Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 19
uerkuðu þá jafnan fisk sinn í ver-
cíðarlok og snemma sumars á heim-
ilum sínum. Sjómenn áttu oftast hlut
sinn inni hjá útgerðarmanni þar til
fiskur bátsins var seldur fullverkaður.
Bæði formenn og hásetar, þótt ekki
væru bátseigendur, gerðust á þenná
hátt aðilar að vörupöntunum og
fengu sinn áætlaða hlut lagðan inn í
kaupfélagið.
Gufuskip komu á aðalhafnir Isa-
fjarðardjúps og ég hygg einnig á Að-
alvík og í Jökulfirði. Þar voru pönt-
unarvörur afhentar undir umsjón
trúnaðarmanns kaupfélagsins og
deildarstjórans, jafnframt var tekið á
móti'lofuðum fiski.
Verzlunarbúð hafði félagið aldrei á
Isafirði, en vörugeymsla þess var í
húsinu, þar sem bílstjórafélag Isa-
fjarðar hefur nú bækistöð.
★
Kaupfélag Isfirðinga var stofnað í
marz 1888. Var þegar horfið að því
að panta gufuskipsfarm af ýmsum
nauðsynjavörum og skyldi skipið
jafnframt flytja út verkaðan saltfisk,
sem greiðslu fyrir vörurnar.
I Þjóðviljanum 27. des. 1888 er
þess getið, að Ogursveitungar hafi þá
brugðist vel við með verzlun við fé-
lagið, og einkum að láta það fá fisk.
„Má eflaust þakka þeim að félagið
komst á laggirnar“, segir þar. Einnig
segir þar, að vegna samtakaleysis
hafi ekki fengizt fullfermi í skipið og
kostnaðurinn af farminum því orðið
tilfinnanlegri en ella. Kaupendur ytra
fundu farminum það til foráttu, að
hann væri of smár og felldu farminn
í verði um 1400 krónur. „Þrátt fyrir
allt þetta,“ segir ennfremur, „hafa þó
skiptin við kaupfélagið rejmst ólíkt
hagkvæmari en við kaupmenn.“ —
Fiskútflutningurinn þetta fyrsta ár
félagsins er talinn 700 skippund.
Árið 1889 er félagið sagt hafa flutt
út um 1700 skippund, svo að misfell-
urnar á fiskútflutningnum árið áður
urðu ekki til að hefta þróun þess. Fé-
lagið efldist nú hröðum skrefum. Fór
þar saman sterkur samhugur félags-
manna lengi vel og öruggt traust á
kaupfélagsstjórninni. Á fulltrúaráðs-
fundi 15. janúar 1890 var ákveðið að
panta 2500 tunnur (rúmar 330 smá-
lestir) af salti. — Einnig var afráðið
að senda á árinu 900 til 1000 skip-
pund af verkuðum smáfiski til Genúa
á ítalíu og auk þess nokkru meira
af stórfiski til Spánar. Tilsvarandi
vörupantanir munu hafa verið gerðar.
Deildunum í Ogurþingaprestakalli
(Ögur- og Súðavíkurhreppum) var
þá úthlutað 11 þúsund krónum, er var
inneign þeirra að árslokum. Höfðu þó
deildir þessar fengið töluverða pen-
inga áður á félagsárinu.
„Bregða má þeim við, er hafa
þrúkkað um nokkrar krónur við búð-
arborðið undanfarin ár,“ bætir Þjóð-
viljinn við.
Árið 1892 voru deildir félagsins
taldar 14 og varasjóður kaupfélags-
ins um 5000 krónur. Var það ekki smá
upphæð á þeim árum.
Næstu 4 til 5 árin stóð hagur Kaup-
félags ísfirðinga með blóma. Á aðal-
fundi þess 8. febr. 1897 voru deildirn-
ar taldar 16. Hafði þá nýlega verið
stofnuð deild í Sléttuhreppi, en nokk-
uru árum í Grunnavíkurhreppi.
Deildafulltrúarnir lögðu þarna fram
vörupantanir og skýrðu jafnframt frá
fiskloforðum félagsmanna. Lofaður
fiskur nam þar 3000 skippundum. Var
þetta mikil verzlunarvelta á þeirra
tíma mælikvarða.
Vöruverð kaupfélagsins var auð-
vitað langt neðan við útsöluverð
kaupmanna. Til marks um mismun
vöruverðs í kaupfélaginu og kaup-
mannaverzlunum Isafjarðar segir
Þjóðviljinn 26. júlí 1896:
„Kaupfélag Isfirðinga fékk í vor
skipsfarm af salti og annan af kolum,
og verður söluverð þessara vara með
öllum erlendum og innlendum álagn-
ingarkostnaði:
229-1 tunnur salt A 2 kr. 90 aur. kr. 0652,60
2367 skippund kol á 2 kr. 75 aur. — 6509,25
kr. 13161,85
Almennt kaupstaðarverð á þessum
vörutegundum á Isafirði er:
2294 tunnur salt á 4 kr............ kr. 9176,00
2367 skpd. kol á 4 kr. 50 aur...... — 10651,50
kr. 19827,50
Á þessum tveimur vörutegundum
hefur héraðið beinlínis grætt 6665 kr.
65 aur.“
Áður hafði kaupfélagsmaður gert
svipaðan samanburð í Þjóðviljanum
7. jan. 1893. Þar tekur hann dæmi af
tveimur mönnum, sem annar skiptir
við kaupfélagið, hinn við kaupmanna.
— Fyrir fisk sinn fær kaupfélagsmað-
19