Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Side 3

Samvinnan - 01.07.1951, Side 3
r Lltíb um öx/ — og fram. á leib Þegar rúmlega eitt hundrað kjörnir fulltrúar kaupfélaga um land allt, ásamt forráðamönnum SÍS, komu saman á aðalfund Sambandsins að Bifröst í Borgarfirði seint í júnímánuði síðastliðnum, biðu þeirra að vanda tvö höf- uðverkefni. Fyrst var að líta yfir farinn veg, athuga við- burði og afkomu liðins árs, meta og vega. Síðan var að horfa fram á leið, ræða framtíðarverkefni samtakanna. ★ ★ ★ Þegar litið var um öxl, kom í ljós, að liðið var viðburða- ríkt ár og á marga lund erfitt í viðskipta- og fjárhagsmál- um. Miklar breytingar höfðu orðið á grundvallarskilyrð- um verzlunar og framleiðslu, ekki aðeins innan lands, held- ur og utan landsteinanna. Veruleg stefnubreyting varð í verzlunarmálum þjóðarinnar til aukins viðskiptafrelsis, en þrátt fyrir það var við gjaldeyrisskort og margvíslegar höml- ur að etja. Skýrslur forráðamanna Sambandsins báru það með sér, að þrátt fyrir árferði og erfiðleika hafði enn miðað fram á við í starfsemi Sambandsins og samvinnufélaganna. Heild- arvelta Sambandsins jókst allmikið á árinu, að nokkru leyti vegna hærra verðlags í krónutölu, en auk þess vegna aukins vörumagns. Framleiðsla eigin iðnfyrirtækja jókst einnig, ný iðngrein tók til starfa og unnið var að miklum nýbygginum við hinar eldri. Rekstur sambandsskipanna gekk vel, og nýtt kæliskip bættist í flotann snemma á þessu ári. Fjárhagsástæður sambandsfélaganna við Sambandið bötnuðu og sjóðir jukust. ★ ★ ★ En athyglisverðasta aukningin var þó sú, að á árinu tóku 2056 landsmenn þá ákvörðun að gerast meðlimir kaupfélaganna og hefja við þau meira eða minna regluleg viðskipti. Voru félagsmenn sambandsfélaganna þannig orðnir 30 680 í árslok 1950, þar af 30 263 í neytendafélög- unum, og höfðu þeir á sínu framfæri 93 760 manns. Eru því tæplega tveir þriðju hlutar þjóðarinnar félagsmenn samvinnufélaga eða á framfæri þeirra, og munu vera vand- fundin öflugri eða almennari samtök í landinu, og mjög vafasamt að samvinnuhreyfing nokkurs lands njóti svo al- menns stuðnings. í þessari aukningu, sem er aðeins einn árshringur á traustu tré, er fólginn ánægjulegasti dómurinn um starf samvinnufélaganna. Frá þeirri tíð, fyrir tæplega sjötíu ár- um, er fyrsta kaupfélagið geymdi vörur sínar í tjaldi og kaupfélagsstjórann kól á höndum við uppskipun, hefur stofninn orðið traustari með hverju ári, greinarnar fleiri og sterkari, ávöxtur þjóðarinnar meiri og betri. Meðan landsmenn halda áfram að fylkja sér undir merki sam- vinnustefnunnar, geta forráðamenn samtakanna verið viss- ir um, að þau eru á réttri braut. ★ ★ ★ Þegar rætt var um framtíðarverkefni Sambandsins, bar margt á góma. Siglingamál samvinnumanna voru ítarlega rædd, og lýsti fundurinn ánægju sinni með það, sem unn- izt hefur á því sviði, og fól stjórn og forstjóra að freista þess að auka enn skipakostinn. Fræðslumál voru einnig rædd, og kom fram fullkominn skilningur á þörf þess, að stutt sé að auknum félagsþroska og kyndli hugsjónarinnar haldið sem hæst. Enn var rætt um verkefni, sem bíða óleyst í iðnaði, svo og margt fleira, allt af áhuga og festu. Jafnframt því, sem vakandi sóknarhugur kom fram hjá fundarmönnum, var það augljóst, að þeir gera sér fylli- lega ljóst, að hvert skref fram á við verður að taka með gætni, og félögin verða að sýna fyllstu varfærni í ráðstöfun fjármagns síns. Forstjóri lagði á það ríka áherzlu, eins og hann hefur gert fyrr, „að hönd selji hendi og öll skulda- söfnun sé útilokuð.“ Hvatti hann kaupfélögin til að auka eigið fé eftir mætti og sýna ítrustu hagkvæmni í öllum rekstri. Benti hann á, að framundan er harðari samkeppni en undanfarin ár um vöruúrval, vöruvöndun og hvers kyns þjónustu. Lýsti hann að lokum Jjeirri von sinni, að sam- vinnusamtökin beri gæfu til að mæta komandi ári með vaxandi styrkleika og einhug, og sækja fram til vaxandi sigra. 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.