænska félag, FOLKSAM, og hefur Frænkel til dæmis komið hingað til lands fjórum sinnum í sambandi við það samstarf, en þetta er fyrsta heim- sókn Apelquists. Frænkel kom fyrst til að aðstoða við stofnsetningu Sam- vinnutrygginga fyrir fimm árum síð- an. FOLKSAM er nafnið á sambandi samvinnutryggingafélaga í Svíþjóð, en í því eru fimm félög: FOLKET, sem annast líftryggingar, SAMARBETE, sein annast aðrar tryggingar að undan- teknum sjó- og vörutryggingum, LEIRE, sem annast sjó- og vörutrygg- ar, VÁLFÁRD, sem annast lögbundn- ar slysatryggingar á vinnustöðum, og EGNA HEM, sem er lítið brunatrygg- ingafélag, er starfar á takmörkuðu svæði. Framh.á bls. 22. Hér sjást þeir Seved Apelquist, Erlendur Einarsson og Bengt l'rænkel, er þeir rœddu við blaðamenn, skömmu fyrir brottför hinna sœnsku gesta. 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.