Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 19. ágúst 2009 ðHafðu samband við skrifstofu Dale Carnegie í síma 555 7080 og fáðu nánari upplýsingar um Næstu kynslóð 13-15 ára 16-20 ára 21-25 ára www.naestakynslod.is Vilt þú... ...vera einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina Kynningarfundir verða haldnir: mánudaginn 5.janúar kl.20:00 og miðvikudaginn 7.janúar kl.20:00, Ármúla 11, 3.hæð. Æskilegt að foreldrar mæti með þeim sem fara á námskeið fyrir 13-15 ára. Næstu námskeið hefjast: mánudaginn 12.janúar 13-15 ára, miðvikudaginn 14.janúar 16-20 ára, þriðjudaginn 20.janúar 21-25 ára. l . FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í enska boltanum í gær og voru úti- sigrar í báðum leikjunum. Chelsea lagði Sunderland og Wolves lagði Wigan. Það byrjaði ekki gæfulega hjá lærisveinum Carlo Ancelotti í gær því Darren Bent kom Sunderland yfir eftir átján mínútna leik. Þannig stóðu leikar í hálfleik og var Chel- sea ekki að spila nógu vel. Það kom þó allt í síðari hálfleik og eftir aðeins sjö mínútna leik í hálfleiknum jafnaði Michael Ball- ack leikinn. Hann ýtti þá boltan- um inn fyrir línuna eftir að hann hafði verið skallaður að marki eftir hornspyrnu. Frank Lampard skoraði örugg- lega úr vítaspyrnu níu mínútum síðar og Chelsea í vænlegri stöðu. Það var svo Deco sem skoraði síð- asta og fallegasta mark leiksins. Hann lék þá á einn varnarmann Sunderland og lét vaða í teign- um. Boltinn fór í stöngina fjær og þaðan í netið. Virkilega smekk- lega gert og Chelsea-vélin byrjar því tímabilið afar sterkt en marg- ir spá Chelsea sigri í deildinni á þessari leiktíð. Nýliðar Wolves komu skemmti- lega á óvart með því að leggja Wigan að velli á útivelli. Andrew Keogh skoraði eina mark leiks- ins á 6. mínútu. Úlfarnir vörðust laglega það sem eftir lifði leiks og nældu í mikilvæg þrjú stig sem eiga eflaust eftir að styrkja sjálfs- traust liðsins í erfiðri baráttu. - hbg Tveir leikir í enska boltanum í gærkvöldi: Chelsea byrjar tímabilið af krafti KUNNUGLEGT FAGN Frank Lampard fagnaði að gömlum sið þegar hann skoraði úr vítaspyrnu gegn Sunderland í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.