Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 38
22 19. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. að lokum, 6. mannþvaga, 8. jarð- sprunga, 9. gilding, 11. mjöður, 12. kambur, 14. dans, 16. skóli, 17. fýldur, 18. í viðbót, 20. tveir eins, 21. tútta. LÓÐRÉTT 1. magi, 3. einnig, 4. verslun, 5. andi, 7. vanhelgun, 10. traust, 13. skilaboð, 15. nabbi, 16. framkoma, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. loks, 6. ös, 8. gjá, 9. mat, 11. öl, 12. burst, 14. rúmba, 16. fg, 17. súr, 18. auk, 20. ðð, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. og, 4. kjötbúð, 5. sál, 7. saurgun, 10. trú, 13. sms, 15. arða, 16. fas, 19. ku. Tveir af þekktustu matreiðslu- mönnum landsins, þeir Úlfar Eysteinsson á Þremur frökk- um og Tómas Tómasson á Ham- borgarabúllunni, hafa tekið hönd- um saman og mótmæla nú háum stýrivöxtum Seðlabankans með fremur óvenjulegum en frið- sömum hætti. Þeir hafa tekið þá ákvörðun að skerða ekki skegg sitt fyrr en hinir margumtöluðu vextir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Þeir standa nú í tólf stig- um en peningastefnunefnd ákvað að halda þeim óbreyttum á fundi sínum hinn 13. ágúst. Tómas segir að Úlfar hafi átt upptökin að þessu. Hann hafi verið í viðtali út af hvalkjöti og verið spurður út í það af hverju hann væri með ögn meira skegg en venjulega. „Hann sagðist bara vera að mótmæla stýrivöxtunum og ég tók hann bara á orðinu. Nú er hann búinn að safna í tvo mán- uði en ég er á fimmtu viku,“ segir Tómas, sem kann bara ágætlega við skeggvöxtinn, telur að þetta fari sér bara ágætlega. „Menn hafa annaðhvort líkt mér við Ern- est Hemingway eða Kára Stefáns- son, það er reyndar alltaf svona Hemingway-eftirhermukeppni á Key West í lok júlí á hverju ári og ég var svona að spá í að fara en fannst ég ekki alveg kominn með nógu mikið skegg þá. Kannski bara á næsta ári, það er að segja ef stýrivextirnir verða ekki komn- ir niður í tíu prósent fyrir þann tíma.“ Úlfari hefur hins vegar ekki verið líkt við neina jafnfræga og Hemingway og Kára. „Nei, menn hafa helst talið mig líkjast tali- bana frá Afganistan,“ útskýr- ir kokkurinn og bætir því við að hann hafi nú fjárfest í sérstök- um skeggbursta enda sé skegg- ið orðið umtalsvert. Hann segist ætla að láta reyna á það hvort þeir félagarnir haldi það út að raka sig ekki fyrr en stýrivaxtalækkunin verði að veruleika. Enn sé engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að vöxturinn sé mikill. „Það skal hins vegar alveg viðurkennast að þetta hefur verið óþægilegt núna í sumarhitanum, sérstak- lega á næturnar. Þetta hefur verið svona svipað og að sofa með tvær lopapeysur í framan.“ freyrgigja@frettabladid.is TÓMAS TÓMASSON: ÞYKIR LÍKUR HEMINGWAY OG KÁRA STEFÁNS Kokkar mótmæla stýri- vöxtum með skeggvexti FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA SKEGGJAÐIR KOKKAR Úlfar og Tómas þykja ansi skeggjaðir en vöxturinn held- ur áfram þar til stýrivextir Seðlabankans verða komnir niður fyrir tíu prósent. „Ég held að við séum með á bilinu þrjátíu til fimmtíu umsóknir,“ segir Þóra Björg Clausen, aðstoðardagskrár- stjóri Skjásins, um þáttinn Skemmtigarðinn sem fer í loftið á Skjáeinum 18. sept- ember. Umsóknarfrest- ur rann út í fyrradag og munu tökur hefjast í næstu viku, en í þáttunum etja átta fimma manna fjölskyldur kappi í leikjum og þrautum í Skemmti- garðinum í Grafarvogi. „Eftir að búið er að fara yfir umsóknirnar verða fjölskyldur boðaðar í prufur og viðtöl fyrir lokaval. Við hittum fólk- ið og leiðum það í gegnum nokkrar auðveldar þrautir til að velja þá sem okkur þykja hæfastir til að takast á við þessi verkefni og leysa þau fyrir framan myndavélar. Margir vilja nefnilega breytast um leið og myndavélin er komin,“ útskýrir Þóra Björg. „Þættirnir verða átta talsins og í hverjum þætti keppa tvær fjölskyldur. Eftir fjóra þætti verða svo undanúrslit og við ljúk- um þessu á úrslitaþætti þar sem tvær fjölskyldur keppa. Í fyrstu verðlaun er skipulögð ævintýra- ferð til Kaupmannahafnar fyrir fjölskylduna sem sigrar, en það verður ekki týpísk ferð til Köben heldur verður ýmislegt skemmti- legt skipulagt sem bíður þeirra,“ segir hún. „Þetta er frábært tækifæri til að styrkja fjölskylduböndin því fyrir utan þennan leik og þrautir er þetta í leiðinni hópefli og ýmis fræðsla sem fólk fær úr þessu,“ bætir hún við. - ag Velja átta fjölskyldur í raunveruleikaþátt PRUFUR OG VIÐTÖL FRAM UNDAN Að sögn Þóru Bjargar verða átta fjölskyld- ur valdar úr innsendum umsóknum til að taka þátt í Skemmtigarðinum á Skjáeinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KYNNIR SKEMMTI- GARÐINN Eyþór Guðjónsson verður kynnir Skemmti- garðsins á Skjá- einum í haust. Atli Fannar Bjarkason hættir sem ritstjóri Monitor nú um mánaðamótin. „Monitor held- ur áfram í núverandi mynd. Það stendur núna yfir leit að nýjum ritstjóra. Blaðið breytist bara eins og það gerir alltaf með nýjum rit- stjóra, það er ekkert verið að leggja árar í bát,“ segir Atli. „Ég er bara að breyta til. Mér bauðst annað og ákvað að stökkva á það, prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að vera með Monitor í eitt og hálft ár, það er búið að vera rosalega gaman og ganga mjög vel. Svo er bara gaman að halda áfram að prófa hluti.“ Auk þess að ritstýra blaðinu hefur Atli sést á Skjánum í þættinum Monitor, en hann lauk göngu sinni í síðustu viku. „Hann styrkti stöðu miðilsins mjög mikið að mínu mati. Við vorum að halda merkjum Monitor á lofti yfir sumarið þegar útgáfan er kannski ekki jafn sterk og hefur verið. Það heldur þessu vel á floti þótt árferðið sé ömurlegt.“ Stefnt er á útgáfu tveggja blaða það sem eftir er af árinu; annars í höndum Atla og hins í höndum nýs ritstjóra. Útgáfustjóri Media sem sér um Monitor, Hrefna Björk Sverrisdóttir, er einnig að hætta. „Hún er að flytja út eins og svo marg- ir, þannig að það verður alveg ný stjórn. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Það eru allir að hætta út af því að eitthvað annað býðst og svolítið fyndið að það skuli allt gerast á sama tíma. Það kemur svolítið furðulega út, eins og einhver hallarbylting hafi orðið, en því fer fjarri. Ég vona bara að fólk fylgist með hver taki við keflinu. Þetta er elskulegt blað í hugum margra, þannig að það er bara spenna.“ - kbs Atli Fannar hættir sem ritstjóri Monitor KVEÐUR AÐ SINNI Atli Fannar snýr sér að nýjum hlutum og kveður Monitor. Hér er hann með Herði Sveinssyni ljósmyndara. Tónlistarmaðurinn Barði Jóhanns- son verður við stjórnvölinn hjá nýju plötufyrir- tæki sem Sena hefur sett á laggirnar. Honum til halds og trausts verður Þorkell Máni Pétursson, útvarps- maður á X-inu. Stefnan hefur verið sett á útgáfu tveggja platna fyrir jólin með hljómsveitunum Dikta og Ourlives. Hljómsveit Barða, Bang Gang, verður einnig á mála hjá útgáfunni. Samningaviðræður við hljómsveitirnar hafa staðið yfir að undanförnu og mun þeim ljúka í næstu viku. Egill Helgason er í ansi snörpu og skemmtilegu viðtali við netútgáfu Iceland Review. Þar upplýsir Egill meðal annars að honum hafi staðið til boða að bjóða sig fram til Alþingis í síðastliðnum kosningum en honum hafi þótt hann gera meira gagn með því að standa utan þings. Þá segist Egill vera ákaflega stoltur af þættinum sínum Silfur Egils en ekki síður bloggsíðu sinni, sem hann telur jafn áhrifa- mikla og Morgun- blaðið. Og tökum er lokið á kvikmynd Sverris Þórs Sverrissonar, Algjör Sveppi: Leitin að Villa. Sverrir hyggst sýna nokkrum útvöldum myndina í þessari viku og er að leggja lokahönd á lista yfir frum- sýningargesti. Sú hugmynd ku hafa kviknað að bjóða þekktum barna- hetjum á borð við Benedikt Búálf, Línu Langsokk og ræningjana þrjá úr Kardimommubænum í veisluna, sem ætti að mælast vel fyrir hjá ungviðinu. - fb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég borða mjög mikið á Bæjar- ins bestu en ætli veitingastaður- inn Santa Maria sé ekki í mestu uppáhaldi. Maður fær aldrei nóg af mexíkóskum mat.“ Rebecca Moran, formaður Kino Klúbbs. 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.