Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 20
 19. ÁGÚST 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa Miklar breytingar eru fram undan hjá Sporthúsinu í Dalsmára. Unnið hefur verið að stækkun heilsuræktarinnar undanfarna mánuði. Heildaraðstaða fyrir líkamsrækt stækkar um þúsund fermetra um næstu mánaðamót. Nýlega var tekinn í notkun sérhannaður salur fyrir HotYoga. Salurinn er búinn sérstöku hita- kerfi sem heldur hitastiginu í salnum í 37 til fjörutíu gráðum. Þess má geta að Sporthúsið býður öllum frítt í HotYoga þessa viku og þá næstu. Þá verður ný aðstaða opnuð innan fárra daga sem miðar að CrossFit-þjálfun. Spinn- ing-salurinn verður einnig stækk- aður og verður sérhannaður með spinning í huga. Þar verða sextíu hjól á pöllum þannig að kennari er neðst og iðkendur á stighækkandi pöllum. Verið er að taka baksvæði Sporthússins í gegn en þar verður sérbúin aðstaða fyrir útiæfingar. Er þetta samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Tennishallarinnar, Tennisfélags Kópavogs og Sporthússins. Margar aðrar nýjungar eru á prjón- unum. Nýr fundarsalur verður opnaður með haustinu og stefnt er að því að opna læknastofu og aðstöðu til sjúkraþjálfunar. Nánari upplýsingar um starfsemi Sporthússins má nálgast á www.sporthusid.is Stærra Sporthús og HotYoga-salur ● HUGSAÐ UM HVERN OG EINN „Viðskiptavinir Nordica Spa fá gott aðhald og vel er hugsað um hvern og einn þar sem allir okkar meðlimir fá leiðsögn hjá þjálfara í tækjasalnum,“ segir Ragnheiður Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Nordica Spa. Þjálfararnir aðstoða við- skiptavini við æfingar, stilla tæki og leiðbeina samkvæmt æfingaáætlun hvers og eins. „Nordicaspa býður einnig upp á fjölbreytta hóptíma og má þar nefna opna tíma í pílates. Brennslu- og þrektímar eru í boði á hverjum degi eins og spinn- ing, þrekhringur, Body Pump og Body Attack,“ segir Ragnheiður og bætir við að að æfingu lokinni sé gott að fara í heitu pottana í heilsu- lindinni og fá slakandi herða- nudd hjá nuddurunum. - hs Líkamsrækt má stunda víðar en í tækjasal eða undir hand- leiðslu þjálfara. Þó svo að fólk sé fjarri heimahögunum er hægt að stunda nokkrar ein- faldar æfingar þar sem allt sem til þarf er maður sjálfur. Sölvi Fannar Viðarsson sýndi okkur nokkrar einfaldar en góðar æfingar. „Styrkleikaþjálfun í bland við lið- leika og úthaldsþjálfun, eða fitu- brennslu, er ómissandi þáttur í líkamsrækt. Mjög persónubundið er hvaða aðferðir henta hverjum í viðnámsþjálfun eða lyftingum sem og öðru. Bæði fer það eftir því hversu reyndur viðkomandi er og því hvaða æfingar henta honum best yfirleitt. Venjulega er mælt með því, í lyftingum, að lyft sé fyrst með stærri vöðvum og síðan með þeim smærri,“ segir Sölvi Fannar Viðarsson, framkvæmda- stjóri Heilsuráðgjafar ehf. „Almennt er byrjendum ráð- lagt að taka eina til tvær lotur, af tólf til fimmtán endurtekningum af hverri æfingu, hvíla í þrjátíu til sextíu sekúndur á milli lotna og taka svo aðra lotu á sama vöðva áður en haldið er áfram yfir í næstu æfingu. Þetta á við um allar æfingarnar sem ég sýni hér nema plankann,“ útskýrir Sölvi Fannar en hann hefur hér sett saman nokkrar góðar æfingar sem gera má hvar sem er. „Æfingarnar er hægt að gera á vinnustað, heima, í sumarbústaðnum eða hvar sem er. Allar hreyfingar sem gerðar eru gegn viðnámi hafa bein áhrif á líkamann og eru til þess falln- ar að styrkja líkamann og auka vöðvamassa.“ - hs Hægt að æfa hvar sem er UPPSTIG Gott er að reyna að lenda „létt“ þegar fóturinn fer niður aftur. Það reynir mun meira á lær- og rassvöðva. Byrjend- ur byrja á lágri upphækkun, tröppur geta verið nóg sérstaklega ef æfingin er gerð oft, en lengra komnir fara eins hátt og þeim finnst þeir ráða við. PLANKI/HLIÐARPLANKI Byrjendur gera þessa æfingu á hnjánum en lengra komnir á tábergi/fótum. Gott er að byrja á því að halda í um 30 sekúndur í öllum þremur líkamsstöðum. Betra er að byrja á því að halda hverri stöðu í styttri tíma meðan styrkur eykst í öxlum, handleggj- um og líkamanum öllum en bæta svo við eftir því sem þróttur eflist. ARMBEYGJUR Gott getur verið að byrja á efsta hluta hreyfingarinnar og stoppa aðeins þar áður en farið er af stað niður. Annað hvort er miðað við: a) Fara með olnboga í níutíu gráðu horn, eins og gert er til dæmis í Skólahreysti. b) Fara með bringu alveg niður í gólf. Miklu máli skiptir að reynt sé að bremsa líkamsþyngdina af á leiðinni niður. Þegar vöðvi er að streitast á móti því að lengjast nást fimmtíu til sextíu prósent af árangrinum. Byrjendur hefja þessa æfingu á hnjánum en lengra komnir á tánum. FRAMSTIG Þessi æfing gefur flottan kúlurass en getur líka farið illa með hnén ef hún er framkvæmd á rangan hátt. Skipst er á að stíga fram með hægri og vinstri fót. Best er að miða við að um níutíu gráðu horn myndist á báðum hnjánum. Byrjendur ættu að fara „grunnt“ til að byrja með. Nánari lýsingu má finna á www.heilsuradgjof.is. DÝFUR Auðveldara er að gera æfinguna eftir því sem fæturnir eru nær bekknum. Gott er að láta rassinn síga niður þar til axlir fara í nær sömu hæð og olnbog- arnir (látið samt líkamann segja til um hversu langt niður óhætt er að fara). Réttið síðan úr handleggjum í efsta hluta hreyfingarinnar á móti. JANE FONDA „Jane Fonda“ er nær ómissandi. Þá er átt við æfinguna þar sem legið er á bakinu og mjöðmunum lyft upp og niður. Gott er að reyna að fá góða tilfinningu fyrir rassvöðvunum, sem ætti að vera auðvelt eftir að hafa tekið fram- og uppstig. Þessi æfing er punkturinn yfir i-ið í rassæfingum. HotYoga er vinsælt þessa dagana. Betra lo betri Airfree lofth Byggir á ný • Frjókornum • Vírusum o • Gæludýrafl • Er hljóðlaus • Tilvalið á hei Hæð aðeins 27 cm www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.