Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Síða 6

Samvinnan - 01.03.1953, Síða 6
Allt mundi oltkar þjóðareðli annað verða, ef áhrif sveitanna dvina og deyja út. verða öllu meiri en í happdrætti há- skólans. En til þess að taka á móti vinningi í síldarhappdrættinu hafa verið reistar a ríkis kostnað mestu og dýrustu iðnstofnanir landsins, síldarverksmiðjurnar. Einhver fróður sagði í blaði í haust, að síldin, sem þær fengu í sumar, hefði svarað sól- arhringsvinnu. Þarna liggja ónotuð, undir tímans tönn, tæki og bygging- ar fyrir hundruð milljóna. Tap er sagt á togurunum og tap á bátunum, sem styrkja þarf með stórskatti á almannanauðsynjar, þó að ekki sé tilfinnanlegur aflabrestur. „Stopull er sjávaraflinn“, segir orð- tækið forna. Okkar þjóð hefur eigi svo einvörðungu til gjaldeyris treyst á sjávarafla fyrr en nú á síðustu árun- um. Engin menningarþjóð í heimi hefur veiði fyrir aðalatvinnu nema við. Veiðiþjóðir eru yfirleitt taldar frumstæðar, og hungurvofan ætíð á næstu grösum, þegar veiði þeirra bregst. Svo algilt er lögmálið um stopulan afla. Hefði ekki líka hungur- vofan látið skína í tennurnar hér, ef ekki hefði verið Marshall með sínar milljónir okkur til hjálpar? Nær öllum stríðsgróðanum var varið til nýsköpunar sjávarútvegsins. Öll þau tæki, skip og verksmiðjuvél- ar, verða þó orðin úrelt og gömul eft- ir nokkra áratugi. Allt þeirra starf er rán náttúruverðmæta, ekki yrkja eða ræktun. „Eyðist það, sem af er tek- ið“. Engin nútímatækni virðist í ná- munda um að rækta fiskinn í sjónum, þvert á móti. AIls staðar reynist sama sagan: fiskimiðin tæmast. Erlendir hagfræðingar hafa á þetta bent. Þeir sjá, að frjósemi jarðar vex með auknum búnaði og ræktun. Þeir sjá, að vatnsafl okkar er ótæmandi og viðvarandi. Hví þá að byggja svo ein- hliða á auðlind sjávarins, sem er stop- ul og þverrandi? Skipulag útgerðar hefur verið ríkisábyrgð, með sérstöku sniði, að undanförnu: Ef vel gengur, fær útgerðin gróðann. Ef illa gengur, ber ríkið tapið. V. Öll er hún önnur, aðbúð ríkisins að iðnaði. Fossaflið okkar, hin hvítu kol, þrýtur aldrei, eins og olía og steinkol. Það er létt í vöfunum og kemur sjálft þangað, sem þörfin kallar, ef því er lagður vegur á vírum. Aflið til þeirra hluta, sem gera skal, eigum við meira á mann en nokkur önnur þjóð. Þetta afl verður ekki fært um Atlantsála, það þarf að nytja hér heima. Það eig- um við sjálfir að gera og vera stór- tækir í einhverjum greinum, sem bezt henta, ekki að forðast erlent fjármagn, en tryggja hitt, að umráðin og arð- urinn verði innlent og megin vinnu- aflið. Eflaust má byggja Jiér upp stóriðnað, sem ekki er eins stopull og sjávaraflinn. En vandinn er sá að fá innlenda stjórn, sem hafi hagsýni, og tryggja, að ekki flæði yfir fjölmenn- ur erlendur verkalýður, sem drekki þjóðerninu. Til eru þau iðnfyrirtæki, sem hafa fleiri verkamenn en alla Is- lendinga. En hér þarf að hefjast handa um rannsókn og undirbúning, svo að öll fólksfjölgun og allt það fólk, sem losnar frá starfi vegna stór- virkra tækja í ýmsum verknaði hrúg- ist ekki að útveginum. Sjávaraflinn getur enn um langan aldur verið gull- Bœndur þurfa nú á dögum að binda mikið fé i jörð og mannvirkjum, bústofni og vélakosti. náma, þegar vel lætur. En honum má ekki treysta sem einkastoð viðskipta okkar. VI. I upphafi þessara smápistla var bent til þess, að bændur eru að byggja grundvöll nýrrar búnaðartækni, sem verður varanleg um langa framtíð. Að þessu er unnið ákveðið og mark- visst. íslenzk þjóðarsérkenni, mál og menning er sveitunum bundið, og allt mundi okkar þjóðareðli annað verða, ef áhrif sveitanna dvína og deyja út. Ennþá eru bændur og búalið fjöl- mennasta stétt landsins og afurðir búnaðar skapa meginmagn til fæðis allri þjóðinni og hráefni til klæða og skæða, svo sem var meðan allir voru búandlýður. Lítum nú á, hversu búið er að bændum frá hálfu þjóðfélagsins og hvers þeir þarfnast: 1. Það er skjdt að þakka allmikið lánsfé með góðum kjörum. Hins veg- ar hafa bændur unnið mikið af fram- kvæmdum síðustu ára með því að leggja á sig og fjölskyldur sínar harð- ari vinnu og meiri sparnað en aðrar stéttir. Fjörutíu stunda vikan, með löngum og dýrum orlofsferðum hefði skammt hrokkið. Allmikið fé áttu margir bændur í innstæðum frá stríðsárunum, en nú er það nær alls staðar til þurðar gengið. Ef umsköp- un landbúnaðar til nýrrar tækni á ekki að stöðvast á byrjunarskeiði, verður þjóðfélagið að sjá búnaðinum fyrir nægu og ódýru lánsfé næstu ára- tugina. Þar má ekki verða hlé eða þurð á. 2. Tvisvar sinnum á þessari öld hefur hagur bænda hallast, svo að allar bjargir voru bannaðar um fram- kvæmdir og hávaða bænda lá við gjaldþroti. Það var eftir 1920 og eftir 1930. Orsökin var hin sama í bæði skiptin: Verðfall afurða og hækkun krónunnar'. Ef vörur lækka í verði, hækkar hver skuld og verður örðugra að greiða. Verðfallið eftir 1930, „kreppan“, leiddi af sér kreppulánin og eftirgjafir. Ef haldið verður inn á þá braut að koma á móti kröfum launamanna um aukinn kaupmátt launa með verðfellingu, svo á land- búnaðarvörum sem öðrum, hlýtur það óhjákvæmilega að leiða til þess, (Framh. á bls. 23). 6

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.