Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Page 29

Samvinnan - 01.07.1951, Page 29
Leslie liafði nú jafnað sig og sýndi á nýjan leik aðdáun- arvert jafnvægi. Joyce mældi hana með augunum, en hún lét það ekki á sig fá. „Þér munuð þurfa að gefa á því skýringu, hvers vegna þér báðuð Hammond að koma til yðar kvöldið, sem eigin- maður yðar var að heirnan." Hún leit framan í lögfræðinginn. Það hafði verið mis- skilningur af honum að telja augu hennar sviplítil. Þau voru heldur smágerð og nú sá hann ekki betur en að þau væru böðuð tárum. Rödd hennar bar nú örlítinn vott klökkva. „Róbert á afmæli í næsta mánuði, og ég ætlaði að koma honum á óvart og gefa honum nýja byssu, sem ég vissi, að hann langaði mjög til að eignast. Þér vitið, að ég ber ekk- ert skyn á slíka hluti, svo að mig langaði til að tala við Geoff um það. Ég ætlaði að fá hann til að panta byssuna fyrir mig.“ „Þér rnunið ef til vill ekki nákvæmlega orðalag bréfsins. Viljið þér líta á það aftur?“ „Nei, það vil ég ekki,“ sagði hún fljótt. „Finnst yður bréfið vera þess eðlis, að kona hefði skrifað það manni, sem hún ekki er nákunnug, af því að hún vildi ráðgast við hann um byssukaup?“ „Það getur verið að það sé helzt til alvarlegt og innilegt, en þannig kemst ég oft að orði. Mér er engin laununug á því, að það er frekar kjánalegt.“ Hún brosti. „Og þegar allt kemur til alls, vorum við nákunnug Geoff Hammond. Þegar hann var veikur, hjúkraði ég honum eins og rnóðir. Ég varð að biðja hann að koma, meðan Róbert var fjar- verandi, af því að Róbert vildi ekki hafa hann í sínum húsum.“ Joyce var orðinn þreyttur á að sitja svo lengi. Hann stóð á fætur og gekk nokkrum sinnum fram og aftur um her- bergið. Hann var að íhuga það, sem hann ætlaði að segja næst. Svo studdist hann við bak stólsins, sem hann hafði setið í, talaði hægt og með alvöruþunga. „Frú Crosbie, ég verð að tala við yður af hinni mestu alvöru. Þetta mál virtist í fyrstu mjög auðvelt í meðferð. Það var aðeins eitt atriði, sem mér fannst þarfnast skýring- ar. Ég gat ekki betur séð en að þér hefðuð skotið að minnsta kosti fjórum skotum í Hammond, eftir að hann var fallinn til jarðar. Það var erfitt að skilja, hvernig við- kvæm, óttaslegin kona, sem að jafnaði hefur góða sjálf- stjórn, viðmótsþýð og vel upp alin, gat gefið svo taum- lausu æði vald yfir sér. En þó var það að sjálfsögðu hugs- anlegt. Enda þótt Geoff Hammond væri vel látinn og yfir- leitt í góðu áliti, var ég við því búinn að sanna, að liann væri sú manntegund, sem gæti verið sekur um það afbrot, sem þér ákærið hann um til að réttlæta gerðir yðar. Sú staðreynd, sem varð kunn eftir dauða hans, að hann hefði búið með kínverskri konu, var stuðningur við þá skoðun okkar. Það eyðilagði fyrir honum þá samúð, sem hann kynni að hafa haft. Við ákváðum að notfæra okkur það óorð, sem slíkt framferði gefur honum í hugum allra sið- samlegra manna. Ég sagði manni yðar í morgun, að ég væri sannfærður um að þér yrðuð sýknuð, og ég sagði það ekki til þess eins að hughreysta hann. Ég held að dómend- ur hefðu varla þurft að hugsa sig um.“ Þau horðust í augu. Frú Crosbie virtist einkennilega grafkyrr. Hún var eins og lítill fugl, dáleiddur af högg- ormi. Hann liélt áfram í sama tón. „En þetta bréf hefur gerbreytt öllu eðli málsins. Ég er lögfræðingur yðar og ég mun verja yður fyrir réttinum. Ég hlusta á skýringar yðar og samkvæmt þeim mun ég haga vörninni. Ef til vill trúi ég frásögn yðar, ef til vill ekki. Hlutverk verjandans er það eitt að sannfæra réttinn um að ekki liggi fyrir sannanir um sekt yðar, og það kem- ur ekki málinu við, hverju hann trúir sjálfur.“ Sér til mikillar undrunar sá hann bregða fyrir glettni í augum Leslie. Hann hélt áfram, þurrlega: „Þér getið ekki neitað því, að Hammond kom til yðar í 29

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.