Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Side 30

Samvinnan - 01.03.1953, Side 30
Ogden var hlédrægur maður og jafnvel feiminn, og hann spurði stúlkuna einskis, þar til einn dag, að hann hafði orð á því hæversklega, hvert hún ætlaði sér að fara, þegar hún hefði náð heilsu sinni. „Eg veit það ekki,“ svaraði hún kæruleysislega. „Af hverju ferð þú ekki heim til vina eða venzlamanna þinna?“ spurði hann. „Af því að ég á enga að og vini mína hef ég misst fyrir löngu síðan.“ Loks kom að því, að hann fann hugrekki til þess að biðja hennar. Hann sýndi henni fram á, að örlögin virt- ust hafa leitt þau saman, og hjónaband mundi verða hon- um sjálfum hollast til að binda endi á hið eirðarlausa líf- erni, síðan móðir hans dó. Það hvarflaði ekki að honum, að hún minnti hann á móður hans eða væri lík henni. Hún svaraði ekki strax, en hann lýsti fyrir henni öllu því, sem hann gæti veitt henni. Hún horfði á hann drykklanga stund þögul. Henni hefur sjálfsagt fundist Ogden vin- gjarnlegur og aðlaðandi maður, veiklunda en meinlaus. Ég vissi líka, að henni var ljóst, að hún mundi ekki þola Iíf algerrar einveru. Hún hló í fyrsta sinn og svaraði: „Hví ekki?“ Ogden sagðist gera sér ljóst, að hún elskaði hann ekki, en kvaðst þess fullviss, að honum mundi takast að gera hana hamingjusama. Hann vissi ekki — og komst raun- ar aldrei að því, hve mikið þurfti til að gera hana ham- ingjusama. Þetta kvöld kom hún í fyrsta sinn niður í borðstofu til að borða kvöldverð með honum. Þau drukku kampa- vín með máltíðinni og eftirá sagði hún: „Þú tekur á þig mikla áhættu með því að ganga að eiga konu, sem þú veizt ekkert um.“ Ogden — maður ævintýranna — svar- aði því sem svara bar: „Ég veit allt um þig, sem ég þarf að vita.“ Hún Iét sér þetta svar ekki nægja. „Ég verð að segja þér allt af létta um mig og tildrög þess, að þú fannst mig í urðinni við veginn. Ég giftist þér ekki, nema þú hlustir á sögu mína, enda átt þú heimtingu á því að heyra hana. Þá getur þú aldrei sagt, að ég hafi blekkt þig, hvað sem fyrir kemur.“ Svo sagði hún honum frá manninum, sem ég hafði séð í Svartaskógi. 9. Hún var prófessorsdóttir af ætt lögfræðinga, tónskálda og listamanna. Þegar hún var fimmtán ára missti hún for- eldra sína og flutti til tveggja frænkna, sem bjuggu í litlu húsi í Semmering. Frænkurnar voru báðar piparmeyjar, siðvandar mjög í hugsun og lífsvenjum, svo að líf ungu stúlkunnar var ekki beinlínis viðburðaríkt. Hún skemmti sér helzt á sumrin, þegar hún fór í langar gönguferðir, stundum í Tyrol og stundum í Salzkammergut. Frænk- urnar leyfðu það, af því að hún fór ávallt með vinkonum sínum og í fylgd með föður einhverrar þeirrar. Jafnvel á þessum gönguferðum var hún ekki óþvinguð og gat ekki fyllilega um frjálst höfuð strokið. Frá bernsku fann hún til einhvers innri munar á sér og öðrum stúlk- um, sem gerðu sig ánægðar með að giftast, þegar tími var til kominn, og sætta sig við tilbreytingalaust líf með barn- eignum, bjórdrykkju, Vínarvals og kaffi með þeytttum rjóma. Ef til vill var það ungverska blóðið í æðum hennar, sem olli þessum óróleika, er það blandaðist Vínarblóði, en móðir hennar hafði verið frá Ungverjalandi. Þegar hún var á gönguferðum sínum, kom það fyrir, að henni leiddist hinn daufi félagsskapur og hún flúði frá hópnum til þess að klífa fjallshlíðar ein síns liðs. Ef til vill gekk henni illa að skilja hina innri óhamingju sína, sem virtist ekki þjá neina af vinkonum hennar. Hún fann til þess, að lífið var ekki eins fagurt og skemmtilegt og það gæti verið, og hún leitaði þeirrar einu hvíldar, sem hún átti kost á: að flýja upp í fjöllin. Þegar hún kom aftur heim eftir slíkar fjallgöngur, fann hún hugarró, að minnsta kosti um sinn. Þá var það einn dag, er hún var um tvítugt, að hún var í slíkri fjallgöngu og sá mann koma haltrandi á móti sér, sýnilega í kvölum. Henni fannst hann vera fegursti mað- ur, sem hún hefði fyrir hitt. Hann var hávaxinn, dökk- hærður og svarteygður. Hann hafði dottið, meitt sig í ökla, var skorinn á hendi og marinn í andliti. Hún ávarpaði hann, og þau settust við fjallalæk, með- an hún tók bindi upp úr bakpoka sínum. Hún þvoði hönd hans og batt um hana, hjálpaði honum að binda um ökl- ann og eftir það borðuðu þau saman skrínukost sinn við lækinn. Hún sagði honum ýmislegt um sína hagi og hann sagði henni, að hann væri læknir frá Múnchen, Muller að nafni, og hefði yndi af fjallgöngum. Ég er þeirrar skoðunar, að ævintýrin verði á vegi þeirra, sem bera ævintýraþrá í brjósti. Að minnsta kosti lendir hugmyndasnautt og leiðinlegt fólk sjaldan í ævintýrum. Ef Helena hefði verið eins og hinar stúlkurnar þennan dag í fjöllunum við Innsbrúck, hefði hún að sjálfsögðu hjálpað ókunna manninum, en síðan kvatt hann, farið heim í Semmering og síðar gifzt einhverjum virðulegum borgara þar í bæ. Ef ókunni maðurinn hefði verið það, sem hann sagðist vera, Múller læknir frá Múnchen, hefði hann fylgt Helenu niður af fjallinu, kvatt hana, skrifað þakkarbréf til frænknanna, og ef til vill komið í heimsókn síðar og gert Helenu að „læknisfrú Múller“. En hann hafði, eins og Helena, farið í fjallgöngur til að flýja líf, sem hann hataði af sömu einlægni og Helena hataði sitt daglega líf hjá frænkunum í Semmering. Hann hafði, eins og Helena, verið einn síns liðs í þeirri von, að eitthvað dásamlegt kæmi fyrir hann. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem hann hafði farið einn um fjöllin í leit að ást og ævintýrum, en hingað til hafði leit hans verið árang- urslaus, þótt hann gæfi aldrei frá sér vonina. Þegar þau höfðu matazt, höfðu þau kynnzt hvort öðru allvel. Helena sagði honum frá lífsleiða sínum, vonum sín- um og draumum, en hann sagði henni Ianga sögu — sem var alger uppspuni — um stúdentsár sín í Múnchen. Degi var tekið að halla, þegar þau komu niður af fjallinu, og Helena varð að hjálpa honum yfir torfæra kafla á leið- inni. Aður en hann kvaddi, kom hann í heimsókn til litla gistihússins, þar sem hún bjó, og kynnti sig fyrir gamla manninum, sem hafði verið treyst fyrir stúlkunum. Framh. 30

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.