Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 VESTNORDEN 2009 verður haldin í Kaupmannahöfn um miðjan september. Það er árleg ferðakaupstefna sem Ferðamálastofa, Ferðamálaráð Grænlands og Ferðamálaráð Færeyja hafa staðið að í rúma tvo áratugi. www.northatlantic- islands.com Vala stýrir uppgrefti við alþingis- reitinn í miðborg Reykjavíkur og ann sér lítillar hvíldar þar enda þarf verkið að ganga. „Ég tek ekki almennilegt frí fyrr en í vetur en fór með vinnufélögunum hringinn kringum landið um daginn. Það var frábær ferð í alla staði, veður- blíðan einstök og við fengum góðar viðtökur,“ segir Vala þegar hún er spurð út í ferðalög sumarsins. Hún segir hópinn hafa farið á þremur bílum enda séu í honum tíu manns. Á Hólum í Hjaltadal hafi verið gist í nemendaíbúðum staðarins en ann- ars staðar slegið upp tjöldum. Fljótsdalur og Skagafjörður voru helstu áfangastaðir Völu og félaga því þar var hugað að fornleifaupp- grefti hjá kollegunum; að Skriðu- klaustri fyrir austan og Hólum og í Keldudal í Skagafirði. „Við stopp- uðum reyndar víðar til að skoða minjar en mest þar sem verið var að grafa. Vinnuflokkarnir á Skriðu- klaustri og í Skagafirði eru álíka stórir og okkar og þeir tóku rosa- lega vel á móti okkur.“ segir hún. Fleira var gert í ferðinni en að grúska í fornleifum því stoppað var á völdum stöðum til að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða að sögn Völu. „Í okkar hópi voru útlendingar og við Íslending- arnir urðum að sjálfsögðu að sýna þeim það helsta. Við fórum í jarð- böðin í Mývatnssveit, Vogafjósið og að Kröflu og komum líka við í Þorgeirskirkju í Ljósavatnsskarði á ferð um Norðurland. Svo skoð- uðum við okkur um á Borgarfirði eystri og vorum meira að segja á Bræðslunni, árlegum stórtónleik- um á staðnum. Þar var feikna stuð. Eiginlega gerðum við svo margt skemmtilegt á leiðinni að í minn- ingunni er þetta líkara hálfsmán- aðarferð en fimm daga.“ Nú hamast Vala við uppgröftinn en þó er hún þessa dagana líka að sverma fyrir víkingaaldarráðstefnu sem stendur yfir hér á landi og haldin er af fjölþjóðlegum samtök- um. „Svona ráðstefnur hafa verið reglulega frá 1950 en bara einu sinni áður hér á landi. Það var 1956 svo þetta er talsverður viðburður,“ lýsir Vala og leynir ekki áhugan- um. „Ég verð að fylgjast með ein- hverjum fyrirlestrum og langar mikið að skreppa í Reykholt þar sem seinni hluti ráðstefnunnar fer fram.“ gun@frettabladid.is Skoðaði bæði fornt og nýtt á ferð um landið Þó að Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur tæki sér aðeins vikufrí í sumar nýtti hún það vel og upplifði margt á hringferð sinni um landið með vinnufélögunum, kíkti á fornleifar og fór á Bræðsluna. „Eiginlega gerðum við svo margt skemmtilegt á leiðinni að í minningunni er þetta líkara hálfsmánaðarferð en fimm daga.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR s g Mjódd UPPLÝSINGAR O

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.