Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. ágúst 2009 3 „Við erum nýbúnir að opna búð á Skólavörðustígnum sem heit- ir Lundinn,“ segir Elmar Freyr Vernharðsson, annar eigenda Geysis Shops. „Okkur vantaði sérhæfingu í minjagripaverslun. Þetta er gramsbúð fyrir ferða- mennina og fer rosalega vel af stað.“ Elmar rekur ásamt félaga sínum Jóhanni Guðlaugssyni tvær ferðamannaverslanir í Reykjavík, áðurnefndan Lunda og Geysi í Hafnarstræti og sam- nefnda verslun í Haukadal við Geysi. Segir Elmar að mikið hafi verið að gera í sumar hjá þeim félögum. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu undanfarin ár,“ segir Elmar en þeir hafa rekið ferðamannaverslanir síðustliðin fjögur ár. „Síðasti vetur var allur mjög góður og það hefur í raun- inni haldið áfram í sumar.“ Elmar segir að mismunandi áherslur séu innan búðanna þriggja. „Geysir í Hafnarstræti sérhæfir sig í íslenskum vörum og hönnun. Þar er til dæmis mikið úrval af ullarfatnaði. Geysir í Haukadal hefur alla flóruna, það er að segja íslenskar vörur ásamt úrvali af minjagripum, bolum og fatnaði, og Lundinn er bola- og minjagripaverslun með Lunda- þema,“ segir Elmar og bætir við að það virki vel að hafa skýrar áherslur í vöruúrvali. „Svo erum við líka að þróa vörur.“ Aðspurður segir Elmar að bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn stundi viðskipti við hann. „Það hefur komið okkur skemmtilega á óvart hvað Íslendingar versla mikið líka. Það er eins og vakn- ing hafi orðið í að kaupa íslenskar vörur,“ útskýrir Elmar. Elmar segir að þegar hann horfi til framtíðar finnist honum helst að öflug markaðssókn erlendis skipti máli fyrir ferðamannaiðnað- inn á Íslandi. „Ísland hefur feng- ið mikið umtal og kynningu eftir bankahrunið. Eins og margir hafa sagt í gegnum tíðina er allt umtal betra en ekkert,“ segir Elmar og heldur áfram: „Við höfum áhyggj- ur af því hvernig framboð á ferð- um verður til landsins. Markaðs- sókn skiptir gríðarlega miklu máli og þar má ekki skera niður.“ martaf@frettabladid.is Verslun við ferðamenn hefur gengið mjög vel Mikil gróska hefur verið í verslun við ferðamenn í sumar. Elmar Freyr Vernharðsson og Jóhann Guðlaugs- son ákváðu að nýta sér það og bæta einni verslun við flóruna í Reykjavík en fyrir ráku þeir tvær aðrar. Elmari finnst mikilvægt að stunda öfluga markaðssókn erlendis og kynna Ísland. Jóhann og Elmar reka þrjár ferðamannaverslanir á Íslandi og segja þær ganga mjög vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Geysir í Hafnarstræti sérhæfir sig í íslenskum vörum og hönnun. Það hefur komið Elmari á óvart hvað Íslendingar versla mikið. Elmar hefur fundið fyrir mikilli söluaukningu. D a n s li s ta rs k ó li J S B Kennslustaðir: ● Danslistarskóli JSB í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. ● Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Innritun fyrir haustönn 2009 stendur yfir! Almenn braut – jazzballett • Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 7 ára aldri • Góð og uppbyggileg líkamsþjálfun sem veitir mikið frelsi til tjáningar • Dansbikarinn - Árleg danskeppni í skólanum fyrir þá sem vilja spreyta sig • Skólaárinu lýkur með glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Eigum laus pláss fyrir nýnema! FRAMHALDSNEMENDUR OG NÝNEMAR Rafræn skráning er á www.jsb.is, upplýsingar í síma 5813730. Stundaskrá birtist á vefnum 20. ágúst. Kennsla hefst mánudaginn 31. ágúst. Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.