Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 4
Jratntíi ýAlahd* (niqqiiAt á ýrjcmœtti jarlar cy a^li ^alltiatha. Jón Sigurðsson í Yztafelli ræðir um daginn og veginn. I. Eftir fjögur harðæri virðist nú rofa. Síðan í byrjun september hefur veðr- átta verið svo ljúf og mild, sem bezt má vera. „Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni,“ sagði Stefán vest- ur í Klettafjöllum. Svo mun ætíð verða, um allar jarðir, að bændur eiga mikið undir dutlungum náttúr- unnar. En öll verkmenning er í því fólgin að ná valdi yfir náttúrunni og temja krafta hennar svo sem unnt er til hagsbóta, sveigja til þjónustu og skapa nýja landkosti. Á mestu harðærum 19. aldar milli 1880 og 1890 sköpuðu bændur sér brjóstvörn, þar sem var samvinnu- hreyfingin og búnaðarfélögin Má segja, að þáttaskil yrðu þá í búnað- arsögunni. Síðustu áratugi aldarinn- ar hrundu margir þúsund ára venju- múrar fyrir nýjum sjónarmiðum og framkvæmdum. Á okkar öld, hinni tuttugustu, hefur aldrei miðað svo til gjörbyltingar í búnaði, sem síðustu harðærin fjögur. Véltæknin heldur innreið sína, og flest miðar til þess, að við verðum óháðari næstu harð- ærum. Vegir hlaðnir af stórvirkum tækjum ættu að geta rofið að miklu leyti einangrun snjóalaga. Ný og vönduð hús rísa, hlý og björt, í stað" hrynjandi torfbæja. Símar tengja alla bæi í stórum byggðarlögum. Rafmagn frá einkastöðvum eða ríkislögnum kemur æ víðar. Ný úthýsi. Nýjar súg- þurrkunarhlöður og votheysturnar tryggja heyöflun meir en flest ann- að. Jarðýtur bylta gömlum rústum og gera græna hóla, víkja síðar út í móana. Á einni nóttu, meðan bónd- inn sefur, er ef til vill fullunninn hekt- ari, til sáningar og áburðar. Skurðgröfurnar gjörbreyta heilum sveitum. Þar sem áður voru graslaus- ar hálfdeygjur eða fúamýri, verður nú skraufþurrt, og mýrin tekur að rotna og verða að harðvelli, þar sem frjó- efni verða að losna úr læðingi og koma til nota áratugum og öldum saman. Heyvinnan er nú að verða öll önnur. Margur bóndinn ber varla ljá í jörð. Farmall eða Ferguson slær og rakar engið um leið, unglingur vinn- ur þar á við tug manna. Utheysmúg- um er ýtt saman og ekið í „súginn“ eða turninn. Taðan þarf lítinn eða engan þurrk, hestar snúa og raka. Síð- an er ekið á dráttarvél heim í turn eða hlöðu. Þannveg stefnir þessi árin að því að létta erfiðið, auka öryggið og margfalda afköstin. Nær allir bændur Bóndinn þarf að vera lceknir og Hfeðlisfrœðing- ur sinnar hjarðar, persónulegur vinur . . . eru að breyta búskap sínum á þessa leið. Fáir eru ekki byrjaðir, og fáir komnir í áfangastað. Sókninni má ekki linna. IL Þetta, sem að framan er sagt, finnst sumum ef til vill bændagrobb. En ekk- ert er fjær bændum en grobb og utanílæti. Ekkert skortir þá meira en heilbrigt sjálfsálit, trú á mátt sinn og megin og metnað tyrir stétt sína. Fyrir fáum mannsöldrum voru all- ir íslendingar bændur eða búandliðar. Jafnvel æðstu embættismenn bjuggu sínu búi. Islenzk tunga, bókmenntir, þjóðhættir og þjóðarsérkenni er allt af þessu mótað. íslenzk sveit er öll önnur en erlend. Bóndinn á akurslétt- unni erfir ekki annað en þrautrækt- aðan akur og oft varanlegar bygg- ingar frá langfeðrum. Islenzku bænd- urnir, sem nú eru rosknir, byrjuðu flestir í sporum landnemans. Ollu ræktarlandi Þarf að bylta og breyta, eða skapa að nýju. Öll hús að byggja og með nýjum hætti. Sléttubóndinn erlendi bj'r við landþröng og land- mörk hið næsta sér. Við hér búum við víðlendi, takmarkalausa víðáttu, víðáttubreiður og endalausa fjöl- breytni. Dalbotninn með túni, engj- um og ræktunarlöndum framtíðar- innar, hlíðin, heiðin og víðlendið á fjöllum uppi. Varla getur svo lítið kot, að ekki hafi það landrými til þess að vaxa stórbýli yfir höfuð, ef atorka til ræktar og framkvæmda er þar meiri en á höfuðbólinu. Þetta eggjar til dáða, niðri á láglendinu, í ræktun og framkvæmdum. En fjall- 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.