Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2009 Mörgum finnst baunir hrein- lega vera vesen, fallast hendur yfir að þurfa að leggja þær í bleyti eða hvað á hreinlega að gera við þær. Sem er synd, því jafnódýr en um leið hollur matur er vandfundinn. Þar gætu linsubaunir verið svarið fyrir byrjandann. Linsubaunir eru þessar litlu og flötu baunir og eru þær ýmist grænar, rauðar, gular, brúnar, svartar, grængráar eða gráar. Baunirnar eru mjög ríkar af B-vítamíni og járni, prótíni og trefjum. Þrátt fyrir að þær hafi verið ein af uppistöðunum í fæðu Araba, Asíubúa og ýmissa fleiri þjóða um langt skeið hafa þær einhverra hluta vegna átt mun erfiðara uppdráttar í Evrópu. Augu Evrópubúa eru hins vegar smám saman að opnast fyrir þessari snilldarfæðu. RAUÐAR LINSUBAUNIR Þær rauðu þykja sérstaklega holl- ar með allri sinni fólínsýru en allar linsubaunir lækka kólester- ól í blóði, eru ríkar af magnesíum og fitusnauðar. Suðutími rauðra linsubauna er um fimmtán mínút- ur. Það er frábært að drýgja alla pottrétti, kjötkássur og súpur með linsubaunum eða setja þær alveg í stað kjötsins. Þær fara yfirleitt í mauk við suðu og eru því bestar í áðurnefnda rétti en síður í salöt. GRÆNAR LINSUBAUNIR Eins og þær rauðu fara grænar linsubaunir svolítið í mauk en þær eru mjög góðar með fisk- og kjúklingaréttum. Það er mjög gott að krydda grænu linsurn- ar duglega, sem og allar linsu- baunir, og setja jafnvel ferskar kryddjurtir saman við. Túrme- rik, karrý, laukur, hvítlaukur, kóríander og hvaða krydd sem þér dettur í hug. PUYLINSUBAUNIR Baunirnar þykja einar ljúffeng- ustu linsubaunir sem völ er á. PUY er í dag orðið verndað vöru- heiti þar sem margir hafa reynt að selja venjulegar linsubaunir undir PUY-nafninu og þess ber því að gæta að PUY-baunirnar séu merktar með AOC-merkingunni á umbúðunum. Annað er ekki ekta PUY. PUY-linsubaunir eru eins og aðrar linsubaunir með um fimmt- án mínútna suðutíma. Setjið baun- irnar í sigti að lokinni suðu og þá má nota þær í hvað sem er, svo sem út í salöt, súpur, pasta- og kartöflu- rétti. Þar sem PUY-baunirnar eru svo bragðgóðar eru þær frábærar í salöt, maríneraðar í salatdressingu og kryddaðar með salti og pipar. BRÚNAR OG GRÁAR BAUNIR Þessi litur bauna heldur betur lögun sinni en þær grænu og rauðu og eru þær því upplagðar í salöt og kartöflurétti. Þær eru mjög góðar með svínakjöti, kryddpyls- um, beikoni í eldföstu móti og svo sem meðlæti, til að mynda blandað saman við hrísgrjón. - jma Linsubaunir fyrir baunabyrjendur Gamla góða linsubaunasúpan er eitt það hollasta sem völ er á. Linsubaunir geymast vel en við matreiðslu skal skola þær vel og henda þeim sem fljóta. Baunarétti á aldrei að bullsjóða. Til að byrja með, meðan verið er að venja sig á baunirnar og læra að elda úr þeim, er sniðugt að bæta þeim við pastaréttinn sem fjölskyldan er vön að gera. Einn bolli af þurrkuðum baunum verður að tveimur til þremur bollum við suðu. NORDICPHOTOS/GETTY Nánari upplýsingar veitir Berglind Grétarsdóttir skólastjóri í síma 563-7730. Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á www.skolar.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.