Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 14
 19. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR2 NÁMSSMIÐJA um jarðferða- mennsku verður haldin á Hótel Gíg í Mývatnssveit dagana 2. til 4. september. www.ferdamalastofa.is Sigrún er á leið í gönguferð með barnabörnunum austur í Vopna- firði þegar hún er ónáðuð og spurð frétta af ferðamannastraumnum í Seli í sumar. „Það er búið að vera mjög margt um manninn,“ svarar hún glaðlega og segir Sel meðal annars viðkomustað ferðahópa af skemmtiferðaskipum. „Bæði koma hóparnir mikið í mat og kaffi til okkar og svo erum við með þekkt- ustu gervigíga Evrópu steinsnar frá okkur sem mjög margir skoða. Ég fullyrði að flestir útlendingar stoppi þar sem eiga leið um.“ Fuglalíf við Mývatn er víðfrægt og þar er að finna náttúruperl- ur eins og gervigígana og Kálfa- strandarvoga, Dimmuborgir, Höfða og Hverfjall. „Svo er mjög fallegt norðan við vatnið líka og sjálf hef ég mjög gaman af því að keyra hringinn kringum Mývatn á góðum degi,“ segir Sigrún. „And- stæðurnar í náttúrunni eru svo miklar.“ Sigrún hefur búið á Skútustöðum í fjörutíu ár og opnaði Sel ásamt manni sínum, Kristjáni Yngva- syni, 16. júní 1973 sem skyndibita- stað og verslun. Það var í 200 fer- metra húsnæði og síðan hefur ansi oft verið byggt við. Nú er þar hótel með 35 herbergjum, stórum veit- ingasal og öðru sem til þarf, auk minjagripaverslunar í öðru húsi og kaffiteríu. Sigrún hefur fermetra- fjöldann í dag ekki á hraðbergi. „Ég hef bara ekki hugsað um það,“ segir hún. Ekki hefur hún heldur tölur yfir gestafjöldann í sumar en segir nýtingu á hótelinu hafa verið góða strax í maí og mikið sé bókað fram yfir 20. september. Ferðamannatíminn er að sögn Sigrúnar að lengjast í báða enda og töluvert er líka að gera yfir vet- urinn. „Febrúar og mars eru góðir mánuðir hjá okkur,“ segir hún. „Við fáum hingað meðal annars fólk frá Bretlandi og Hollandi sem er að koma til að njóta náttúrufegurðar og friðsældar. Við höfum líka ýmis- legt upp á að bjóða þá, erum með snjósleðaferðir og líka jeppaferðir að Dettifossi. Við förum með fólk á skíði, í jarðböðin og jafnvel á hest- bak. Svo fær það auðvitað að njóta náttúrunnar á eigin forsendum því Mývatnssveit er ekki síður falleg að vetri en sumri. Þó skara haust- in fram úr. Þá er sveitin fegurst að mínu mati.“ gun@frettabladid.is Sveitin fegurst á haustin Ein af þekktum persónum við þjóðveginn er Sigrún Jóhannsdóttir, sem hefur rekið verslun og veitinga- sölu í Seli í Mývatnssveit í meira en þrjá áratugi. Hún var í eins dags sumarfríi þegar hringt var í hana. Hótelið er með 35 herbergi og stóran veitingasal enda oft búið að byggja við. Sigrún sinnir nú ekki síst minjagripaverslunninni og kaffiteríunni að Seli en sonur hennar og tengdadóttir hótelinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Ferðafélagið Útivist stendur fyrir göngu á sunnudaginn kemur. Gengið verður upp með Soginu, með- fram Álftavatni og upp að Ljósafossvirkjun. Mikið er af fallegum fossum í Soginu: Ljósi- foss, Írafoss og Kistu- foss. Berjaland er víða mikið á leiðinni og því hægt að tína upp ber á leiðinni en göngu- tími er sex klukku- stundir og mest á jafn- sléttu. Lagt verður af stað klukk- an 9.30. www.utivist.is ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Steinlagna- og umhirðutækni Innritun stendur yfir Nám í steinlagna– og umhirðutækni er mótað og uppbyggt af Félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Horticum menntafélagi ehf. í samstarfi við Tækniskólann - skóla atvinnulífsins. Kynningarfundur um námið verður haldinn fimmtudaginn 27. ágúst kl.18:00 Skeljanesi 9, 101 Reykjavík (í Skerjafirði). Einnig má nálgast ítarlegar upplýsingar um námið á heimasíðu skólans www.tskoli.is Steinlagnatækni Uppbygging og viðhald steinlagna Umhirðutækni Uppbygging og umhirða grænna svæða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.