Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 12
12 19. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR BILL CLINTON, FYRRVER- ANDI BANDARÍKJAFORSETI, ER 63 ÁRA Í DAG. „Með því að efla þá veiku og fátæku á meðal okkar eflum við samfélagið allt.“ Clinton gegndi emb- ætti forseta Banda- ríkjanna frá 20. janúar 1993 til 20. janúar 2001. Áður var hann ríkisstjóri Arkansas í tólf ár. Fyrstu íslensku skipin hófu veiðar í Smugunni þennan dag árið 1993. Smugan er haf- svæði á milli fiskveiðilögsagna Noregs og Rússlands og þau ríki töldu sig ein eiga rétt á veiðum þar því fiskurinn kæmi úr þeirra lögsögu. Því blossuðu strax upp deilur og sendi norska strand- gæslan skip á vettvang til að fylgj- ast með veiðum Íslendinga. Íslenskir útgerðarmenn litu hins vegar á Smuguna sem alþjóðlegt hafsvæði. Sumir keyptu sérstök skip til að senda þangað og á tímabili voru á milli sjö og átta hundruð íslenskir sjómenn í Bar- entshafinu enda gengu veiðarnar mjög vel um tíma. Árið 1994 komu um 37 þúsund tonn úr Smugunni og Svalbarðasvæðinu, sem skiluðu um fimm milljörðum króna í kassann. Það voru 5,5 prósent af útflutningsverðmætum Íslands. Þetta varð þó skammvinn sæla því fiskgengd í Smugunni fór ört minnkandi og árið 1997 varð tap af veiðunum. ÞETTA GERÐIST: 19. ÁGÚST 1993 Veitt í Smugunni Hátíðardagskrá verður síðdegis í dag á Hótel Nordica í tilefni af sjö- tíu ára afmæli Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Ís- landi, og Kristinn Halldór Einarsson formaður segir að sjálfsögðu verða hellt upp á könnuna. Samfélagslampi Blindrafélagsins verður í fyrsta sinn veittur og munu Reykjavíkurborg og Bónus hljóta þann heiður; borgin fyrir akstursþjónustu og Bónus fyrir traust samstarf við Blindravinnustofuna. Blindrafélagið var stofnað 1939 af þrettán einstaklingum. Af þeim voru ellefu alblindir. Tilgangurinn var sá að taka ábyrgð á eigin málum, eink- um atvinnumálum og menntamál- um, að sögn Kristins. „Blindrafélag- ið og Blindravinafélagið, sem er enn eldra, eiga stóran þátt í því að hér hófst skipulögð kennsla fyrir blinda, um það bil 100 árum eftir að slík kennsla var tekin upp í nágrannalöndunum,“ upp- lýsir hann og nefnir aðra merka áfanga í sögu félagsins. „Árið 1942 stofnaði félagið Blindravinnustofuna og þar var blómlegt starf á tímabili en hefur minnkað. Þó er Blindravinnustofan enn starfandi og selur hreingerningarverk- færi á smásölumarkaði, fyrst og fremst í gegnum Bónus.“ Kristinn Halldór segir félagið hafa verið opnað fyrir sjónskertum líka og nú séu þeir yfir níutíu prósent félags- manna. „Það eru rúmlega 1.500 manns á landinu sem flokkast undir að vera blindir eða sjónskertir, sem miðast gróflega við að fólk sé með þrjátíu pró- senta sjón eða minna með bestu mögu- legu gleraugum,“ útskýrir hann. Blindrabókasafnið varð til meðal annars fyrir frumkvæði Blindra- félagsins, að sögn Kristins Halldórs. Það þjónar fleiri en blindum og sjón- skertum, til dæmis lesblindum, og þar fer fram öflug hljóðbókaútgáfa. „Síðan getum við nefnt Sjónstöð Íslands sem tók til starfa 1987 og var leyst af hólmi um síðustu áramót þegar til starfa tók þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda ein- staklinga. Það má teljast merkilegt að einu lögin sem voru samþykkt á Al- þingi rétt fyrir jól og ekki sneru að kreppuúrræðum voru lögin um þá stofnun og það með mikilli samstöðu á þinginu,“ segir hann og dregur ekki dul á að miklar vonir séu bundnar við stofnunina. En aftur að afmælisteitinu. Kristinn Halldór segir kaffið byrja hálf fjögur og hátíðadagskrána fjögur. Þar verða ávörp og upplestur og einnig tónlist- arflutningur í höndum félagsmanna. „Það er fólk á öllum aldri, alveg frá mjög ungum flytjendum upp í gamla og reynda,“ lýsir hann. Ávörp flytja auk hans sjálfs félagsmálaráðherra og borgarstjóri. „Svo var ég að heyra að fjármálaráðherrann ætlaði líka að heiðra okkur með nærveru sinni,“ segir Kristinn Halldór að lokum ánægður. gun@frettabladid.is BLINDRAFÉLAGIÐ: HELDUR UPP Á 70 ÁRA AFMÆLIÐ Á HÓTEL NORDICA Taka ábyrgð á eigin málum FORMAÐURINN „Ég sé mjög vel fram fyrir mig, get lesið og allt svoleiðis, en sé ekkert hvað er að gerast við hliðina á mér,“ segir Kristinn Halldór. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Kristinsson rakarameistari og fyrrverandi forstöðu- maður, Austurbyggð 17, áður til heimilis að Byggðavegi 95, Akureyri, lést sunnudaginn 16. ágúst að Dvalarheimilinu Hlíð. Útför hans fer fram í Akureyrarkirkju, mánudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Arnar Jónsson Þórhildur Þorleifsdóttir Helga Elínborg Jónsdóttir Örnólfur Árnason Arnþrúður Jónsdóttir. Margrét Örnólfsdóttir Jón Ragnar Örnólfsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Árni Egill Örnólfsson. Sólveig Arnarsdóttir Þorleifur Örn Arnarsson, Oddný Arnarsdóttir og Jón Magnús Arnarsson og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Albertsson húsasmíðameistari, Engihjalla 17, 200 Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudag- inn 14. ágúst. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Vilborg Guðrún Víglundsdóttir Arndís Gísladóttir Ingvi Þór Ástþórsson Víglundur Gíslason Yuka Yamamoto Albert Gíslason Ólöf Erna Ólafsdóttir Birgir Gíslason Kristjana Schmidt Guðrún Ósk Gísladóttir Jóhann S. Ólafsson Þórhildur Gísladóttir Hallur Egilsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku bróðir okkar, mágur, unnusti og frændi, Magnús Hörður Jónsson (Moe jack, Mike Jones) lést á heimili sínu, Hátúni 10, laugardaginn 15. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakk- aðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp. Guðrún Jónsdóttir Guðmundur Andrésson Áslaug K. Jónsdóttir Gunnar Harðarson Hjördís Jónsdóttir Albert S. Þorvaldsson Kolbrún Gísladóttir og systkinabörn. Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, Finney Rakel Árnadóttir frá Suðureyri, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 13. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðarkirkju mánudaginn 24. ágúst klukkan 13 Guðni Ólafsson, Halldór Guðnason Svanhildur Guðmundsdóttir Ingveldur Guðnadóttir Jón Kristinsson Guðfinna Guðnadóttir Jóel Sverrirsson Matthildur Guðnadóttir Hjörtur Jóhannesson Friðbjörg Ingimarsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Júlíusar Jónssonar bónda, Norðurhjáleigu í Álftaveri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Klausturhólum, heilsugæslunnar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri fyrir góða umönnun. Arndís Salvarsdóttir Salvar Júlíusson Jón Júlíusson Helga Gunnarsdóttir Gísli Þórörn Júlíusson Rakel Þórisdóttir Ragnheiður Guðrún Júlíusdóttir Kári Gunnarsson Ólafur Elvar Júlíusson Ingibjörg Einarsdóttir Jóhanna Sólveig Júlíusdóttir Birgir Arnar Steingrímsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, Bryndís Ragnarsdóttir Jaðarsbraut 25, Akranesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 15. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 14.00. Halldóra Sigríður Gylfadóttir Leó Ragnarsson Hrefna Björk Gylfadóttir Stefán Bjarki Ólafsson Elva Jóna Gylfadóttir Elmar Björgvin Einarsson Ragna Borgþóra Gylfadóttir Arild Ulset Erna Björg Gylfadóttir Þórður Guðnason Bryndís Þóra Gylfadóttir Sigurður Axel Axelsson Elísa Rakel Jakobsdóttir og ömmubörn.MOSAIK timamot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.