Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Síða 28

Samvinnan - 01.03.1953, Síða 28
Stúlkan í Svartaskógi Framhaldssaga eftir Louis Bromfield Ef ég hefði verið grunnhyggnari maður en ég er, kjáni eða ekki ástfanginn, hefði ég sagt við hann: „Ég hef séð hana áður.“ En það gerði ég ekki. Ég taldi hyggilegra að minnast ekki á viðburði þá, sem gerðust fyrir þrem árum. Ég taldi sjálfum mér trú um, að ég gerði þetta af því að ég vissi ekki, hversu kunnugt honum væri um fortíð henn- ar, og það gæti valdið leiðindum að tala um það mál. En þetta var ekki rétt. Ég gerði þetta að undirlögðu ráði, af því að ég fann það á mér þá þegar, að hjónaband þeirra mundi ekki verða hamingjusamt, og ég mundi fá tæki- færi til að vinna hug hennar sjálfur. Þannig byrjaði blekkingin þá þegar fyrsta kvöldið. Það, sem ég gerði þá, var þó byggt meira á tilfinningu eða hyggjuviti en skynsamlegri hugsun. Ogden var hljóður um stund, en svo sagði hann: „Ég skal segja þér söguna alla. Ég má til að segja hana ein- hverjum, en þú mátt aldrei hafa hana eftir við nokkurn mann.“ „Auðvitað ekki,“ svaraði ég. „Hví skyldi ég gera það? Þú getur treyst mér eins og steininum.“ Þetta var hár- rétt, því að ég var engin blaðurskjóða og hafði sannar- lega ekki áhuga á því að segja neinum frá þessu máli. Það, sem ég þurfti, var að vita sem mest um málavexti, svo að mér yrðu engin mistök á. 8. Ég skildi brátt, hvers vegna Ogden vildi ekki, að fiski- sagan flygi. Éyrir utan hneykslishliðina á málinu var það svo furðulega óvenjulegt,'að það var næstum ógeðfellt, og ég hef grun um, að Ogden hafi verið verr við þá hlið málsins en nokkuð annað. Ævintýrið hófst í þá tíð, er Ogden hafði gerzt vín- hneigður og skemmti sér með leikkonum og léttúðar- kvendum. Hann sagði mér frá öllu því. „Ég hafði aldrei mök við þær,“ sagði hann. „Þær voru svo hrjúfar og gróf- gerðar. En mér fannst gaman að því að skemmta mér með þeim og það hjálpaði mér að gleyma dauða móður minn- ar.“ Mér varð Ijóst, að hann hafði, eins og svo margir veik- lunda menn, sýnt sig með þessum konum til þess að láta líta svo út, sem hann væri kvennagull. Það er nær óskeik- ult, að maður, sem nýtur raunverulegrar kvenhylli, fer ekki hátt með það, — hann þarf ekki að auglýsa það. Ogden hafði leigt sér hús á Rivieraströndinni og hafði frekar hægt um sig. Hann svaf mestallan daginn til þess að geta vakað um nætur í veitingahústinum og veðbank- anum. Kvöld eitt, er hann var að veðja í bankanum í Monte Carlo, leiddist honum urn ellefuleytið og hann tók leigubifreið til að aka sér heim til Nizza, þar sem villa hans var. Nóttin var köld, en björt og fögur, og stjörn- urnar ljómuðu eins og demantar yfir Miðjarðarhafinu. Hann vafði um sig teppi og horfði á húsin meðfram veg- inum. Hann varð hugsi, og óánægja með hið innantóma munaðarlíf ásótti hann. Hann ákvað að hverfa aftur til Ameríku. Þegar bifreiðin var komin að þeim vegarkafla á Cor- nicheveginum, skömmu áður en komið er til Nizza, þar sem brú er yfir djúpa gjá, bað hann ekilinn að stöðva bif- reiðina og steig út úr henni. Hann gekk spölkorn til að njóta hins fagra útsýnis: Ljósanna í Villafranche og mán- ans, sem kastaði silfurgljáa á hafflötinn. Hann stóð um stund og horfði út yfir gjána, — unz hann skyndilega heyrði grát. Hann gekk á hljóðið eftir vegarbrúninni, þar til hann sá konu liggja í urðinni skammt frá veginum. Hann kraup hjá henni og lyfti henni upp. Hún sýndi engan mótþróa, en gat um skeið ekki svarað spurningum hans vegna ekka. Loks sagði hún: „Farið þér burtu og látið mig vera í friði!“ En hann fór ekki, heldur sagði: „Segið mér, hvar þér eigið heima, og ég skal aka yður þangað.“ Hún svaraði aðeins: „Látið mig vera. Ég á hvergi heima og fyrir mér er öllu lokið. Farið þér frá mér.“ Loks tókst honum að fá hana til að setjast og í tungl- skininu sá hann, að hún var fögur. „Ef þér viljið ekki segja mér, hvar þér eigið heima,“ sagði hann, „þá skuluð þér koma með mér heim til mín. Ég skal ekkert gera yður og einskis spyrja, en á morgun, þegar yður líður betur, getið þér farið heim.“ Hann þráttaði við hana um stund, en um síðir lét hún undan, bæði vegna þess, hve þreytt hún var, og hins, að henni var sama hvað fyrir hana kæmi. Svo fór hann með hana heim til sín. Húsið var stórt og þjónustufólkið fylgdi því við leig- una. Það var franskt og lét ekkert koma sér á óvart. Ogden fannst meira að segja, að því þætti heldur lítið til sín koma, — þar til hánn kom með Helenu í fanginu þetta kvöld. Frá þeirri stundu breyttist viðhorf þess og það varð hið alúðlegasta við hann. Þegar hann bar Helenu inn 28

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.