Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 22
 19. ÁGÚST 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi var stofnað fyrir tæpum fimm árum og hefur vaxið og dafnað síðan. Ágúst Kvaran var einn stofnenda og heldur utan um starfsemi félagsins. „Tilgangur Félags 100 kílómetra hlaupara er að efla samstöðu meðal langhlaupara á Íslandi sem fást við ofurmaraþon í flokki lengri vegalengda, það er 100 kílómetra og lengra,“ segir Ágúst Kvaran, stofnandi fé- lagsins og langhlaupari. „Starfsemi félags- ins miðar auk þess að því að stuðla að vaxandi þátttöku í slíkum hlaup- um og hefur tekist ágæt- lega til,“ bætir hann við. Til að gerast meðlim- ur í félaginu er nauð- synlegt að hafa hlaupið hundrað kílómetra við- urkennt keppnishlaup eða lengra. „Þetta er í raun inntökuskil- yrðið og erum við nokkuð strangir á því. Hlaupið þarf að vera löglega mælt. Í dag eru 28 meðlimir í félaginu. Við vorum fimm sem stofnuðum félagið og hugmynd- in var sú að hvetja til þess að fleiri færu í svona löng hlaup. Árangurinn hefur verið vonum framar og í fyrra varð eigin- lega þátttökusprenging en þá var toppin- um náð. Þá héldum við í fyrsta skipti sjálf- ir okkar eigið keppnismaraþonhlaup,“ út- skýrir Ágúst en þetta hlaup var jafnframt fyrsta hundrað kílómetra keppnishlaup- ið sem haldið var á Íslandi. „Þá voru sex- tán þátttakendur og fór það fram úr okkar björtustu vonum. Af þeim voru fjórtán Ís- lendingar og tveir útlendingar. Síðan héld- um við svona hlaup aftur en þá var eins og nýjabrumið væri farið af þessu og þá datt þátttakan svolítið niður. Við erum því að hugsa um að halda hlaupið annað hvert ár og leggja þá áherslu á að fá líka útlendinga í þetta en áhuginn á ofurmaraþoni er að aukast bæði hér heima og erlendis,“ segir hann og nefnir að áskorunin við hlaupið sé heillandi. „Maraþon er næg áskorun fyrir suma en aðrir finna að þeir hafa mögu- leika á að fara lengra, hafa úthaldið, og þá er ofurmaraþon lausnin.“ Æfingaáætlun fyrir ofurmaraþon er að sögn Ágústs ekkert ósvipuð venjulegu maraþoni. „Að vísu er aðeins meira hlaup- ið en menn byrja gjarnan hálfu ári áður að hlaupa kerfisbundið nokkrum sinnum í viku og hlaupa smám saman meira þar til mánuði fyrir keppnishlaup. Þá er hlaupið minna, líkaminn hvíldur og áhersla lögð á hentugt mataræði síðustu dagana,” segir hann en skoðanir á mataræði eru stundum skiptar. „Yfirleitt fara menn í kolvetna- hleðslu síðustu dagana fyrir hlaup svipað og fyrir fjallgöngu. En þeir sem leggja áherslu á enn lengri hlaup haga mataræð- inu aðeins öðruvísi,“ segir Ágúst og bætir við að lítil áhersla sé á hraðamælingar. Tvisvar á ári er fundað í félaginu og nýir félagar teknir inn. „Við erum mjög formleg í félaginu og það er heilmikil athöfn þegar nýir félagar eru innvígðir, til að ganga úr skugga um hvort það sé einlægur ásetning- ur nýrra félaga að taka virkan þátt,“ segir Ágúst glettinn og bætir við að áhersla sé lögð á félagafrelsi þannig að ef ske kunni að einhver vilji ekki vera í félaginu hafi hann möguleika á að segja nei. „En það hafa allir sagt já,“ bætir hann við og brosir. Fræð- ast má nánar um félagið á vefsíðunni http:// www3.hi.is/~agust/hlaup/100km/100kmIsl. htm. - hs Félag fyrir þá sem vilja hlaupa lengra Ágúst ásamt Justin Bjarnasyni við upphaf Saharaeyðimerkurmaraþons sem þeir hlupu í vor. MYND/ÚR EINKASAFNI Ágúst Kvaran Helstu nýjungar í Hreyfingu í haust eru af ýmsum toga. „Við bjóðum upp á nýtt námskeið sem er hraðferð í Hard rokk karlar en um er að ræða fjörutíu mín- útna þrektíma fyrir karla í Strive 1, 2, 3 tækjum sem notuð eru af bandaríska hernum. Í þessum tímum er leikin fjölbreytt rokk- tónlist sem hvetur menn til dáða og vöðvar eru þjálfaðir á þrjá mis- munandi vegu sem skilar topp- árangri. Þarna næst meiri árang- ur á mettíma,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Við erum líka með nýtt fjög- urra vikna hjólanámskeið fyrir karla og konur tvisvar í viku og kallast það Hjól- þol-tækni. Námskeiðið er hugsað fyrir hjólaáhuga- fólk sem vill bæta þol sitt til muna en í hverjum tíma er unnið mark- visst með notkun púls- mæla,“ segir Ágústa og bætir við að hver tími sé fyrir fram ákveð- in hjólaferð. Fyrir þær sem vilja losna við þessi síðustu kíló sem aldrei virð- ast ætla að hverfa er námskeiðið Árangur tilvalið. „Þetta er fjöl- breytt námskeið með miklu aðhaldi og á þessu námskeiði eru málin tekin föstum tökum,“ segir Ágústa ákveðin. „Einnig eru spennandi nýjungar í tímatöflunni okkar og má þar nefna 3-2-1, Pýramídann, X-form og fleira. Í þessum tímum er megináhersla lögð á að ná fram hinum eftirsóknarverða eft- irbruna sem er þegar lík- aminn er að brenna þrjá- tíu til fjörutíu prósentum fleiri hitaeiningum marg- ar klukkustundir eftir að æfingu lýkur. Með þeim hætti kemst fólk í flott form mun hrað- ar en ella,“ segir hún og nefnir að tímar sem þessir séu að slá í gegn í nágranna- löndunum. - hs Skjótur árangur ● SKEMMTILEGAR SAMVERUSTUNDIR Hjá Mecca Spa er að finna fjölbreytta tíma í heilsurækt og má þar nefna pílates, lífsstílsnámskeið fyrir níutíu kíló plús og meðgöngu- og mömmujóga. „Meðgöngujóga í vatni hefur verið gríðarlega vinsælt en mömmu- jógað er að fara af stað nú um mánaðamótin,“ segir Margrét Lillian Skúladóttir jógakennari hjá Mecca Spa, en flestir kannast við hana sem Maggý í Mecca Spa. „Þetta er skemmtilegt sjö vikna námskeið þar sem mömmurnar koma með börnin með sér og þau fá sína athygli líka. Boðið er upp á einn vatnstíma í námskeiðinu, við nuddum litlu krílin og er þetta því góð samverustund. Síðan er líka gott fyrir nýbakaðar mæður að hittast og deila reynslu sinni með öðrum í svip- uðum sporum. Þarna myndast gott lítið samfélag þar sem konurnar eru allar að ganga í gegnum það sama,“ segir Maggý einlæg. - hs Frábært að hægt sé að bæta ástand liðanna með náttúrulegu efni Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. Vara ársins! NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifðu breytinguna! NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum og stærri Hagkaupsverslunum. Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður Ég þurfti að fara í skurðaðgerð 1991, þar sem ég var með of löng liðbönd og var að smella úr lið í tíma og ótíma. Þannig að farið var að kvarnast upp úr liðbrjóskinu. Eftir aðgerðina minnkuðu verkirnir en hurfu ekki. Að ganga niður stiga og langar stöður ollu sárum verkjum. Starf mitt krefst þess að ég þarf að standa mikið og var það ekki auðvelt. Reyndi margt Ég hef reynt margar leiðir til að minnka verkina án þess að nota verkjalyf sem því miður dugðu ekki. Með árunum jukust verkirnir og útlitið var ekki bjart. NutriLenk til sölu á Íslandi Fyrir tæpu ári frétti ég af nýju bætiefni, NutriLenk, sem er vinsælt efni í Noregi og Svíþjóð, hjá fólki sem er með slitna og auma liði. Satt að segja var ég ekkert sérlega jákvæð á að NutriLenk gæti hjálpað mér frekar en margt annað en sló til, enda allt tilvinnandi. Byrjaðiá að taka inn 6 töflur á dag í tvær vikur samkvæmt ráðleggingum og eftir það 2 töflur á dag. Eftir 2-3 vikur fann ég greinilegan mun Já, það ótrúlega gerðist, ég fann greini- legan mun eftir 2-3 vikur á NutriLenk Nú tæpu ári seinna er ég nánast verkja- laus og einnig eru verkir vegna slits í fingrum horfnir. Ég tek nú inn 2 töflur af NutriLenk á dag og ég get sannarlega sagt að NutriLenk hefur gert kraftaverk fyrir mig. Það að standa við afgreiðslu, ganga niður brekkur og stiga er ekki stórmál lengur ... Ég horfi bjartsýn til framtíðar, NutriLenk er himnasending fyrir mig og frábært að það skuli vera hægt að bæta liðheilsuna með náttúrulegu efni segir Margrét að lokum. Mikilvægt er að annast sig vel allt lífið. Mjög nauðsynlegt er að neyta góðs kalks með D-vítamíni fyrir beinin. KOLOS er t.d. góður kostur, öflugt D-vítamín með kalki. 1 glas af KOLOS inniheldur 180 töflur sem er 6 mánaða skammtur og á góðu verði. Umboðsaðili: Gengur vel ehf., Fann mikinn mun innan 3ja vikna Margrét Óskarsdóttir NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.