Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 19. ágúst 2009 13 Brúðubíllinn er á ferð og flugi í sumar og gleður börn og full- orðna hvar sem hann fer. Brúðu- bíllinn verður með sýningu á Akureyri í dag. Á Menningarnótt í Reykjavík verður Brúðubíllinn með sýningu í Hallargarðinum klukkan 14. Helga Steffensen hefur stjórn- að leikhúsi Brúðubílsins í 29 ár en hún býr til brúðurnar, hand- ritin og líka leikmyndina. Brúðu- bíllinn starfar á sumrin og sýnir á ýmsum útivistarsvæðum, görð- um og við gæsluvelli og skóla. Brúðubíllinn starfar á vegum ÍTR og eru allir velkomnir. Sýn- ingarnar eru ókeypis og miðaðar við yngstu kynslóðina. Brúðubíllinn á ferð og flugi LILLI Apinn Lilli er þekktasta brúðan í Brúðubílnum. Menningarnótt í Reykjavík verður haldin í fjórtánda sinn laugardaginn 22. ágúst. Menn- ingarnótt er fjölmennasta hátíð sem haldin er á landinu en nærri þriðjungur landsmanna tók þátt í hátíðinni í fyrra og naut fjölbreyttra dagskrárliða í miðborginni. Þema Menningarnætur að þessu sinni er Húsin í bænum. Með því á að vekja athygli á feg- urð og margbreytileika húsanna í bænum og menningunni sem tengist þeim. Ótalmargt verður í boði þenn- an dag. Til að átta sig á dag- skránni og til að geta skipulagt hvað fólk vill sjá hefur verið sett upp vefsíðan www.menning- arnott.is. Þar má skoða viðburði eftir flokkum eða í tímaröð en einnig er hægt að fá dagskrána senda í farsíma. Vefsíða Menn- ingarnætur MENNINGARNÓTT Margt verður í boði á þessari fjölmennustu hátíð landsins. Skólahaldi heimangönguskólans á Lyngholti á Snæfjallaströnd á ár- unum 1936-1947 eru gerð góð skil í riti sem er nýlega komið út en þar námu fræðin sín börn úr Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. Menningarráð Vestfjarða styrk- ir útgáfu ritsins og líka nýs geisla- disks sem nefnist Heyrði ég í hamr- inum. Þar heyrast raddir fyrrum ábúenda á Ströndinni sem kveða og segja frá ýmsum þjóðlegum fróð- leik. Upptökurnar voru gerðar af Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar. Á myndinni til hliðar eru í aftari röð: Hilmar Rósinkarsson, Lára Helgadóttir, Auðunn Helgason, Höskuldur Guðmundsson og Sal- björg Jóhannsdóttir. Fremri röð: Elísabet Rósinkarsdóttir, Ingigerð- ur Jóhannsdóttir, Lilja Helgadóttir og Ingibjörg María Gunnarsdóttir. Nýtt rit um skóla- hald á Lyngholti „Foreldrar mínir skírðu mig Aldísi út í bláinn en þau vildu velja nafn sem væri auðvelt fyrir lítil börn að segja, það er að segja systkini mín, það væri stutt og framar- lega í stafrófinu,“ segir Aldís Hilmarsdóttir lögreglufulltrúi. Nafnið þýðir „göfug dís“. Aldís segir að henni hafi oftast þótt þægilegt að vera fremst í stafrófinu og hefði alls ekki viljað vera aftarlega – henni henti vel að þurfa að ljúka hlutunum af fyrst, í hópi eða bekk. „Ég hef bara kynnst tveimur öðrum Aldísum um ævina og það fyndna er að önnur er vinkona mín, hin er frænka. Nafnið er held ég fremur óalgengt og ég legg alltaf eyrun við ef það kemur einhvers staðar upp, í frétt- um eða annars staðar. Þannig man ég eftir því að bæjar- stjórinn í Hveragerði heitir Aldís og svo er fréttakonan Lóa Pind kennd við móður sína og er Aldísardóttir.“ Aldís hefur alltaf verið ánægð með nafnið sitt. „Fyrir utan hið dæmigerða tímabil í lífi stelpna þar sem þær langar að heita einhverju sætu, mjúku nafni eins og Sara eða Karen.“ Hún er sjaldan kölluð gælunafni nema að faðir henn- ar kallar hana stundum Dísu. „Og systir mín á sitt eigið nafn yfir mig sem er nafnið mitt aftur á bak: Sídla.“ NAFNIÐ MITT: ALDÍS HILMARSDÓTTIR Hefur bara hitt tvær aðrar Aldísir um ævina GOTT AÐ VERA FREMST Í STAFRÓFINU Aldísi Hilmarsdóttur finnst það góður kostur að vera framarlega í stafrófinu og foreldrar hennar völdu nafnið meðal annars út frá því. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H EIÐ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.