Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2009 Auglýsingasími – Mest lesið Líkamsræktarstöðina Hress er nú að finna á tveimur stöðum í Hafnarfirði. Önnur er í Dals- hrauni og hin er nýopnað útibú í sundmiðstöð Hafnarfjarðar að Ás- völlum. Þar fá gestir Hress að nýta sér sundaðstöðu sem er skemmti- lega útbúin fyrir börn, til dæmis er rennibraut innandyra. Þá er æf- ingaaðstaða og þolfimisalur Hress á Ásvöllum vel búinn. Í Hress verður ýmislegt á boð- stólum í vetur. Boðið verður upp á námskeið í þolfimi fyrir tíu til tólf ára stúlkur annars vegar og þrettán til sextán ára stúlkur hins vegar. Einnig verða sér námskeið fyrir drengi þrettán til sextán ára. Nýtt námskeið í Hress sem kall- ast Hjól og stöðvar er sjö vikna námskeið fyrir karla og konur. Pilates Klassik eru sjö vikna námskeið sem Petra Baumruck kennir. BodyVives eru nýir opnir tímar frá Les Mills-keðjunni. Árlegir Hressleikar 2009 verða haldnir í haust. Þar skipuleggja þjálfarar Hress æfingadag þar sem viðskiptavinir upplifa hlátur, svita, gleði og baráttuanda í öllum sölum. Nýtt Hress á Ásvöllum Hress er i í Dalshrauni og á Ásvöllum. Líkamsrækt þarf ekki að vera háð heilsuræktarstöðvum og tilbúnu umhverfi. Það veit Sverrir Jónsson en hann hjólar oft og gengur í vinnuna. „Ég hjóla og geng mikið en mér finnst langbest að hreyfa mig úti. Það hentar mér betur en tækja- salurinn,“ segir Sverrir Jóns- son hagfræðingur. „Þó að maður brenni ekki jafnmiklu við þetta og að púla í leikfimitíma finnst mér þetta skemmtilegt og það skilar mér betri árangri til lengri tíma litið þar sem ég geng eða hjóla á hverjum degi en fer kannski bara í leikfimitíma tvisvar í viku.“ Sverrir hefur stundað göngur og hjólreiðar í þó nokkurn tíma og hefur að eigin sögn aukið við síðastliðin ár. „Þetta er orðið jafn- ara og reglubundnara hjá mér og geng ég eða hjóla í hverri viku. Mér líður vel af útiverunni og síðan hentar mér að hjóla eða ganga í vinnuna sem er skammt undan. Ég er svona 25 mínútur að ganga hvora leið og helmingi fljótari að hjóla,“ útskýrir hann en viðurkennir að veðrið hafi áhrif. „Ég hjóla meira í góða veðrinu á sumrin en á veturna geng ég frek- ar. Annars má alltaf klæða sig í hlífðarfatnað ef veðrið er ekki því verra. Þegar ég áttaði mig á að þetta væri ekkert flókið fór ég að gera þetta oftar. Svona hreyfing er eiginlega bara eins flókin eða ein- föld og maður vill hafa hana.“ Auk þess að þjálfa líkamann hefur útivistin góð áhrif á hug- ann. „Ég mæti í vinnuna fersk- ur og vakandi og á leiðinni heim tæmi ég hugann og losna við vinn- una úr kollinum. Ef ég hef komið mér fótgangandi eða hjólandi í vinnuna er heldur ekki um neitt annað að ræða en að fara á sama hátt til baka og þá drífur maður sig af stað þó að maður sé kannski þreyttur og latur. Ég spara líka tíma og eldsneytispeninga á þessu en mér finnst mikilvægt að koma inn einhverri hreyfingu á hverjum degi sem er þá að lágmarki hálf- tími eða fjörutíu mínútur,“ segir Sverrir, sem skreppur þó stund- um í ræktina líka og fer í lengri göngur á sumrin. - hs Hjólar og gengur Sverrir Jónsson kýs að ganga eða hjóla í vinnuna fremur en að fara í leikfimitíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.