Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 4
4 19. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLA Morð var framið í Dals- hrauni í Hafnarfirði seint á mánu- dagskvöld. Einn maður liggur undir grun, Bjarki Freyr Sigur- geirsson. Bjarki átti heima í íbúð- inni og var í annarlegu ástandi þegar lögregla kom á vettvang rétt fyrir miðnætti. Sá látni, sem er íslenskur karl- maður um þrítugt, var með höf- uðáverka við komuna á vettvang, sem taldir eru hafa leitt til dauða hans. Blóð var á fötum Bjarka en talið er að hann hafi notað barefli til verksins, mögulega straujárn, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Var Bjarki úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær og var yfirheyrður fram eftir kvöldi. Bjarki bankaði upp á hjá nágranna sínum og sagði honum að vinur sinn hefði meitt sig í Spider- man-leik. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir Bjarka hafa verið alblóðugann. Hann hafi því hringt beint á Neyðarlínuna og farið með Bjarka í íbúðina þar sem verknaðurinn var framinn. Nágranninn segir aðkomuna hafa verið eins og í sláturhúsi, og blóðslettur út um allt. Hann segir að strax hafi verið ljóst að fórnar- lambið hafi verið látið, enda höfuð hans afar illa farið eftir barsmíðar. Nágranninn segir Bjarka hafa verið mjög rólegan, en hann hafi fljótlega áttað sig á því að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Talið er að Bjarki og fórnarlamb- ið hafi þekkst, að sögn Friðriks Smára Björgvins sonar, yfirlög- regluþjóns lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Ekki liggja fleiri undir grun að svo stöddu. Morðið átti sér stað í Dalshrauni 15 en þar eru íbúðir til leigu. Eigandi gisti- heimilisins segir að herbergið verði mögulega rifið þar sem verið er að fara í breytingar á gistiheimilinu. Bjarki er fæddur árið 1978 og á langan sakaferil að baki. Síðast var hann dæmdur í sjö mánaða fang- elsi árið 2006 fyrir þjófnað, inn- brot og fíkniefnalagabrot. Meðal annars stal hann ketamíni, svæf- ingarlyfi sem dæmi eru um að hafi verið misnotað sem vímugjafi, á Landspítalanum Fossvogi. Samkvæmt sakavottorði hefur Bjarki fimm sinnum gengist undir sátt vegna fíkniefnabrota á árunum 1996 til 2005. Í febrúar 2005 var hann dæmdur til tíu mánaða fang- elsisvistar, og sviptur ökurétti í eitt ár, fyrir ýmis þjófnaðarbrot. Hefur hann margoft frá árinu 1998 verið dæmdur fyrir fíkniefna-, umferðar- og þjófnaðarbrot. Þá kom fram í til- kynningu frá lögreglunni að hann hefði komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. vidir@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Nýtt leikár kynnt á morgun 1 GRINDAVÍK Bæjarstjórinn í Grinda- vík, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, hefur sótt um embætti sóknar- prests í Kolfreyjustaðarpresta- kalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Jóna Kristín var ráðin bæjar- stjóri Grindavíkur í júlí í fyrra. Hvers vegna er hún strax farin að líta í kringum sig? „Þetta er sérstakt brauð í mínum huga. Ég er Fáskrúðs- firðingur, fædd og uppalin þarna. Auðvitað er þetta ekki heppileg- asti tíminn, ég hefði viljað að brauðið yrði laust síðar, en ég ræð því ekki. Þetta er í þriðja skipti sem þetta prestakall er laust síðan ég var vígð fyrir tuttugu árum og í hin tvö skiptin lét ég það framhjá mér fara. Nú ætla ég að láta á það reyna hvort leiðin liggur aftur austur eða ekki.“ Hún tekur ekki undir að miklir erfiðleikar hafi verið í pólitíkinni í Grindavík. „Nei, meirihlutasamstarfið hefur gengið vel og ég tel flest stór mál vera að falla í góðan jarðveg. Veturinn lofar góðu í Grindavík og við erum eitt best setta sveitarfé- lagið,“ segir hún. Ástæðan sé frek- ar sú að Kolfreyjustaðarpresta- kall sé „hinn staðurinn á Íslandi sem er mér kær“. Aðrir umsækjendur um brauð- ið eru Hólmgrímur Elís Braga- son og Þóra Ragnheiður Björns- dóttir. Biskup Íslands skipar í emb- ættið til fimm ára, að fenginni umsögn valnefndar. - kóþ Jóna Kristín Þorvaldsdóttir í Grindavík sækir um Kolfreyjustaðarprestakall: Bæjarstjóra langar í brauð JÓNA KRISTÍN ÞORVALDSDÓTTIR Jónu langar að snúa aftur á æskuslóðir, og ætlar að láta á það reyna núna hvort hún fái að vera prestur í Kolfreyjustaðar- prestakalli. MYND/ÚR SAFNI Margdæmdur brotamaður er grunaður um morð Bjarki Freyr Sigurgeirsson er grunaður um morð í Dalshrauni í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Blóð var á fötum Bjarka þegar lögreglan kom á staðinn. Talið er að hann hafi myrt fórnarlambið með barefli. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 30° 28° 32° 29° 23° 29° 31° 32° 22° 24° 28° 27° 32° 32° 19° 35° 37° 21° 14 13 12 14 11 12 14 12 14 12 10 1 5 10 8 5 8 6 7 1 3 2 15 11 8 10 16 14 Á MORGUN 8-18 m/s vestan til, annars mun hægari vindur. FÖSTUDAGUR 5-10 M/S 10 12 8 1011 VATNSVEÐUR Núna með morgnin- um eru úrkomuskil yfi r norðan- og austan- verðu landinu með töluverðri vætu. Sunn- an og vestan lands þróast úrkoman hvað og hverju yfi r í skúrir og úrkomumagnið er mun minna. Nokkuð er um liðið síðan svo vatnsmikil lægð kom að landinu en henni fylgja ágæt hlýindi. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur RÚSSLAND, AP Óttast er að 64 starfsmenn vatnsaflsvirkjunar í Rússlandi, sem saknað er síðan slys varð þar á mánudag, séu látnir. Samtals hefur því slysið kostað 76 manns lífið, því þegar hefur verið staðfest að tólf starfs- menn séu látnir. Slysið varð þegar öflug spreng- ing varð í vélasal með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í salinn. Jensei-virkjunin í sunnanverðri Síberíu er ein sú stærsta í Rúss- landi. Slysið olli rafmagnsleysi í borgum og bæjum héraðsins og starfsemi nokkurra stórra fyrir- tækja stöðvaðist. - gb Sprenging í vatnsaflsvirkjun: Tugir manna taldir látnir VLADIMÍR PÚTÍN Á NEYÐARFUNDI Forseti Rússlands á fundi um slysið í virkjuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Sjóðsstjóri hjá Lands- vaka, sjóði Landsbankans, fylgdi í einu og öllu eftir þeim reglum og verklagi sem bankinn krefst af starfsfólki sínu þegar hann lánaði Sigurjóni Þ. Árnasyni, þáverandi bankastjóra bankans, fé með veði í lífeyrissparnaði Sigurjóns hjá bankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvaka. Sjóðsstjórinn hefur nú hafið störf hjá sjóðnum aftur, en honum var vikið tíma- bundið frá störfum meðan málið var rannsakað. Málið var rann- sakað bæði hjá Fjármálaeftirlit- inu og innan bankans, að því er segir í tilkynningu Landsvaka. - bj Veitti lán út á lífeyrissjóð: Fylgdi reglum í einu og öllu 1996-2005 - Bjarki gerir fimm sinnum sátt vegna fíkniefnabrota. 14. sept. 1998 - Dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. 22. júní 2004 - Dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir umferðar- og fíkniefnabrot. 10. nóvember 2004 - Dæmdur til greiðslu 31 þúsund króna sektar vegna fíkniefnabrots. 30. desember 2004 - Dæmdur til greiðslu 65.000 króna sektar fyrir fíkniefnabrot. 15. febrúar 2005 - Dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar, og sviptur ökurétti í eitt ár, fyrir þjófnaðabrot, fjársvik, skjalafals og umferðar- og fíkniefnabrot. 14. apríl 2005 - Sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Um hegningarauka við dóminn frá 15. febrúar var að ræða og Bjarka ekki gerð sérstök refsing. 11. janúar 2006 - Ákærði dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar vegna aksturs sviptur ökurétti. 14. september 2008 - Dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað, innbrot og fíkniefnalagabrot og rauf þar með skilorð reynslulausnar. SAKAFERILL BJARKA FREYS DALSHRAUN 15 Morðið átti sér stað í þessu húsi á mánudagskvöldið. Sá grunaði hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ 18.08.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,745 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,22 128,84 211,15 212,17 181,01 182,03 24,316 24,458 20,867 20,989 17,696 17,8 1,3475 1,3553 199,05 200,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Skólastjóra Landakotsskóla hefur verið sagt upp störfum. Í frétt um málið í gær misritaðist nafn skólans á sumum stöðum í fréttinni. LEIÐRÉTTING Segir sig úr ríkjasamtökum Georgía hefur sagt sig úr Samveldi sjálfstæðra ríkja, ríkjasamtökum fyrr- verandi lýðvelda Sovétríkjanna. Þing landsins samþykkti úrsögnina fyrir ári í framhaldi af stríði við Rússlands, en úrsögnin tók svo gildi í gær. GEORGÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.