Samvinnan - 01.03.1953, Side 10
Seinna í mánuðinum, þegar kálfur-
inn fór að draga strá, var hann flutt-
ur út í fjóshlöðuna. Það bezta var að-
eins boðlegt handa prinsinum. Þang-
að færði Uni bóndi honum mjólk og
brauðhleifa. Og mjólkin var ekkert
glundur, eins og undanrennuskolið,
sem borið var í daunillum trédöllum
fyrir meykálfana á heimilinu. Hon-
um var færð ómenguð nýmjólk, reidd
fram í smeltri fötu, sem var vand-
lega þvegin og sótthreinsuð undir
meinfýsnu eftirliti húsbóndans.
Kálfurinn reitti niður úr töðustál-
inu, gróf holu, japlaði og jóðlaði,
fleygði hálftuggðum heyviskum, ef
bragð og ilmur var ekki samdauna
smekk sælkerans. Óð hann í hey-
drefjunum á hlöðugólfinu og gekk
örna sinna, eins og flórgoði.
Rausn Una bónda var alveg tak-
markalaus við þennan fósturson.
Tímunum saman sat hann á hækjum
sínum og skeggræddi við unglinginn,
klóraði honum í kverkinni eða tíndi
úr honum saurklepra. Og boli litli var
ekki neinn þrákálfur, hvorki ódæll eða
kargur, eins og oft vill verða um ein-
birni, sem alið er upp í hóflausu dekri.
Hann bar sérstaka virðingu fyrir
fóstra sínum, blakaði aldrei við hon-
um, hvorki í gamni eða alvöru. Þeg-
ar Uni bóndi var að troða í kálfana,
bograndi, stóð kálfurinn við hlið hans,
nuggaði sér upp við hann og sleikti
hendur hans eða andlit, svo að urg-
aði í skeggrótinni. Hláturinn ýskraði
niðri í karlinum. Og eftir því sem
heyið þvarr í hlöðunni, stækkaði at-
hafnasvæði hlöðubúans — sem var
orðinn herjans dolpungur — dansaði
hann þar stafna á milli. Fóstra hans
var það mesta augnayndi að fylgj-
ast með fjörkippum hans og rassa-
köstum.
Um sumarið gekk kálfurinn með
kúnum og fékk drukkinn sinn refja-
laust, enda sást, að honum hafði ver-
ið sómi sýndur í uppeldinu. Hann
var þriflegur og föngulegur. Ekki var
laust við, að hann gerði sig sekan um
glettingar við mjaltakonur, er þær
sátu á stöðlinum. Varð hann af því
illa þokkaður. En ef drepið var á
pörubrögð hans, var Uni bóndi við-
skotaillur, taldi slíkt gaspur mælt
með marðartungum, í meinlægni og af
illvilja. Það væri verið að rógbera
sakleysingja, sem væri sómi heimil-
ísms, vegna tegurðar og góðlyndis.
Griðkonum bæri að perdúka fyrir
kálfgreyinu. Hann ætti göfugar til-
finningar — væri engin ótuktarsál.
Um haustið var boli naustaður á
bezta básnum í fjósinu. Þangað varð
eigandanum tíðreikað. Hver utan-
bæjarmaður, sem fór um landareign
jarðarinnar í kallfæri, þurfti að
leggja lykkju á leið sína, stó»-a eða
smáa eftir atvikum. Uni bóndi
teymdi hann í fjósið með uppmáluð-
um sjálfsánægjusvip, eins og með-
hjálpari væri að leiða þyrstan synd-
ara til altaris. Hann óð á söxunum,
lágvaxinn og tindilfættur, skálmaði
um fjóströðina, glennti sig yfir flór-
inn, fór höndum um tarfinn og benti
gesti sínum á kosti hans og fríðleika:
Þessi haus, þessir vöðvar, þessi háls
eða brjóstkassinn, þá eru malirnar
ekki slorlegar, kríkarnir undir snáð-
anum eru stoðir, sem segja sex, lags-
maður. Eða háralagið, slétt og fellt,
stirnir á belginn, — það er enginn
kaupakonukoppagljái, ha!
Þannig lét Uni bóndi móðan mása
með gegndarlausu rausi og hóli um
snillinginn, sem að hans dómi var
sjálfkjörinn til að verða ættfaðir
allra óborinna rjómalinda í Iandinu.
Ymsum þóttu fjósgöngurnar hvim-
leiðar og mæltu í sinn hóp kalsyrði
um þessa eingyðistrú Una bónda. Var
það samt mála sannast, að allir öf-
unduðu hann af kjörgripnum.
Um vorið var tuddi rekinn með
geldneytum og kálfarusli inn í afdal
til hagagöngu. Voru þar landkostir,
kjamgresi. Einhverjir, sem smöluðu
fé til rúnings, sögðu, að kynbótatarf-
urinn væri meinvættur í gripahjörð-
inni, óeirinn og uppivöðslusamur,
hnoðaði smælingjana af grimmdar-
legri fólsku og tuddamennsku. Og
gangnamennirnir höfðu nauðuglega
komizt undan honum með því að
hundbeita hann. Mátti heita að öll
sveitin stæði á öndinni, er þessi ótíð-
indi bárust. Þó var Uni bóndi gjör-
samlega grunlaus um þann orðasveim,
enda mundi hann varla hafa vegsam-
að þann græningja, sem hefði gerzt
svo djarfur að ympra á meiðyrðum
um þann rauða.
Sunnudag um miðjar heyannir
skokkaði Uni bóndi inn í afréttinn,
mest til að skyggnast eftir því, hvern-
ig engjablettir þar væru sprottnir, —
öðrum þræði til að heilsa upp á uppá-
haldið. Veðri var svo farið, að gekk
á með í.máskúrir, mildar og hæglát-
ar. Uni bóndí var í hólkvíðum klof-
stígvélum og regnverjum, sem skýldu
spariflrkum b ms og snjóhvítu háls-
líni, er innn Irafði búizt urn morgun-
inn vegna iiöfðingjakomu á heimilið.
Inni í afdalnum var fyrrum stekk-
ur við rætur vinalegrar hlíðar, kjarri
klæddrar. Kaldaverslulindir í græn-
um mosadýum seitluðu þar niður í
breiðan mýrarflóa, svartan og svakk-
andi. Nautgripirnir lágu í stekkjar-
rústinni.
Þegar Uni bóndi nálgaðist, reis
nautið á bífurnar. Runnu þeir síðan
hvor á móti öðrum og fóru geyst, svo
sem ástvinir, er lengi hafa verið fjar-
vestum. Boli var eins og kappsiglinga-
skúta undir þöndum seglum, ferleg
búkhljóð og klaufnaspark létu í eyr-
um sem veðurhvinur í rám og reiða-
böndum. Uni bóndi kallaði til hans í
dýsætum gælutón; — en allt í einu
stirðnaði hann upp af skelfingu:
Tuddinn skók hausinn, slefutaumar
drupu af grönunum, augun voru
þrútin og æðisleg. Skipti engum tog-
um, að Uni bóndi var hafinn á loft
og þveitt í glæsilegum boga langt út
í dýjaveisur. Féll hann þar í mjúkar
mosaþembur, jarðvegurinn gekk í
bylgjum, eins og risastór undrafugl
hefði hlassað sér niður á setjandann,
þreyttur og þyngslalegur, eftir áning-
arlaust ferðalag milli pláneta. Þegar
hann reyndi að brölta á fætur, var
hann staddur í kviksyndi, sem dúaði
og rólaði, eins og hengirúm. Hann
mjakaðist þó fljótt á fastari jarðveg.
Uni bóndi var ringlaður, hugsan-
irnar í einum hrærigraut. Arásin
hafði komið á hann óviðbúinn, snöggt
og óvænt. — Þannig hafa öll úrþvætti
veraldarsögunnar undirbúið morð-
árásir á berskjaldaða einfeldninga,
sem hömpuðu þeim og hófu til vegs
og virðingar.
Ofbeldisseggurinn ætlaði ekki að
skilja við bráð sína, án þess að lúskra
henni rækilega. Galt hann hátt, flan-
aði út í foraðið, lá á kviði, brauzt um,
reif sig áfram af þrótti og fítonsanda,
eins og afturgenginn jarðvöðull.
Uni bóndi skildi loks fullkomlega,
að alvara var á ferðum, bjó sig því
undir að láta fæturna bjarga líftór-
unni, stefndi út á breiðan flóann,
10